Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 4
4 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR
AUSTURRÍKI, AP Læknar segja að
líðan tveggja barna Elizabeth
Fritzl, sem ólust upp hjá henni í
dýflissu föður þeirra í Amstetten,
sé merkilega góð. Elsta dóttirin,
Kerstin, sem er 19 ára, er þó enn í
lífshættu. Henni er enn haldið
sofandi í öndunarvél og nýrnavél.
Drengirnir tveir, sem eru 5 og 18
ára, þurfa að fara varlega í að
venjast dagsbirtu og sólarljósi
eftir að hafa alla ævi verið
innandyra í þröngri kjallaraholu.
Drengirnir tveir og þrjú systkini
þeirra, sem ólust upp utan
kjallaraholunnar í húsi Josefs
Fritzl, dveljast nú ásamt móður
sinni og ömmu á sjúkrahúsi og
hafa þau heila álmu út af fyrir sig.
- gb
Elizabeth og börnin:
Elsta dóttirin
enn í lífshættu
VIÐ HÚS FRITZL-FJÖLSKYLDUNNAR
Lögreglurannsókn stendur enn yfir.
NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra segir að kostnaður við
ferðalög ráðamanna sé ekki
leyndarmál. Mistök hafi verið
gerð þegar kostnaði vegna ferðar
hans, utanríkisráðherra og
föruneytis, með leiguflugvél, á
leiðtogafund Nató í Búkarest í
byrjun mánaðarins var haldið
leyndum.
Geir upplýsti þetta á Alþingi í
gær.
Sagði hann að í upphafi hafi
flugrekandinn óskað þess að
kostnaði við leiguna yrði haldið
leyndum þar sem um sérstakan
kynningarafslátt var að ræða.
Ríkið gæti hins vegar ekki leynt
upplýsingum á borð við þessar.
- bþs
Geir Haarde forsætisráðherra:
Ferðakostnaður
ekki leyndarmál
Efla foreldra í skólastarfi
Menntaráð Reykjavíkur hefur falið
fræðslustjóra að „finna leiðir til að
stuðla að því að fleiri grunnskólum
í Reykjavík verði gert kleift að auka
velferð nemenda sinna með því að
efla foreldra í hlutverki sínu og stuðla
að hlutdeild þeirra í skólastarfi barna
sinna“.
REYKJAVÍKURBORG
Ekki göng á Skólavörðuholti
Skipulagsráð Reykjavíkur hefur
ákveðið að fella jarðgöng um
Skólavörðuholt út af aðalskipulagi.
Framkvæmdastjóri byggingar nýs
háskólasjúkrahúss segir þetta fagnað-
arefni. Göngin áttu að tengja saman
Hringbraut og Sæbraut.
FANGELSISMÁL Misskilnings gætir
um fjölda sálfræðinga hjá Fang-
elsismálastofnun og yfirlýsing
um að aðeins einn sálfræðingur
sinni föngum er röng. Þetta segir
Páll Winkel, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, um yfirlýsingu
frá Afstöðu, félags fanga, um að
frá og með gærdeginum sé aðeins
einn sálfræðingur starfandi í
fangelsum landsins en þá fór Þór-
arinn V. Hjaltason í launalaust
leyfi frá stofnuninni.
Í yfirlýsingu Afstöðu segir
meðal annars: „Ljóst er að
einn starfsmaður getur á engan
hátt sinnt öllum þessum fjölda en
sálfræði-, geðlækna- og heil-
brigðisþjónusta fangelsanna
hefur verið mikið í umræðunni,
sérstaklega í kringum sjálfsvíg
er átti sér stað í fangelsinu á
Litla-Hrauni fyrir nokkru. Var
þjónustan þá gagnrýnd og kom í
ljós að dæmi eru um að fangar
sem afplána mislanga
dóma hafi aldrei hitt
sálfræðing eða geð-
lækni meðan á
afplánun þeirra
stóð.“
Páll svarar
yfirlýsingu
fanga svo:
„Hið
rétta er að síðustu mánuði hafa
aldrei fleiri sálfræðingar unnið
hjá Fangelsismálastofnun, en
þeir eru nú þrír talsins. Einn
þeirra hefur
óskað eftir
launalausu leyfi
í eitt ár. Í stað
hans verður að
sjálfsögðu ráð-
inn annar sál-
fræðingur.“
Segir hann að
þegar sé unnið
að því að ráða
annan sálfræð-
ing tímabundið í stað Þórarins.
Þá bendir Páll á að í vissum til-
vikum hafi Fangelsismálastofn-
un jafnframt keypt þjónustu
utanaðkomandi sálfræðinga sé
þess talin sérstök þörf. Á undan-
förnum árum hafi sálfræðiþjón-
ustan í fangelsum landsins verið
aukin verulega. Tekur hann sem
dæmi að aðeins einn sálfræðing-
ur starfaði í fangelsunum árið
1997 en eins og áður segi séu þeir
nú þrír talsins. Einnig megi benda
á að árið 2005 hafi gengið í gildi
ný lög um fullnustu refsinga. Þau
hafi falið í sér frekari áherslu á
betrun og þjónustu við fanga og í
kjölfar þeirrar lagasetningar hafi
tvö stöðugildi félagsráðgjafa
bæst við hjá Fangelsismálastofn-
un sem hrein viðbót og á þessu
ári hafi náms- og starfsráðgjafi,
sem eingöngu sinnir föngum,
verið ráðinn til starfa. Hann sjái
því ekki að yfirlýsingar fanga um
skerta þjónustu í fangelsum eigi
við rök að styðjast.
karen@frettabladid.is
Segir fanga misskilja
fjölda sálfræðinga
Félag fanga hefur lýst yfir áhyggjum af því að aðeins einn sálfræðingur sé
starfandi hjá Fangelsismálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir misskilnings
gæta í yfirlýsingu fanga. Hið rétta sé að sálfræðingarnir séu þrír en ekki einn.
MISSKILNINGUR Fangar
segja að ljóst sé að einn
sálfræðingur geti á engan
hátt sinnt þjónustu
við fanga í öllum
fangelsum
landsins. Það
telur forstjóri
Fangelsis-
málastofnunar
rétt en bendir á
að sálfræðingarnir
séu þrír talsins og
þjónusta í fang-
elsum hafi verið
aukin verulega.
Misskilnings gæti
því meðal fanga.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÁLL WINKEL
Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina
Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS
LR RANGE ROVER SE
Nýskr: 03/2004, 4400cc, 5 dyra,
sjálfskiptur, ljósbrúnn, ekinn 79.000.
Verð 6.200.000
Opið virka daga frá kl. 10 til 18
og á laugardögum frá kl. 12 til 16
Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík
575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230
ALLIR INNFLUTTIR
OG ÞJÓNUSTAÐIR
AF UMBOÐI
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
14°
14°
13°
15°
16°
15°
15°
13°
16°
17°
23°
22°
17°
15°
24°
15°
28°
17°
13
3 8
8
11
3
7
9Á MORGUN
8-15 m/s NA-til annars
3-8 m/s
LAUGARDAGUR
5-13 m/s, hvassast á
Vestfjörðum
2
3 4
3
4
9
4
5
3
6
6
12
6
4
6
10
6
8
12
10
3 4
5
10
HÆGARI OG HLÝRRI
Eftir tvo hvassa daga
lægir nú loksins.
Samhliða því má
reikna með að
hitastígið nái töluvert
hærra upp að deg-
inum en verið hefur
og í dag á ég von á
hita á bilinu 2-14 stig
á landinu, hlýjast í
uppsveitum á Suður-
og Suðausturlandi.
Á morgun og hinn
verður vindasamt á
Vestfjörðum.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
Ritstjóri Jótlandspósts víkur
Carsten Juste, ritstjóri Jótlandspósts-
ins danska, hefur boðað að hann
muni brátt víkja sæti fyrir nýjum
ritstjóra. Enn liggur þó ekki fyrir hver
sá verður. Jafnframt hefur Flemming
Rose, menningarritstjóri blaðsins,
hætt störfum, en „Múhameðsteikn-
ingafárið“ mæddi mest á honum.
DANMÖRK
Ferðamenn farast í bátaslysi
Talsmaður norsku strandgæslunnar
staðfesti í gær að fjórir þýskir ferða-
menn hefðu fundist látnir eftir að báti
sem þeir höfðu leigt til sjóstangveiði
hvolfdi undan ströndinni við bæinn
Bessaker í Syðri-Þrændalögum.
NOREGUR
Árni endurkjörinn
Árni Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, var endur-
kjörinn í stjórn Greenpeace Nordic
til næstu þriggja ára á aðalfundi
Greenpeace Nordic í Stokkhólmi um
síðustu helgi.
UMHVERFISMÁL
GENGIÐ 30.04.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
149,1537
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
74,38 74,74
146,23 146,95
115,49 116,13
15,474 15,564
14,470 14,556
12,332 12,404
0,7131 0,7173
120,64 121,36
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ALÞINGI „Þótt talsvert hafi borið í
milli í lýsingum aðila var fundur-
inn upplýsandi,“ sagði Birgir
Ármannsson, formaður allsherj-
arnefndar Alþingis, eftir fund
nefndarinnar í gær um átökin sem
urðu í Norðlingaholti síðasta vetr-
ardag.
Fulltrúar lögreglu, dómsmála-
ráðuneytis og mótmælenda komu
á fundinn. Fóru þeir yfir atburða-
rásina frá sínum sjónarhóli og
svöruðu spurningum nefndar-
manna.
Jón Magnússon, Frjálslynda
flokknum, fór fram á að nefndin
óskaði eftir myndskeiðum sjón-
varpsstöðvanna af atburðum og
kveðst Birgir reikna með að það
verði gert á næstunni.
Birgir segir að nefndin muni
ekki skila áliti eða komast að nið-
urstöðu í málinu, það sé ekki í
hennar verkahring. Hvað sem því
líði sé það sín skoðun að atburða-
rás og aðstæður á vettvangi hafi
gefið tilefni til harðari lögregluað-
gerða en Íslendingar eigi að venj-
ast.
- bþs
Fulltrúar lögreglu og mótmælenda gengu á fund allsherjarnefndar Alþingis í gær:
Nefndin skoði upptökur af átökunum
SJÓNARHÓLL LÖGREGLU Yfirmenn
lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Hörður
Jóhannesson og Stefán Eiríksson, fyrir
allsherjarnefnd Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA