Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 58
38 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Leikarinn Mel Gibson ætlar að
fara með aðalhlutverkið í sinni
fyrstu kvikmynd síðan 2002.
Myndin nefnist Edge of Darkness
og er byggð á breskri sjónvarps-
þáttaröð frá árinu 1985.
Gibson lék síðast í myndunum
Signs og We Were Soldiers. Árið
2004 leikstýrði hann síðan hinni
umdeildu The Passion of the
Christ og tveimur árum síðar
Apocalypto. Síðarnefnda myndin
kom út skömmu eftir að Gibson
var handtekinn fyrir ölvunarakst-
ur og við það tækifæri hrópaði
hann ókvæðisorðum að lögregl-
unni. Baðst hann afsökunar á
hegðun sinni og fór í áfengismeð-
ferð. Síðan þá hefur Gibson haft
sig lítið í frammi þar til nú.
Gibson loks í nýrri mynd
> KARLKYNS BRÚÐARMÆR
Stjarna sjónvarpsþáttanna Grey‘s
Anatomy, Patrick Dempsey, fer með
aðalhlutverkið í kvikmyndinni Made
of Honor. Dempsey leikur þar hinn
lánlausa piparsvein sem kemst að
því að ástin í lífi hans ætlar að
kvænast Skota. Hann reynir
því af öllum mætti að koma í
veg fyrir það.
Robert Downey Jr. virðist
loksins vera búinn að finna
sig á nýjan leik eftir erfið
og mögur ár í klóm eitur-
lyfjanna. Nýjasta kvikmynd
hans, Iron Man, hefur feng-
ið frábæra dóma.
Glöggir lesendur Fréttablaðsins
tóku eftir því að kvikmyndagagn-
rýnandi blaðsins, Vignir Jón Vign-
isson, gaf Iron Man fjórar stjörn-
ur af fimm í gær og lét þess getið
að Robert Downey væri frábær í
hlutverki vísindamannsins Tonys
Sparks. Aðdáendur leikarans hafa
beðið lengi eftir því að hann fengi
úr einhverju alvöru hlutverki að
moða og nú virðist sem þessi
gamla ´80 hetja hafi loks fengið
uppreisn æru.
Leiklistin í genunum
Einhvern veginn lá það alltaf fyrir
að Downey legði leiklistina fyrir
sig. Faðir hans og alnafni var leik-
stjóri, handritshöfundur og kvik-
myndatökumaður sem fékkst aðal-
lega við sjálfstæða kvikmyndagerð
með góðum árangri. Móðir
Downeys, Elsie, var efnilegur
dansari og söngkona og Downey
því í blóð borið að reyna fyrir sér í
skemmtanabransanum.
Níundi áratugurinn færði
Downey gull og græna skóga og
orðspor hans náði hæstu hæðum
fyrir frammistöðuna í Less Than
Zero. Ef marka má nýleg orð sem
leikarinn lét falla virðist eitur-
lyfjafíknin þá hafa verið farin að
gera vart við sig en Less than Zero
varð þess valdandi að hann fór
endanlega yfir strikið og neytti
kókaíns eins og hverrar annarrar
fæðu. En Hollywood er slétt sama
þótt menn dópi og djúsi svo lengi
sem það ratar ekki á forsíður dag-
blaðanna. Downey virtist hafa
endalausa orku og fór á kostum
sem Charlie Chaplin í hinni þó
misjöfnu mynd um gamanleikar-
ann goðsagnakennda. Tíundi ára-
tugurinn virtist ætla að reynast
Downey vel og kvikmyndir á borð
við Only You, Natural Born Kill-
ers og Restoration hlutu allar náð
fyrir augum gagnrýnenda og kvik-
myndahúsagesta.
Eiturlyfjafíknin rústar allt
En 1997 fór að halla undan fæti
hjá Downey og eiturlyfjafíknin
náði heljargreipum. Í ágúst það
sama ár var leikarinn handtekinn
fyrir að hafa misst af lyfjaprófi og
þær voru ófáar „mugshots“-mynd-
irnar sem birtust af honum í blöð-
um vestanhafs næstu árin. Kvik-
myndaborgin lokaði dyrum sínum
fyrir leikaranum sem fékk úr litlu
að moða.
Downey ákvað því í upphafi
þessarar aldar að fara í gegnum
þekktar bakdyr að upprisu ferils
og tók að sér hlutverk í sjónvarps-
þáttunum Ally McBeal. Frammi-
staða hans á skjánum þótti hífa
þetta lögfræðidrama upp úr með-
almennskunni og Downey hlaut
tilnefningu til Emmy-verðlauna.
En leikarinn gat ekki hamið fíkn
sína í eiturlyfin og undir lok þátta-
raðarinnar var hann rekinn vegna
kókaínneyslu. Dómari í Kaliforníu
dæmdi hann til árs betrunarvistar
auk þess sem hann hlaut þriggja
ára skilorðsbundinn dóm.
Og það var ekki fyrr en 2005 að
Downey sneri aftur fyrir alvöru á
hvíta tjaldið með kvikmyndinni
Gothika, arfaslakri hryllingsmynd
með Halle Berry. Sagan segir hins
vegar að framleiðandi myndarinn-
ar, Joel Silver, hafi haldið aftur
fjörutíu prósentum af launum
hans sem tryggingu fyrir því að
hann myndi ekki hrynja í það á
nýjan leik. Aðrir framleiðendur
hafa leikið sama leik að undan-
förnu en Downey kippir sér lítið
upp við það. Árið 2005 reyndist
Downey hins vegar happadrjúgt
og kvikmyndatilboðin hafa eigin-
lega komið á færibandi síðan þá;
Kiss, Kiss, Bang, Bang, Good
Night and Good Luck og Zodiac.
Framhaldið gefur það til kynna
að ekkert lát verði á nýlegri og
allsgáðri velgengni Downeys.
Næsta hlutverk hans í gaman-
myndinni Tropic Thunder er þegar
farið að vekja umtal enda Downey
bæði svartur og nánast óþekkjan-
legur. Sem er kannski lýsandi
fyrir upprisu Roberts Downey.
- fgg
Upprisa Roberts Downey
KUNNUGLEG SJÓN Robert Downey var
oft á forsíðum slúðurblaðanna. Ekki var
það þó fyrir leik heldur eiturlyfjaneyslu
og aðra misjafna hegðun.
FER Á KOSTUM Robert Downey Jr. þykir stórskemmtilegur í hlutverki vísindamannsins Tonys Sparks enda hæg heimatökin;
Sparks er bæði drykkfelldur og kvensamur.
„Ég reyni að fara á mikilvægar hátíðir en ekki allar enda
væri það kannski aðeins of mikið af ferðalögum,“ segir Ari
Kristinsson, leikstjóri Duggholufólksins. Barnamyndin hefur
rakað til sín verðlaunum á kvikmyndahátíðum og hlaut
meðal annars aðalverðlaunin á norsku barnamyndahátíðinni
í Kristianssand. Þar var það CIFEJ-dómnefndin sem valdi
íslensku barnamyndina úr hópi sextíu kvikmynda. CIFEJ eru
alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1955 og hafa það að
markmiði sínu að koma á framfæri myndum fyrir börn og
unglinga.
Ari segir þessi verðlaun vera ákaflega mikilvæg, þau
auðveldi alla sölumöguleika og opni dyr fyrir nýjum
möguleikum. Ari er nú á leiðinni til Cannes þar sem hann
hyggst kynna myndina fyrir áhugasömum kaupendum.
„Við höfum fengið boð á yfir tuttugu kvikmyndahátíðir og
þetta hefur því gengið mjög vel,“ segir Ari.
Og leikstjórinn ætlar einnig að nýta sér meðbyrinn sem
Duggholufólkið hefur nú. Síðast liðu tíu ár á milli mynda en
Ari er þegar farinn að leggja drög að næstu mynd en vill þó
ekki gefa neitt upp að svo stöddu. „Ég er svo hjátrúarfullur
að ég vil það helst ekki. En ég get þó staðfest að ég ætla að
fara strax af stað með næstu mynd á næsta ári.“
- fgg
Dugguholufólkinu boðið á tuttugu hátíðir
VELGENGNI Dugguholufólk Ara Kristinssonar hefur farið sigurför á
barnamyndahátíðum í Noregi og Kanada.
MEL GIBSON Gibson fer með aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Edge of Darkness.