Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 45 Ice er listamannsnafn rapparans Soffíu Jónsdóttur. Interrail er henn- ar fyrsta plata og jafnframt fyrsta platan sem íslenskur kvenrappari sendir frá sér. Soffía skrifar text- ana sína sjálf, en á meðal þeirra sem eiga takta á plötunni eru Ear- max og Fonetik Simbol. Soffía hefur fína rödd og ágætt flæði. Textarnir eru nokkuð mis- jafnir en Ice rappar bæði á íslensku, sænsku, ensku og frönsku. Það eru nokkur fín lög á Interrail, t.d. God- islandet, Drottningar, Fallout og Hægar, en það vantar svolítið upp á heildarmyndina. Platan er of kraft- laus, það vantar meiri dýpt í hljóm- inn og það eru vonlaus lög inni á milli. Soffía er samt efnilegur rapp- ari sem heldur vonandi áfram að gera plötur. Trausti Júlíusson Efnilegur rappari TÓNLIST Interrail Ice ★★ Þrátt fyrir góða spretti eru lélegu lögin of mörg til að heildin sé viðunandi. Trommuleikarinn Bjössi í Mínus mun ekki spila með Egó á tónleikum á Nasa 17. maí. Í skarðið hleypur Arnar Geir Ómarsson sem hefur spilað töluvert með Bubba Morthens undanfarin ár. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að Bjössi myndi tromma með Egó en af óviðráðan- legum orsökum þurfti hann að hætta við það. Aðrir meðlimir Egó á Nasa verða, auk Bubba, þeir Jakob Smári Magnússon, Hrafn Thoroddsen og Bergþór Morthens, sem spilaði síðast með Egó á afmælistónleikum Bubba fyrir tveimur árum. Miðasala á tónleikana er hafin á midi.is og er miðaverð 2.500 krónur. Arnar Geir í stað Bjössa EGÓ Bubbi og félagar í Egó halda tón- leika á Nasa 17. maí. Nú styttist í stórtónleika Jet Black Joe. Bandið verður ásamt Gospelkór Reykjavíkur í Laugar- dalshöllinni föstudagskvöldið 16. maí. Vel gengur að selja inn á tónleikana, nú eru um þúsund miðar eftir. Tónleikarnir verða tvískiptir því Páll Rósinkranz mun einnig fara yfir sinn sólóferil með rokkhljómsveit og gospelkórnum. Seinni hlutinn er tileinkaður rokksveit Páls og Gunnars Bjarna. Reynt var að koma saman upprunalegri mynd Jet Black Joe án árangurs. Í staðinn spilar sú útgáfa bandsins sem troðið hefur upp síðustu árin með góðum árangri. Styttist í Jettara Stuttmyndin Auga fyrir auga verð- ur frumsýnd í Háskólabíói í dag en þar er á ferðinni mynd Árna Beinteins Árnasonar um flótta vandræðaunglingsins Gumma af upptökuheimili. Myndin er sjálf- stætt framhald myndarinnar Ekki er allt sem sýnist. Árni Beinteinn, sem er þrettán ára gamall, er leikstjóri og hand- ritshöfundur myndarinnar, klippir hana og semur tónlist, og leikur þar að auki tvö hlutverk í mynd- inni. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki langan feril innan leiklistarinnar og hefur bæði leik- ið á sviði og í kvikmyndum. Auga fyrir auga er tuttugu mín- útna löng. Sýningin í Háskólabíói, sem hefst klukkan 15, er öllum opin. Árni frumsýnir LEIKSTJÓRI MEÐ MEIRU Árni Beinteinn Árnason frumsýnir stuttmyndina Auga fyrir auga í Háskólabíói í dag, en hann er potturinn og pannan í allri gerð hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Um eitt þúsund manns gerðu sér ferð í Elko og BT í Skeifunni aðfaranótt þriðjudags til að festa kaup á tölvuleiknum Grand Theft Auto IV. Þetta gekk glimrandi vel. Þegar nördarnir koma saman er aldrei neitt þras,“ segir Sverr- ir Bergmann tölvuleikjagúrú. DJ Danni Deluxe, Dóri DNA og Bent héldu uppi góðri stemningu á þessari miðnæturopnun auk þess sem pitsur voru í boði fyrir gesti. Sverrir segir að leikurinn hafi fengið hæstu einkunn sem hann hafi vitað um til þessa, eða rúm- lega 99%. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé besti leikur sem hefur verið gerður,“ segir hann og hlær. Leikurinn er sá ellefti í Grand Theft Auto-seríunni og telst vera sá allra flottasti hingað til. Að sögn Sverris hefur einn leikur selst meira en Grand Theft Auto IV hérlendis á svo skömm- um tíma, eða Burning Crusade, sem er uppfærsla fyrir hasar- leikinn World of Warcraft. - fb Þúsund keyptu leik GRAND THEFT AUTO IV Ellefti leikurinn í seríunni fékk góðar viðtökur á miðnæt- uropnuninni. Stórsýning Fáks Laugardaginn 3. maí kl. 21:00. - Meðal stóðhesta sem koma fram. Stáli frá Kjarri, Auður, Arður og Alur frá Lundum II, Klerkur frá Bjarnanesi I, Ófeigur frá Þorláksstöðum, Funi frá Vindási og margir fleiri góðir. - Meðal hryssna sem koma fram. Lady frá Neðra-Seli, Hnota frá Garðabæ og Ösp frá Enni. - Ræktunarbússýningar - Dívurnar úr Húnaþingi - FT, Félag tamningarmanna - Hvanneyri - Skeiðkeppni - Landsmótsgæðingar 20 08 Forsala og miðapantanir eru á skrifstofu Fáks - sími 567 2166. Klerkur frá Bjarnanesi, knapi Lára Magnúsdóttir. Ófeigur frá Þorláksstöðum, knapi Atli Guðmundsson. Lady frá Neðra-Seli, knapi Daníel Jónsson. Auður frá Lundum II, knapi Jakob Sigurðsson. Stáli frá Kjarri, knapi Daníel Jónsson. h ö n n u n / a xe l jó n / í s le n s k ir h e s ta r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.