Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 24
24 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Svo kynni að virðast, að harkaleg átök hafi fylgt stjórnmálabar- áttu á Íslandi frá fyrstu tíð, en svo er þó ekki. Jón Sigurðsson forseti var friðsæll maður og fylgdi þeirri föstu reglu í einkaviðræðum líkt og í stjórnmálaumræðum að nefna menn helzt ekki á nafn nema til að hæla þeim. Hann átti að sönnu harða andstæðinga, til að mynda Grím Thomsen, sem var hallur undir Dani og flæktist á ýmsa lund fyrir Jóni og baráttu hans, en Jón sýndi Grími þó ævinlega fulla kurt- eisi. Eftir fráfall Jóns forseta 1879 þrútnaði andrúmsloftið. Deilur heimastjórnarmanna, sem heimtuðu fulla sjálfsstjórn, og Valtýinga, sem töldu hyggilegra að taka eitt skref í einu, lýstu djúpri óvild og ofstæki, þótt Valtýr Guðmundsson væri rómað prúðmenni. Eftir heimastjórn 1904 tók ekki betra við, og enn versnaði ástandið við upphaf flokkaskipanar nútímans um 1920, með því að þá komu fram á sjónarsviðið óvenju- harðskeyttir stjórnmálamenn og spöruðu hvergi vopnin. Mest fór fyrir Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem hrakyrti andstæðinga sína án afláts í Tímanum og öðrum blöðum Framsóknarflokksins, og höfuð- andstæðingi hans, Ólafi Thors. Inn í þennan heim gekk Bjarni Benediktsson 1933, nýkominn með kosningarrétt, og gerðist með tímanum hægri hönd Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins 1934-61. Ólafur kom úr Íhalds- flokknum, en Bjarni mun hafa fylgt Frjálslynda flokknum að málum og stýrði fundinum, þar sem Frjálslyndi flokkurinn sameinaðist Íhaldsflokknum í Sjálfstæðisflokknum 1929. Bjarni lauk kornungur lagaprófi í Háskóla Íslands með frábærum vitnisburði, fór utan til frekara náms í Berlín og Kaupmannahöfn og sneri síðan heim og varð prófessor í Háskólan- um 1932, 24 ára að aldri. Hann var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík 1940 og var síðan ráðherra 1947-56 og aftur frá 1959 til dauðadags 1970 og ritstjóri Morgunblaðsins í millitíðinni 1956-59. Upplag hans og útivistin opnuðu honum víða útsýn til umheimsins og mótuðu verk hans öll. Ólafur Thors fól Bjarna Benediktssyni forustu um tvö mikilvæg utanríkismál, sem vöktu harðar deilur. Fyrra málið varðaði konungssambandið við Danmörku. Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku 1940, taldi Bjarni nauðsynlegt að slíta sem fyrst sambandinu við Dani og stofna lýðveldi með þeim rökum, að hernumin Danmörk megnaði ekki að uppfylla skyldur sínar gagnvart Íslandi. Bretar og síðan Banda- ríkjamenn komu í veg fyrir hraðskilnað. Lögskilnaðarmenn vildu bíða stríðslokanna og stofna þá lýðveldi í friði og sátt við frjálsa Danmörku. Niðurstaðan varð málamiðlun: lýðveldið var stofnað með nýrri stjórnarskrá 1944, þegar 25 ára frestur sambandslagasamn- ingsins frá 1918 var liðinn. Stofnun lýðveldis 1944 í skugga styrjaldar var samþykkt nær einróma í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt málið var innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið 1949. Þriggja flokka ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ákvað að bera málið ekki undir þjóðarat- kvæði líkt og sambandsslitin, heldur leiða það til lykta í sölum Alþingis með æstan múginn og lögregluna úti fyrir á Austurvelli. Ólafur bar þungar sakir á andstæð- inga sína og aðra og sagði í ræðustól Alþingis daginn eftir óeirðirnar: „Í marga mánuði hefur þjóðin verið ærð upp og henni sagt, að verið væri að svíkja föðurland- ið. ... Menn eins og Sigurbjörn docent Einarsson, Pálmi Hannes- son rektor, Klemens Tryggvason, Einar Ólafur Sveinsson og Gylfi Þ. Gíslason – þessir menn hafa æst bálið og á þeim hvílir þung ábyrgð um þá atburði, sem hér urðu í gær. Það kann að vera, að þeir hafi ekki ætlazt til að við værum drepnir. En þeir ætluðu að halda fund ...“ Sigurbjörn, síðar biskup, og félagar hans fjórir báðu Alþingi með bréfi að svipta Ólaf þinghelgi, svo að hægt væri að fá ummælum hans hnekkt fyrir dómi, en af því varð ekki. Bjarni barðist einnig af hörku við andstæðinga inngöng- unnar í Nató og hafði ásamt Ólafi og öðrum samherjum fullan sigur. Ætla má, að meiri friður og sátt hefðu ríkt um utanríkismálin, hefði þjóðin fengið að greiða atkvæði um inngönguna. En Bjarni Benedikts- son leiddi bæði málin til réttra lykta þrátt fyrir ágreining um leiðir að settu marki. Það orð fór af Bjarna eftir þessi átök, að hann væri harður í horn að taka. Margir lofuðu jafnframt réttsýni hans, sáttfýsi og verksvit. Forustan fyrir viðreisnarstjórn- inni eftir daga Ólafs Thors þótti leika í höndum Bjarna, og voru samverkamenn hans í stjórninni sammála um það og aðrir, þar á meðal verklýðsforingjar, sem unnu náið með honum að friði á vinnumarkaði. Harðskeyttur stjórnmálaforingi var orðinn að mildum landsföður. Bjarni sagði föður mínum 1969, að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum, færi svo, að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að mynda ríkisstjórn með Framsókn- arflokknum eftir kosningar 1971. Á þann ásetning reyndi þó ekki, því að sumarið 1970 var Bjarni hrifinn burt í ljóma lífsins ásamt Sigríði Björnsdóttur konu sinni og kornungum dóttursyni, Benedikt Vilmundarsyni. Þá sá ég föður minn gráta. UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnarsson skrifar um ríkisstjórnina Ríkisstjórn hins mesta meirihluta á Alþingi er harla máttlítil vegna innri ágreinings um veigamikil mál. Nefna má sem dæmi ágreining um þessi mál: stóriðju og virkjun fallvatna eða jarðhita, eignar- hald á orkulindum, gagnrýni mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á kvótakerfið í sjávarútvegi, stefnuna í loftslagsmálum, aðgerðir í efnahagsmál- um og nú síðast um Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar hefur ítrekað á síðustu dögum lagt áherslu á það að stjórnarsátt- málinn komi ekki í veg fyrir að sótt verði um aðild að ESB. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þann 20. apríl sagði utanríkisráðherra að ekkert væri útilokað ef fyrir lægi meirihlutavilji á Alþingi. Með þessu er ráðherrann að leggja áherslu á að stjórnarsáttmál- inn sjálfur sé enginn hindrun. Ég fæ ekki séð annað en að verið sé að senda Sjálfstæðisflokknum þau skilaboð að ríkisstjórnarsamstarfið muni ekki stöðva málið. Að auki segir formaður Samfylkingar- innar í áðurnefndu viðtali að þingmenn verði að íhuga alvarlega aðild að Evrópusamband- inu ætli þeir sé ekki að vera úr takt við almenning. Orðrétt segir utanríkisráðherra í tilefni af skoðanakönnun Fréttablaðsins um undirbúning að aðildarviðræðum að ESB að hann líti svo á að niðurstaða könnunarinnar „sé áskorun til þingmanna um að taka þessi mál til gaumgæfilegrar skoðunar, þannig að þeir verði nú ekki viðskila við þjóðina í landinu“. Hver skyldi nú eiga þessi skilaboð öðrum fremur? Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt það alveg ljóst að ríkisstjórnin muni ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Á mánudaginn innti ég formann Sjálfstæðisflokksins eftir afstöðu hans sem oddvita ríkisstjórnarinnar í fyrirspurnartíma á Alþingi. Svör hans voru skýr: Það verður ekki sótt um. Ef það ætti að gerast þyrfti að semja nýjan stjórnarsáttmála og Sjálfstæðis- flokkurinn að skipta um skoðun í málinu og hvorugt er ekki meiningin. Samkvæmt þessu jafngildir aðildarumsókn í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn stjórnarslitum. Hver er að verða viðskila við hvern? Höfundur er alþingismaður. ESB klýfur ríkisstjórnina KRISTINN H. GUNNARSSON Bjarni Benediktsson Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Fátítt Það gerist víst sjaldan að embætt- ismenn sjái sig knúna til að kæra alþingismenn en sem kunnugt er boðaði Gunnar Gunnarsson aðstoð- arvegamálastjóri kæru á hendur Árna Johnsen um síðustu helgi. Í tilkynn- ingu sagði Gunnar fátítt að opinberir starfsmenn þyrftu að sitja undir rógi og dylgjum frá alþingismönnum. Það má vera. En jafnfátítt er að opinberir starfsmenn láti svo um mælt að það sé þjóðinni til skammar að hafa kosið tiltekinn mann á þing, en það sagði Gunnar í tilkynningu sinni. Ætli þeir sem kusu Árna í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi og kjósendur flokksins í kjördæminu geti höfðað meiðyrðamál á hendur Gunnari? Ítarlegt – en ekki nóg Um það mátti lesa á mbl.is í gær að ökumaður hafi misst bifreið sína út af í hálku á Leifsstaðavegi í Eyjafirði í gærmorgun. Kemur fram að viðkom- andi hafi verið á leið til höfuðborg- arinnar. Upplýsingarnar voru fengnar frá lögreglunni á Akureyri og er henni hrósað hér fyrir að láta þess getið hvert ökumaðurinn var að fara. Að sama skapi má átelja embættið fyrir að segja ekki hvaðan ökumaðurinn kom. Ágætt hefði líka verið að vita í hvaða hverfi höfuðborgarinnar hann ætlaði og í hvaða erin- dagjörðum. Og umfram allt; var hann heimamað- ur eða „að sunnan“? Leggðu fram frumvarp Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, ráðlagði Þuríði Backman, VG, í gær að leggja fram frumvarp um að ríkisá- byrgð á skuldabréfi deCODE verði numin úr lögum. Þuríður lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hvort hann hygðist afnema lögin. Ráðherra sagði það ekki standa til enda for- sendur allar breyttar; ljóst væri að ekki kæmi til slíkrar ábyrgðar, en óþarft væri að afnema lögin. Pétur, sem á sínum tíma var andvígur lögunum, benti Þur- íði á að framkvæmdavald- ið ætti ekki að setja lög heldur Alþingi og hvatti hana til að leggja fram frumvarp. Hét hann henni jafnframt stuðningi við málið. bjorn@frettabladid.isÍ ræðum þeim sem forystumenn launþegahreyfingarinnar hérlendis munu flytja í tilefni dagsins í dag verður eflaust mikið rætt um efnahagsástandið og áhrif þess á kjarasamn- inga. Ýmsir verkalýðsleiðtogar hafa þegar lýst því yfir að verðbólguskotið sem nýjustu tölur Hagstofunnar staðfesta sé nú þegar búið að sprengja nýgerða kjarasamninga. Verkalýðsforystan vísar ábyrgðinni á þessu vitaskuld til þeirra sem fara með stjórn efnahagsmála hér innanlands. Gera má ráð fyrir að tónninn í ræðum kollega þeirra í öðrum löndum Evrópu og víðar um heim verði áþekkur, enda Ísland ekki eina landið sem á við efnahagsörðugleika að stríða um þessar mund- ir þótt sveiflurnar hér séu óneitanlega öfgakenndari en annars staðar þekkist meðal þróaðra ríkja. Þetta er ein birtingarmynd þess hve samtvinnuð efnahagsþró- unin er orðin milli landa á tímum hnattvæðingarinnar. Íslenzka „útrásin“ og sú öra uppbygging sem hér hefur orðið á fjölþjóð- legri fjármálaþjónustu beintengir íslenzkt efnahagslíf við þró- unina á alþjóðlegum mörkuðum. Íslenzk stjórnvöld hafa býsna fá úrræði til að verjast afleiðingum þessa. Og því sitja íslenzkir launþegar nú í súpunni, með mestu verðbólgu í áratugi, hæstu vexti allra OECD-landa og gjaldfallinn kaupmátt vegna geng- ishruns krónunnar. Þensluhagvöxtur síðustu ára stöðvast snar- lega; „harða lendingin“ orðin að veruleika. Það er vart hægt að saka íslenzku verkalýðsforystuna um að hafa ekki á síðustu árum lagt sitt af mörkum til að stuðla að stöð- ugleika á vinnumarkaði eða til aðgerða sem miða að því að hafa hemil á verðbólgunni. Nýjustu kjarasamningarnir, hverra for- sendur nú eru sagðar brostnar vegna verðbólguskotsins, voru til að mynda yfirlýstir verðbólguvarnasamningar. Eins og reyndin sýnir dugar slík viðleitni skammt þegar aðrar eins ýktar sveiflur ríða yfir efnahagslífið og þjóðin (og umheimurinn) hefur orðið vitni að síðustu mánuði. Aðrar þjóðir Evrópu hafa, í takt við nánari efnahagsleg tengsl sín í milli, fundið visst skjól fyrir sveiflum hinna hnattvæddu markaða með aðild að Evrópusambandinu. Beztu sveifluvarn- anna njóta myntbandalags-aðildarríkin sem nú eru fimmtán en fer fjölgandi. Verkalýðsfélög álfunnar hafa einnig þurft að laga starfsemi sína að breyttum tímum; tímum þar sem störf í fram- leiðslu og jafnvel ýmiss konar þjónustu leita frá ríku löndun- um til svokallaðra láglaunalanda og vinnuafl frá slíkum löndum leitar í störf í ríku löndunum. Ísland hefur sem ríkt land heldur ekki farið varhluta af þessari þróun; hún hefur reyndar átt sinn þátt í þeim mikla hagvexti sem íslenzka þjóðarbúið hefur orðið aðnjótandi á síðustu árum. Aðallærdómurinn sem allir hlutaðeigandi ættu að geta dregið af ástandinu sem upp er komið er að trúverðugar sveifluvarnir, íslenzkum fyrirtækjum og launþegum til hagsbóta, fást ekki svo lengi sem Ísland býr við krónuna. Stærsta hagsmunamál bæði atvinnurekenda og launþega til lengri tíma litið er því að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp sameiginlegu Evrópu- myntina. Baráttudagur verkalýðsins í tíð efnahagslægðar: Hnattvæðing og hagsmunir launþega AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Átakasaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.