Fréttablaðið - 01.05.2008, Side 13
FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 13
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 574
5.212 -0,08% Velta: 8.181 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,28 -0,95% ... Bakkavör
35,85 -6,88% ... Eimskipafélagið 21,65 -2,26% ... Exista 11,99 -1,80%
... FL Group 6,47 +0,94% ... Glitnir 17,05 +2,71% ... Icelandair Group
21,70 -1,81% ... Kaupþing 853,00 +0,35% ... Landsbankinn 29,90
-0,33% ... Marel 89,70 +0,00% ... SPRON 4,97 -1,78% ... Straumur-
Burðarás 12,79 -0,85% ... Teymi 3,72 +0,00% ... Össur 97,00 -1,62%
MESTA HÆKKUN
GLITNIR +2,71%
SKIPTI +2,11%
FL GROUP +0,94%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR -6,88%
EIMSKIPAFÉLAGIÐ -2,26%
FØROYA BANKI -2,08%
Umsjón: nánar á visir.is
„Þetta tekur lengri tíma en við
gerðum ráð fyrir,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra um
vinnu til að styrkja gjaldeyris-
forða Seðlabankans.
Ummælin féllu í þættinum
Ísland í dag.
Geir sagði að ýmislegt hefði
þegar verið gert, en enn hefði ekki
verið gengið frá stækkun gjald-
eyrisforðans. Hann nefndi engar
tímasetningar í þessu sambandi.
Gjaldeyrisforðinn er nú um 220
milljónir króna.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri
hefur sagt að gjaldeyrisforðann
megi tvöfalda. - ikh
Tafir við
styrkingu gjald-
eyrisforðans
GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra segir
að það taki lengri tíma að styrkja gjald-
eyrisforðann en menn hugðu.
„Gengisþróun íslensku krónunnar
hefur verið okkur afar óhagstæð
og þrátt fyrir gengisvarnir félags-
ins skýrir veiking
krónunnar tapið
sem er á tímabil-
inu. Fram undan
eru krefjandi
tímar fyrir stjórn-
endur og starfs-
fólk þar sem búast
má við almennt
minnkandi eftir-
spurn á Íslandi
vegna þróunar
efnahagsmála,“ segir Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Skipta, móð-
urfélags Símans.
Félagið tapaði 3,6 milljörðum
króna á fyrsta fjórðungi ársins,
enda þótt sala hafi aukist um 1,5
milljarða króna. Fjármagnsgjöld
námu 5,5 milljörðum, þar af nam
gengistapið 4,4 milljörðum. - ikh
Tap á Skiptum á
fyrsta fjórðungi
BRYNJÓLFUR
BJARNASON
Hagnaður Straums-Burðaráss á
fyrsta ársfjórðungi nam 22,3 millj-
ónum evra eða tæpum 2,6 millj-
örðum króna. Á sama tíma í fyrra
var 600.000 evra tap á rekstrin-
um.
William Fall, forstjóri Straums,
segir gleðiefni að hafa náð hagn-
aði á erfiðum tímum á fjármála-
mörkuðum, fjárhagsstaða bank-
ans sé traust, eiginfjárhlutfallið
21,4 prósent og skuldsetning hóf-
leg. Arðsemi eigin fjár bankans
var 5,9 prósent á fjórðungnum og
námu heildareignir í marslok 8,0
milljörðum evra (932 milljörðum
króna), samanborið við 7,1 millj-
arð evra (827 milljarða króna) um
áramót. - óká
Högnuðust um
2,6 milljarða
„Uppgjörið sýnir getu bank-
ans til að bregðast hratt við
breyttum markaðsaðstæð-
um,“ sagði Hreiðar Már Sig-
urðsson, forstjóri Kaup-
þings, við kynningu á
uppgjöri bankans á fyrsta
fjórðungi ársins.
Kaupþing hagnaðist um
tæpa nítján milljarða króna
eftir skatta. Hagnaður á
sama fjórðungi í fyrra nam
rúmum tuttugu milljörðum.
Rekstrarkostnaður bank-
ans lækkaði um sautján prósent, í evrum
mælt, miðað við sama fjórðung í fyrra, en
jókst hins vegar um fimmtung, þegar hann
er reiknaður í krónum.
Vaxtatekjur bankans jukust um tæpan
þriðjung milli ára, en þóknanatekjur
drógust saman um ríflega
ellefu prósent.
Gengishagnaður Kaup-
þings á fyrsta fjórðungi nam
tæpum tíu milljörðum króna,
og dróst hann saman um 28
prósent frá fyrsta fjórðungi
síðasta árs.
„Almenn gæði eigna bank-
ans eru góð þrátt fyrir að
afskriftir aukist milli árs-
fjórðunga. Í núverandi
markaðsumhverfi er sérlega
mikilvægt að tekist hefur að
verja sterka lausafjárstöðu bankans og
verður það sem fyrr höfuðmarkmið stjórn-
enda. Við erum undir það búin að núver-
andi ástand á mörkuðum geti varað í tölu-
vert langan tíma en teljum verkefnastöðu
og horfur viðunandi þrátt fyrir það.“ - ikh
Rekstrarkostnaður lækkar
HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON
SPRON tapaði 8,4 milljörðum millj-
örðum króna á fyrsta fjórðungi
2008, samkvæmt uppgjöri sem birt
var í gær. Á sama tíma í fyrra nam
hagnaður 4,7 milljörðum króna.
Guðmundur Hauksson, forstjóri
SPRON, segir afkomuna markaða
af erfiðu ástandi sem ríkt hafi á
fjármálamörkuðum. Hann segir
það versta virðast að baki á hluta-
bréfamarkaði og bendir á að verð-
mæti fjárfestinga SPRON hafi auk-
ist það sem af er öðrum fjórðungi.
Fram kemur að eiginfjárhlutfall
SPRON samstæðunnar hafi verið
14,1 prósent í lok fjórðungsins og
að endurfjármögnun sé lokið fyrir
árið 2008. Þá sé tryggt aðgengi að
lausafé fram til ársins 2010. - óká
Lausafé tryggt
til ársins 2010
Vinningur í hverri viku