Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 30
[ ]Hlaupaskóna má fara að draga fram í vorveðrið. Æfið ykkur samt í að stökkva yfir snjóskaflana sem leynast enn þá víða um land. Stórsýningin Heilsa, húð og hár 2008 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind um helg- ina, en sýningin er sú fyrsta sem leiðir saman fyrirtæki á sviði hefðbundinna og óhefðbund- inna heilsulausna. „Einkennisstef sýningarinnar er: Heilsan er okkar dýrmætasta eign,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, útgefandi og sýningarstjóri, sem fengist hefur við fjölbreytt sýninga- og ráðstefnuhald á annan áratug. „Í dag er flestum mjög umhugað um góða heilsu og heilbrigt útlit og á sýningunni í Vetrargarðinum geta gestir fengið heildarsýn á flest það sem tengist heilsu, hreysti og fegurð, en alls sýna um fjörutíu fyrirtæki úr öllum heilsugeiranum vörur sínar og þjónustu,“ segir Ólafur sem gefur út tímaritin Lyfjatíðindi, sem er fagrit lækna og lyfjafræðinga, og Í apótekinu, sem er heilsurit fyrir almenning. „Það kemur á óvart hversu mörg íslensk fyrirtæki eru í fararbroddi og þau gera stórkostlega hluti í sambandi við húðvörur, en á sýningunni verða bæði hefðbundin lyfjafyrirtæki með klínískar húðvörur, sem og minni fyrirtæki sem framleiða húðvörur úr íslenskri náttúru og koma víða að af landinu. Það hefur orðið gífurleg heilsu- vakning hjá almenningi, sem skilar sér í vaxandi áhuga og eftirspurn eftir sem fjölbreyttustu lausnum og úrræðum,“ segir Ólafur sem á sýningunni í Vetrargarðinum býður upp á veglega fyrirlestraskrá með fjölda fyrirlestra á sviði heilsu og fegurðar. „Á laugardaginn eru spennandi fyrirlestrar um „þriðja tannsettið“ svokallaða, Feng Shui, fótasveppi, blómadropa, undur Dauðahafsins, snyrtivörur sem efla heilbrigði húðar og Ayurveda-fræði lífsins, en þar er fyrirlesari hinn heimsþekkti jógi, Karta Purkh Singh Khalsa. Og á sunnudaginn verða fyrirlestrar um gjafir jarðar, ómælda heilsu með Young Living, Mirandas-húðvörurnar, nýjan eyrnanálastunguskóla á Íslandi og markvissa þjálfun í íþróttum með hjálp fæðubótarefna, en þar er fyrirlesari Ásgeir Jónsson, fjallamaður og járnkarl, sem tekið hefur þátt í tveimur Iron Man-keppnum, sem þykja þær erfiðustu í heimi,“ segir Ólafur sem hvetur alla sem hafa áhuga á heilsusamlegum lífsstíl að fjölmenna í Vetrargarðinn um helgina. Heilsa, húð og hár 2008 er opin almenningi frá klukkan 11 til 18.30 báða dagana. Aðgangur er ókeypis. thordis@frettabladid.is Heilsan dýrmætust eigna Meðal þess sem finna má á sýningunni eru blómadropar og smyrsl sem fram- leidd eru hér á landi. Ólafur M. Jóhannesson við flygilinn heima, en undanfarna sex mánuði hefur hann unnið með íslenskum heilsu- og snyrtifyrirtækjum að stórsýningunni Heilsa, húð og hár 2008. ÓSLÖKKVANDI LÖNGUN Í TILTEKNAR FÆÐUTEGUNDIR ER ALGENGARI MEÐAL ÓFRÍSKRA KVENNA NÚ EN KYNSLÓÐ- ANNA Á UNDAN. Í nýrri netkönnun kemur fram að þrír fjórðu ófrískra kvenna upplifa sterka þrá í fleira en mat á meðgöngunni, í samanburði við 30 prósent kvenna fyrir fimm áratug- um. Meðal þess sem barnshafandi konur nú upplifa er óslökkvandi löngun í kol, leðju, gúmmí, aur, sápu, tann- krem og svampa, en ís og súkkulaði er einnig sívinsælt. Könnunin var gerð af gurgle.com og náði til 2.231 konu með barni. Sem fyrr trónaði súkkulaði á toppnum, en fast á hæla þess kom rjómaís, sætindi, kryddaður og súrs aður matur, suðrænir ávextir, karrí, kleinuhring- ir, hnetusmjör, kartöflur og hnetur. Flestar börðust hinar óléttu við löngun í fleira en eitt á sama tíma, en algeng- asta blandan er súrsaður matur og hnetusmjör, túnfiskur og bananar, ásamt steiktu eggi með myntusósu. Mestrar löngunar varð vart seint á daginn og á kvöldin. Segja næringarfræðingar að fleiri konur nú upplifi þrá í ákveðnar fæðutegundir vegna fjölbreyttara fæðufram- boðs, og að þörf fyrir hluti sem ekki megi innbyrða teng- ist lykt og áferð, fremur en bragði. Þeir bæta við að óslökkvandi löngun í tilteknar fæðutegundir á meðgöngu sé eðlileg og sjaldnast áhyggjuefni gæti konan þess að borða fjölbreytt og næringarríkt fæði á meðgöngu. - þlg Óslökkvandi löngun eykst Suðrænir ávextir, karrí, rjómaís og hnetur eru meðal þess sem ófrískar konur geta illa neitað sér um á meðgöngu. NORDICPHOTOS/GETTY V o ttað 100% lífræ nt Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Sex vikna námskei› hefjast 5. maí. Mánudaga, mi›vikudaga og föstudaga kl. 6.30 e›a 12.05. A›gangur a› tækjasal fylgir. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡r sjúkrafljálfari Sólborg Björg Klementsdóttir sjúkrafljálfari B.Sc. hefur hafi› störf hjá okkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Líkamsmeðferð • Andlitsmeðferð • Hljóðbylgjumeðferð • Nudd www.ultra.is Opið mánud. - föstud. 7-19 laugardaga 11-16 Lokað 1.maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.