Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 29
[ ]Ruslafatan getur verið alveg jafnmikið stáss á heimilinu eins og hver annar vasi. Ruslafötur í skemmmtilegum litum gefa eldhúsinu sumarlegan blæ.
Það verður seint um Þórdísi
Jónsdóttur sagt að hún sé
sporlöt kona. Að minnsta kosti
ekki þegar um saumspor er að
ræða. Um það vitna púðarnir
hennar sem eru til sýnis til 6.
maí hjá Handverki og hönnun í
Aðalstræti 10.
„Þessi púðaáhugi minn vaknaði
þegar systir mín og frænka voru að
hanna veitingastaðinn Friðrik V að
innan. Þær báðu mig að sauma púða
í huggulegt horn setustofunnar og
þeir hafa vakið athygli,“ segir
Akureyringurinn Þórdís Jónsdóttir
spurð út í þá listgrein sína að sauma
púða. Hún er enginn viðvaningur í
saumaskapnum því um tíu ára skeið
kveðst hún hafa handbróderað í
flísföt ásamt mágkonu
sinni. Þau má sjá á
heimasíðunni www.
saumasmidjan.com.
„Ég hef alltaf verið að
sauma,“ segir hún.
„Ömmur mínar voru
miklar hannyrðakonur
og áhuginn smitaðist
yfir í mig enda finnst
mér ekkert veita af
að halda þessari
iðju við, þó ekki sé
nema til að vega
aðeins á móti tölvudýrkuninni í
þjóðfélaginu.“
Þórdís kveðst teikna mynstrin í
púðana sjálf. Þó hafi hugmyndin að
þeim fyrstu komið úr púðum ömmu
og afa. „Það sem er á sýningunni í
Handverki og hönnun saumaði ég
þó alveg eftir mínu höfði. Stundum
teikna ég grunn að mynstri sem
síðan breytist í
höndunum á mér
en oft byrja ég bara
á að stinga nálinni í
efnið og held af stað.
Ég á systur sem
stundar málaralist á
Ítalíu og mér finnst
hannyrðum og list-
málun svipa saman.“
Aðra systur kveðst
Þórdís eiga sem
sinni keramiki og henni
segist hún stundum lána hendur
sínar þegar mikið sé að gera. „Bróð-
ir minn er svo grafískur hönnuður
og hann bjó til gjafakort með púða-
myndum,“ segir hún og nefnir í
lokin að beðið hafi verið um verk
hennar á sýningu í Árbæjarsafni í
júlí. gun@frettabladid.is
Saumar eftir sínu höfði
Þórdís velur góð efni í púðana svo þeir
beri sig vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þórdís er iðin við hannyrðirnar og finnst ekki veita af að viðhalda útsaumshefðum á
þessari tölvuöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Straujfríir dúkar
FALLEGIR SPARIDÚKAR GETA SETT
STEMMNINGUNA Í ELDHÚSINU
EÐA Í STOFUNNI.
Margir spara að nota dúkana sína
því þeir eru hræddir um að það
hellist í þá, svo þarf yfirleitt að
strauja fínustu dúkana og maður
nennir því kannski ekki alltaf.
Nú eru samt til vaxdúkar í ótrú-
legustu gerðum. Til eru blúndu-
vaxdúkar sem gefa gamaldags
stemmningu, dúkar með nýtísku-
legum mynstrum og alls kyns dúkar
í barnaherbergin. Ef eitthvað gerist
er ekkert auðveldara en að strjúka
bara yfir með blautum klút. - kka
– ekki bara grill!
Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan
Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri
Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.isXEI
N
N
J
G
E
B
G
5
x4
0
1
Bowel Biotics+
Einstök formúla fyrir heilbrigði maga og ristils
- ráðlagt af meltingarlæknum og heilsusérfræðingum
Physillium Husk
Prebiotica Inulin FOS
Probiotics 5 tegundir
mjólkursýrugerla
Vinsælasta magaheilsuefnið
í Bretlandi og víðar
Ummæli íslenskra neytenda:
„Það besta og fljótvirkasta sem við höfum prófað”
Bowel Biotics+ Kids Sérstaklega
samsett svo hæfi meltingu barna
Fæst í apótekum og heilsubúðum Celsus
Þurrktæki lækkar rakastig
og kemur í veg fyrir
vöxt myglusveppa.
Burt með
myglusveppina
Er of hátt rakastig hjá þér?
Netverslun ishusid.is