Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 52
32 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorkell Páll Pálsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.00. Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir Jón Gunnar Þorkelsson Sigrún Haraldsdóttir Herdís Þorkelsdóttir Einar Einarsson Ágústa Þorkelsdóttir Ólafur H. Óskarsson Páll Vikar Þorkelsson Lilja Þorkelsdóttir Garpur Dagsson og afabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Sigmar Guðmundsson frá Sæfelli, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Böðvar Ingvars Halldórsson Halla Emilía Jónsdóttir Ásta Halldórsdóttir Jón Sighvatsson Ólafía Anna Halldórsdóttir Vigfús Guðmundsson Ingveldur Dagmar Halldórsdóttir Guðmundur Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Björnsdóttir læknir, Goðabyggð 11, Akureyri, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 23. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.30. Björn Sverrisson Aðalbjörg Sigmarsdóttir Ármann Sverrisson Kristín Sigurðardóttir Sólveig H. Sverrisdóttir Gunnar Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Sölvason Þórðarsveig 1, 113 Reykjavík, lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 26. apríl sl. Jarðarförin auglýst síðar. Edda Hrönn Hannesdóttir María Garðarsdóttir Theodór S. Friðgeirsson Elín Inga Garðarsdóttir Brynjar H. Jóhannesson Ríkey Garðarsdóttir Margrét Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Lúðrasveit verkalýðsins er virk blás- arasveit á höfuðborgarsvæðinu. Hún var stofnuð árið 1953 með það að markmiði að efla tónmennt verkalýðs- ins, leika á útifundum, spila í kröfu- göngum og öðrum samkomum sem skipulagðar voru af alþýðunni og til gamans má nefna að aldrei hafa verið greidd félagsgjöld og er frítt á alla tónleika sveitarinnar. Sveitin fagnar 55 ára afmæli á þessu ári. „Lúðrasveit verkalýðsins var undir stjórn Haralds Guðmundssonar í fyrstu og voru fyrstu tónleikarnir í maí árið 1953. Æfingahúsnæði sveit- arinnar var upphaflega skúr við húsið á Tjarnargötu 20. Árið 1962 flutti sveitin sig um set í MÍR-salinn að Þingholtsstræti. Þaðan fór sveitin að Vesturgötu 3. Tveimur árum seinna var flutt í Skipholtið en síðar festi lúðrasveitin kaup á efstu hæðinni í Skúlatúni 6 og er þar í dag,“ segir Ívar Baldvin Júlíusson, formaður Lúðra- sveitar verkalýðsins, sem annast dag- legan rekstur sveitarinnar, meðal annars með því að skipuleggja tón- leikahald, ásamt því að spila á klarín- ett með henni. En við það má bæta að verkalýðsfélögin hafa stutt við bakið á starfsemi sveitarinnar og sömuleið- is Reykjavíkurborg sem veitti sveit- inni fyrst starfsstyrk árið 1960. Saga og uppruni Lúðrasveitar verkalýðsins er leiðarljósið í öllum þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, en starf hennar er mjög fjölbreytt. Sveitin stendur fyrir tón- leikum tvisvar á ári og jafnvel oftar og spilar við ýmsar opinberar athafn- ir 1. maí og 17. júní. Hún hefur einn- ig spilað fyrir einkaaðila og fyrirtæki við góðan orðstír. „Nú eru á milli fjörutíu og fimm- tíu manns sem spila með lúðrasveit- inni og hefur fjölgað mikið að und- anförnu,“ segir Ívar. „Lúðrasveitin á í samstarfi við hljómsveitina 200.000 naglbíta og við útsettum í sameiningu tíu lög eftir hana. Verið er að leggja lokahönd á upptökurnar og gefinn verður út diskur á seinni hluta þessa árs. Svo verða haldnir tónleikar, meðal annars á Akureyri og í Reykjavík, en þetta samstarf hefur verið skemmti- legt og lofar góðu. Annars mun Lúðrasveit verkalýðs- ins spila í kröfugöngunni í dag, sem fer frá Hlemmi niður á Ingólfstorg og hefst klukkan 13.30. Við stefnum síðan á landsmót lúðrasveita í Þor- lákshöfn í september,“ segir Ívar, sem hvetur alla til að mæta í kröfugöng- una og hlýða á sveitina spila nokkur vel valin lög. mikael@frettabladid.is LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS: FAGNAR FIMMTÍU OG FIMM ÁRA AFMÆLI Blásið í lúðra fyrir alþýðuna TÓNLIST Ívar Baldvin Júlíusson, formaður Lúðrasveitar verkalýðsins, hvetur menn til að mæta í kröfugöngu í dag og hlýða á sveitina spilar nokkur vel valin lög. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þekkir einhver þessar stúlkur? Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-síg- arettum á árunum 1929 og 1930. Safnið á all- margar ómerktar myndir og biður lesend- ur Fréttablaðsins um aðstoð. Ef einhver ber kennsl á stúlkurnar á myndunum er hann beð- inn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is KÍNVERSKI KVIKMYNDALEIK- STJÓRINN JOHN WOO ER 62 ÁRA Í DAG „Myndirnar mínar eru alltaf tengdar fjölskyldu, vináttu, heiðri og föður- landsást.“ John Woo var alinn upp í stórborginni Hong Kong og draumur hans var alltaf að verða kvikmyndagerðar- maður. John Woo hefur leik- stýrt fjölda mynda sem sleg- ið hafa í gegn um allan heim. Þektustu myndirnar hans eru Broken Arrow, Face off og Mission Impossible 2. MERKISATBURÐIR 1615 Áttatíu farast af þrettán skipum á Breiðafirði í af- takaveðri. 1783 Nýey myndast í neðan- sjávareldgosi suðvestur af Reykjanesi. Ári síðar er hún horfin. 1923 Fyrsta kröfugangan 1. maí á Íslandi gengin. 1935 Einkasala ríkisins á bílum tekur til starfa. 1937 Maístjarnan, kvæði Hall- dórs Laxness, birtist í fyrsta skipti. 1970 Upphaf Rauðsokkahreyf- ingarinnar má rekja til þátttöku hennar í kröfu- göngu verkalýðsins þetta ár. 1985 Minnst er hundrað ára af- mælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu og afhjúpuð er brjóstmynd af honum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, stóð í púlti í beinni útsendingu og tjáði heiminum það að áætlanir hersins í Írak hefðu tekist og að verkefninu væri lokið. Þessi orð mælti George um borð í banda- ríska flugmóðurskipinu Abraham Lincoln sem var þétt skipað hermönnum sem fögnuðu orðum forsetans mikið. George Bush tók það fram seinna í ræðu sinni að nú tækju við frið- artímar og uppbygging í Írak og sú uppbygg- ing yrði erfið. Einnig tók hann fram að stríðinu í Írak væri lokið en stríðið gegn hryðjuverkum væri enn í fullum gangi og tæki tími að leysa. En eins og heimurinn veit þá er stríðinu í Írak langt frá því að vera lokið þrátt fyrir að Saddam Hussein sé komin yfir móðuna miklu og her Íraks berjist ekki móti þeim bandaríska. Upp hafa sprottið skæruliðahreyfingar sem berjast af fullum krafti gegn her Bandaríkjanna. Á hverjum degi falla tugir manna í átökum um allt Írak. ÞETTA GERÐIST: 1.MAÍ 2003 Verkefninu lokið samkvæmt Bush
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.