Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 13 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 574 5.212 -0,08% Velta: 8.181 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,28 -0,95% ... Bakkavör 35,85 -6,88% ... Eimskipafélagið 21,65 -2,26% ... Exista 11,99 -1,80% ... FL Group 6,47 +0,94% ... Glitnir 17,05 +2,71% ... Icelandair Group 21,70 -1,81% ... Kaupþing 853,00 +0,35% ... Landsbankinn 29,90 -0,33% ... Marel 89,70 +0,00% ... SPRON 4,97 -1,78% ... Straumur- Burðarás 12,79 -0,85% ... Teymi 3,72 +0,00% ... Össur 97,00 -1,62% MESTA HÆKKUN GLITNIR +2,71% SKIPTI +2,11% FL GROUP +0,94% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -6,88% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -2,26% FØROYA BANKI -2,08% Umsjón: nánar á visir.is „Þetta tekur lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um vinnu til að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans. Ummælin féllu í þættinum Ísland í dag. Geir sagði að ýmislegt hefði þegar verið gert, en enn hefði ekki verið gengið frá stækkun gjald- eyrisforðans. Hann nefndi engar tímasetningar í þessu sambandi. Gjaldeyrisforðinn er nú um 220 milljónir króna. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur sagt að gjaldeyrisforðann megi tvöfalda. - ikh Tafir við styrkingu gjald- eyrisforðans GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra segir að það taki lengri tíma að styrkja gjald- eyrisforðann en menn hugðu. „Gengisþróun íslensku krónunnar hefur verið okkur afar óhagstæð og þrátt fyrir gengisvarnir félags- ins skýrir veiking krónunnar tapið sem er á tímabil- inu. Fram undan eru krefjandi tímar fyrir stjórn- endur og starfs- fólk þar sem búast má við almennt minnkandi eftir- spurn á Íslandi vegna þróunar efnahagsmála,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, móð- urfélags Símans. Félagið tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins, enda þótt sala hafi aukist um 1,5 milljarða króna. Fjármagnsgjöld námu 5,5 milljörðum, þar af nam gengistapið 4,4 milljörðum. - ikh Tap á Skiptum á fyrsta fjórðungi BRYNJÓLFUR BJARNASON Hagnaður Straums-Burðaráss á fyrsta ársfjórðungi nam 22,3 millj- ónum evra eða tæpum 2,6 millj- örðum króna. Á sama tíma í fyrra var 600.000 evra tap á rekstrin- um. William Fall, forstjóri Straums, segir gleðiefni að hafa náð hagn- aði á erfiðum tímum á fjármála- mörkuðum, fjárhagsstaða bank- ans sé traust, eiginfjárhlutfallið 21,4 prósent og skuldsetning hóf- leg. Arðsemi eigin fjár bankans var 5,9 prósent á fjórðungnum og námu heildareignir í marslok 8,0 milljörðum evra (932 milljörðum króna), samanborið við 7,1 millj- arð evra (827 milljarða króna) um áramót. - óká Högnuðust um 2,6 milljarða „Uppgjörið sýnir getu bank- ans til að bregðast hratt við breyttum markaðsaðstæð- um,“ sagði Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri Kaup- þings, við kynningu á uppgjöri bankans á fyrsta fjórðungi ársins. Kaupþing hagnaðist um tæpa nítján milljarða króna eftir skatta. Hagnaður á sama fjórðungi í fyrra nam rúmum tuttugu milljörðum. Rekstrarkostnaður bank- ans lækkaði um sautján prósent, í evrum mælt, miðað við sama fjórðung í fyrra, en jókst hins vegar um fimmtung, þegar hann er reiknaður í krónum. Vaxtatekjur bankans jukust um tæpan þriðjung milli ára, en þóknanatekjur drógust saman um ríflega ellefu prósent. Gengishagnaður Kaup- þings á fyrsta fjórðungi nam tæpum tíu milljörðum króna, og dróst hann saman um 28 prósent frá fyrsta fjórðungi síðasta árs. „Almenn gæði eigna bank- ans eru góð þrátt fyrir að afskriftir aukist milli árs- fjórðunga. Í núverandi markaðsumhverfi er sérlega mikilvægt að tekist hefur að verja sterka lausafjárstöðu bankans og verður það sem fyrr höfuðmarkmið stjórn- enda. Við erum undir það búin að núver- andi ástand á mörkuðum geti varað í tölu- vert langan tíma en teljum verkefnastöðu og horfur viðunandi þrátt fyrir það.“ - ikh Rekstrarkostnaður lækkar HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON SPRON tapaði 8,4 milljörðum millj- örðum króna á fyrsta fjórðungi 2008, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður 4,7 milljörðum króna. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir afkomuna markaða af erfiðu ástandi sem ríkt hafi á fjármálamörkuðum. Hann segir það versta virðast að baki á hluta- bréfamarkaði og bendir á að verð- mæti fjárfestinga SPRON hafi auk- ist það sem af er öðrum fjórðungi. Fram kemur að eiginfjárhlutfall SPRON samstæðunnar hafi verið 14,1 prósent í lok fjórðungsins og að endurfjármögnun sé lokið fyrir árið 2008. Þá sé tryggt aðgengi að lausafé fram til ársins 2010. - óká Lausafé tryggt til ársins 2010 Vinningur í hverri viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.