Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 16
16 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ - ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR VERKAFÓLKS Í dag er alþjóðlegur bar- áttudagur verkafólks. Að venju stendur verkalýðs- hreyfingin fyrir kröfugöng- um og útifundum víða um land. Í Reykjavík verður gengið niður Laugaveg og haldinn fundur á Ingólfs- torgi. Þar verða kröfur hreyfingarinnar tíundað- ar, Sprengjuhöllin flytur tónlist og Gísli Einarsson fréttamaður fer með gam- anmál. Slík dagskrá hefði ekki þótt við hæfi í árdaga verkalýðshreyfingarinnar, en þá þótti þessi dagur ekk- ert gamanmál. Frakkar eru upphafsmenn þessa frídags og þing evrópskra verka- lýðshreyfinga samþykkti árið 1889 að þessi dagur yrði alþjóðlegur frí- dagur verkafólks. Frakkar vildu að dagurinn yrði notaður til fjölda- funda þar sem kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur yrði fylgt eftir. Dagurinn og dag- skráin eiga því ríkar rætur í hefð- inni. Dagsetningin er heldur engin til- viljun. Að heiðnum sið var 1. maí oft frídagur og var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og upphaf sumars og kirkjan helgaði daginn heilagri Valborgu. Hefð var því fyrir hátíðarhöldum þennan dag. Á Íslandi var í fyrsta sinn gengin kröfuganga 1. maí árið 1923. Á fyrstu árum göngunnar var oftast safnast saman við Bárubúð, þar sem Ráðhúsið stendur í dag, og gengið fylktu liði um bæinn og endað á Austurvelli. Kjörorð voru hrópuð: „Lifi heimsbyltingin!“ og „Burt með íhaldsbraskið!“ og að lokum haldin ávörp á Austurvelli. Dagurinn er alþjóðlegur og til marks um það syngja menn Alþjóðasöng verkalýðsins. Inter- nationalinn, eða nallinn, er enn kyrjaður á útifundum víða um land og „boða kúgun ragnarök“ líkt og segir í íslenskri þýðingu. Íslending- ar sjálfir eignuðust sitt baráttu- kvæði þegar Halldór Laxness flutti Maístjörnuna á útifundi þann 1. maí. Ekki er endilega víst að skóla- börn viti að fáni „okkar framtíðar- lands“ sem sungið er um, sé rauður fáni kommúnismans. Verkalýðshreyfingin barðist lengi fyrir því að dagurinn yrði gerður að lögbundnum frídegi, en það náðist ekki í gegn fyrr en árið 1972. Voru Íslendingar þar talsvert á eftir nágrannalöndum sínum, en nefna má að í Svíþjóð varð dagur- inn frídagur árið 1938. Ekki hafa allir ætíð verið á eitt sáttir með forystu verkalýðsins og um og upp úr 1970 kom upp hreyf- ing fólks sem vildi ganga lengra. Fylkingin, í samstarfi við ýmis and- ófsöfl, félaga úr BSRB og ýmsa rót- tæka hópa innan ASÍ og Dagsbrún- ar, blés til kröfugerðar undir heitinu „rauð verkalýðseining“. Á þessum árum voru til ýmsir hópar yst til vinstri og oftar en ekki gekk þeim illa að starfa saman. Á meðan Fylkingin og fleiri stóðu fyrir rauðri verkalýðseiningu stóðu Trotsky-istar fyrir dagskrá undir heitinu „Rauður 1. maí“. Birna Þórðardóttir var ötul í starfi Fylkingarinnar. „Við vildum ganga mun lengra í kjarabaráttu fyrir launafólk en verkalýðshreyf- ingin. Þá töldum við einnig að verkalýðsbarátta væri alþjóðleg og við vildum ekki bara einblína á þessar sjómílur í kringum landið,“ segir Birna. „Við vorum á móti öllum hernaði, aðild Íslands að Nató og lögðum mikið upp úr alþjóðlegri vitund og samstöðu. Þá vó mjög þungt á vog- arskálunum hjá okkur að berjast fyrir því að lægstu laun yrðu hækk- uð verulega. Við töldum ýmsa aðra hópa geta séð um sig sjálfa.“ Staða kvenna var félögum rauðr- ar verkalýðseiningar hugleikin. Nokkrum árum síðar urðu til sam- tökin Samstaða um stöðu kvenna á vinnumarkaði, og settu þau svip sinn á 1. maí, með kröfum um jafn- rétti. Í seinni tíð hefur færst í vöxt að alls kyns hópar standi fyrir mót- mælum á baráttudegi verkalýðsins. Anarkistar, Félagið Ísland Palest- ína, menntaskólanemar; fjöldi fólks hefur gengið undir fánum og barist fyrir kröfum sínum. Í raun má segja að dagurinn hafi orðið almennur baráttudagur, ótengdur verkalýðshreyfingunni. Mikil umræða skapast reglulega um gildi dagsins í nútímanum. Þær raddir hafa heyrst sem segja dag- inn úreltan, að í stað baráttudags eigi að halda hátíð þar sem fólk skemmtir sér og stungið hefur verið upp á Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum sem vettvangi. kolbeinn@frettabladid.is Baráttudagur verkafólks í 120 ár KRÖFUGANGA 1924 Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga 1. maí á Íslandi. Hér má sjá göngumenn árið 1924 við Austurvöll með kjörorð sín: „Fátækralögin eru svívirða!“ „Friðurinn ríki, hervaldsstjórnin víki!“ „Fátækt er enginn glæpur!“ „Enga ríkislögreglu!“ „Elliheimili handa uppgefnu fólki!“ LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/INGIMUNDUR SVEINSSON 1974 Námsmenn, líklega iðnnemar, kynna kröfur sínar. Sjá má að menntaskólar fengu ríflega þrefalt hærra framlag en iðnskólar á fjárlögum. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ RAUÐSOKKUR Kvennabaráttan hefur sett svip sinn á 1. maí. Hér ganga rauðsokkur með rauðar sokkabuxur árið 1973. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Sjöfn Ingólfsdóttir hefur farið í kröfugöngu á þessum degi síðustu 43 ár, „nema 1961, en þá gekk ég með son minn,“ segir Sjöfn. Hún segir að 1. maí hafi alls ekki misst gildi sitt sem baráttudagur. „Nei, síður en svo. Mér finnst þetta baráttu- og hátíðis- dagur og hreint ekki tilgangslaus. Mér finnst þessar göngur hafa verið glæsilegar og það er gott að nú ætli menn að ganga Lauga- veginn aftur. Auðvitað má breyta út af vananum með einhverjum uppákomum, en mér sýnist þetta vera að glæðast úti um allt land. Mikill fjöldi mætir í gönguna, eða samkomur, og fer svo í 1. maí kaffi hjá verkalýðsfélögunum.“ Sjöfn segir að sér finnist að dagurinn eigi að vera frídagur. „Mér finnst óþarflega mikið um að fólk þurfi að vinna á þessum degi og finnst að fólk eigi að fá frí. Þeir sem gæta lífs okkar og lima þurfa nátt- úrulega að vinna, en ég lifi daginn alveg af þótt ég komist ekki í sund. Ég tek ofan fyrir þeim sem auglýsa að þeir hafi lokað. Mér finnst þetta dagur verkalýðsins og vil halda hann hátíðlegan áfram.“ GENGIÐ Í FJÖRUTÍU OG ÞRJÚ ÁR SJÖFN ING- ÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.