Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 70
50 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Elisabeth. 2 Andvígur. 3 Gísli Örn Garðarsson. LÁRÉTT 2. ósvikinn 6. hljóm 8. bar að garði 9. yfirbreiðsla 11. skóli 12. mont 14. uppgerðarveiki 16. átt 17. fiskur 18. tæfa 20. samtök 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. fita 3. tveir eins 4. hlutavelta 5. angra 7. naggrís 10. í hálsi 13. hrökk við 15. áætlun 16. arinn 19. bókstaf- ur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ekta, 6. óm, 8. kom, 9. lak, 11. ma, 12. grobb, 14. skróp, 16. sv, 17. áll, 18. tík, 20. aa, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. kk, 4. tombóla, 5. ama, 7. marsvín, 10. kok, 13. brá, 15. plan, 16. stó, 19. ká. „Ég er að fara að vinna sem upp- lýsingafulltrúi hjá Iceland Express,“ segir Lára Ómarsdóttir, fyrrum fréttamaður Stöðvar 2. Fátt hefur verið meira rætt und- anfarna daga en Lára og ummæli sem hún lét falla í miðju atinu á Suðurlandsvegi fyrir viku þegar vörubílstjórar og lögregla tókust á. Lára var á vettvangi, ræddi við ónefndan aðila í vakstjórn og spurði hvort hún ætti að fá ein- hvern til að henda eggjum í lögg- una. Ummæli þessi fóru á netið og voru harðlega gagnrýnd. Þó svo að Lára segði að um kaldhæðið grín væri að ræða kom allt fyrir ekki og harðskeyttir bloggarar og álits- gjafar töldu það fyrirslátt. Lára sagði upp störfum í kjölfarið þar sem hún taldi að trúverðugleiki sinn sem fréttamanns hefði beðið hnekki og trúverðugleiki Stöðvar 2 væri í voða. „Nei, ég er ekki á flæðiskeri stödd og ekki langur tími, eða rétt tæp vika, síðan ég sagði upp störf- um. Þetta er nú bara þannig til komið að þeir hringdu í mig og eftir að ég fór til að kynna mér starfsemina og fyrirtækið sló ég til,“ segir Lára og talar um að henni hafi litist mjög vel á Iceland Express og allar aðstæður þar. Þeir hjá flugfélaginu voru ekki þeir einu sem settu sig í samband við Láru og buðu henni starf en þetta hljómaði mest spennandi að mati Láru. Hin nýja starfslýsing hennar hljómar í grófum dráttum á þá leið að hún er tengiliður milli fyrirtæk- isins og fjölmiðla. Lára ætti að leika sér að því og hefur einmitt sýnt fram á hæfileika sem upplýs- ingafulltrúi jeppaklúbbs sjón- varpsfólks hjá Stöð 2 – NFS. „Já, já,“ hlær Lára og segist verða áfram innan dyra í því ágæta félagi þótt horfin sé frá störfum sem fréttamaður. Lára segist ekki farin að hugsa svo langt aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að taka aftur til starfa sem fréttamaður. En maður skyldi aldrei segja aldrei. Lára segir að það hafi ekkert verið sérlega góð reynsla til að byrja með að vera efniviður frétta í stað þess að segja þær, en það hafi ekki verið alslæmt þegar til kastanna kom. Hún segist vera algjörlega sátt við þá ákvörð- un sína að segja upp störfum þegar hún lítur til baka. Og vill ekki benda neinum fingrum þótt spurt sé um hvort útsendingarstjórar, vaktstjórar og fréttastjóri, sem þiggi laun með tilliti til meintrar ábyrgðar, hljóti ekki eðli málsins samkvæmt að tengjast málinu. „Jú, það er rétt. Þetta voru mis- tök á mistök ofan og tilviljanir. Ef spurt er um ábyrgð, þá axla ég mína og síðan verða aðrir að gera upp við sig hvað þeir gera. Ég get bara svarað fyrir mig og mína sam- visku. Þar með er ég ekki að segja að aðrir eigi að segja upp. En mér þótti óþægilegt að hafa ekki stjórn á atburðarásinni og vildi stöðva hana,“ segir Lára og vísar til þeirr- ar umræðu sem hófst í kjölfar atviksins. Hún segist ekki munu sakna sviðsljóssins. „Nei, það held ég ekki. Ég er búin að fá nóg af því í bili.“ jakob@frettabladid.is LÁRA ÓMARSDÓTTIR: GOTT AÐ LOSNA ÚR SVIÐSLJÓSINU Lára í upplýsingafulltrúann Þórunn Sig-urðardóttir var í síðustu viku kosin í stjórn EFA – Europian Festi- val Association á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Antalya í Tyrklandi. Þórunn, sem er að láta af störfum sem stjórnandi Listahátíðar, var þar stödd ásamt arftaka sínum, Hrefnu Haraldsdóttur. EFA eru samtök helstu listahátíða heims þótt Evr- ópulöndin fari þar fremst í flokki og þykir nokkur heiður að fá inni hjá þessum samtökum. Og þeim mun meiri er heiðurinn sem Þórunni er sýndur en hún ætlar nú fyrst fyrir alvöru að fara að láta til sín taka í menningunni á heimsvísu. Skakki turninn er nýtt tímarit sem Illugi Jökulsson ritstýrir og kennir þar ýmissa grasa. Í næsta tölublaði, sem kemur út á morgun, er meðal annars greint frá japanskri mann- ætu sem gekk laus á Íslandi! Þar er um að ræða hina frægu japönsku mannætu sem át kærustu sína í París fyrir tæpum 30 árum og varð alheimsstjarna út á það. Mannætan sú var í fríi á Íslandi fyrir fáeinum árum og Skakki turninn birtir fallega mynd af honum frá árinu 1998 við Næpuna þar sem hann er með austurrískri vinkonu sinni. Blaðamönnum Skakka turnsins mun ekki hafa tekist að hafa upp á vinkon- unni þrátt fyrir tilraunir til þess. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Hljómsveitinni Hjaltalín hefur verið boðið til London að spila á Time for Peace, kvikmynda- og tónlistarhátíð- inni 12. maí. Hátíðin verð- launar tónlistar- og kvik- myndafólk fyrir afburðalistaverk í þágu friðar, manngilda og jákvæðra breytinga á samfélaginu. „Við urðum steinhissa þegar við fengum þetta tilboð,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín. „Það voru víst einhverjir í valnefnd hátíðar- innar sem höfðu heyrt lagið okkar „The Trees don‘t Like the Smoke“ og báðu okkur að koma og spila það og annað lag til.“ Fimm manna útgáfa af Hjaltalín spilar á hátíðinni því aðrir meðlimir eru uppteknir í prófum á sama tíma. Sigríður segir texta lagsins passa ágætlega við inntak hátíðarinnar. „Þetta er voða „beisik“ texti. Hann fjallar um það að við eigum að vera góð við trén sem hafa aldrei gert okkur neitt.“ Time for Peace-hátíðin hefur verið haldin síðan 1994. Valnefndina skipa þrjátíu sendifulltrúar hjá Sameinuðu Þjóðunum í Genf. Meðal tilnefndra mynda eru The Darjeeling Limitied eftir Wes Anderson og A Mighty Heart eftir Michael Winter- bottom. Angelina Jolie er svo tilnefnd fyrir leik sinn í A Mighty Heart og Vanessa Redgrave fyrir leik í mynd- inni Evening. Það eru því engin smámenni sem munu hlusta á Hjaltalín. Einn þekktasti kokkur heims, Jean André Charial, sér svo um að elda ofan í mannskapinn. Stafræn smáskífa með trjálaginu góða er komin út og fæst á heimasíðunni kimi.grapewire.net. Tón- leikaútgáfa af laginu fylgir með í kaupbæti. Sigríður segir að sumarið verði tekið með trukki. „Við höfum ekkert náð að æfa upp nýtt efni, enda hafa allir verið svo uppteknir í skóla. Við gerum örugglega eitthvað nýtt og sniðugt í sumar og spilum sem mest. Við vorum að hita upp fyrir múm í New York og svo förum við í lítinn tónleikatúr í lok maí.“ - glh Spila fyrir Angelinu Jolie SUMARIÐ TEKIÐ MEÐ TRUKKI Sigríður og Högni Egilsson eru í framlínu Hjaltalín. Á laugardaginn hefst sjónvarpsþátturinn Alla leið þar sem Páll Óskar fer yfir Eurovision- lögin í ár með hjálp valinkunnra spekinga. Þátt- urinn kemur í stað samnorræna þáttarins með Eika Hauks sem hefur verið lagður niður. Að auki við hressandi efnistök munu áhorfendur fá að njóta þess að sjá Pál í nýjum glansjakka- fötum í hverjum þætti. Hvernig er það, á hann endalaust af þessum jakkafötum? „Það mætti halda það því maður er svo oft að koma fram,“ segir Palli. „Ég passa mig náttúrulega að vera ekki alltaf í sömu fötunum. En ég er furðu sparneytinn. Tek oft gömul föt og flikka upp á þau svo þau líta út sem ný. Hún Selma Ragnars er snillingur í þessu. En ég hef svo sem ekki tölu á fötunum mínum. Starfsins vegna kaupi ég marga vinnugalla á ári.“ En þetta fæst nú varla í Vinnufatabúðinni? „Nei. Margir flottustu gallarnir eru sérsaumað- ir á mig frá grunni. Þar nýt ég meðal annars aðstoðar áðurnefndrar Selmu og Cocos vinar míns. Hann er flugþjónn og þvælist víða starfsins vegna. Hann var í Bangladess þar sem hann rambaði fyrir algjöra tilviljun á litla saumastofu sem sérhæfir sig í svona fíniríis- fötum. Öll fötin sem ég klæðist í Alla leið- þáttunum þremur eru þaðan. Hver einasta pallíetta er handsaumuð í.“ Palli segir að Alla leið-þættirnir veiti áhorfendum leiðsögn í gegnum þann frumskóg sem Eurovision-keppnin er orðin. „Það eru 43 lög að keppa sem ber vott um það stjórnleysi og rugl sem keppnin er orðin. Við einblínum á lögin í forkeppninni sem Ísland tekur þátt í og reynum líka að fara yfir sem mest af hinum lögunum.“ - glh Alla leið í vinnugalla frá Bangladess PASSAR SIG AÐ VERA EKKI ALLTAF Í SÖMU FÖTUNUM Páll Óskar í settinu á Alla leið sem hefst á laugardaginn. LÁRA ÓMARSDÓTTIR Verður tengiliður Icleand Express og fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hamborgarabúllan, það er langbesti bitinn. Annars er það bláberjaskyr, og það fyrir Ragnar.“ Gísli Pétur Hinriksson, verðandi kerfis- stjóri. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200 8 FYLGIRIT FRÉT TABLAÐSINS ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.