Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 12
1. maí 2008 FIMMTUDAGUR
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is
Þar sem tryggingar
snúast um fólk
VERTU MEÐ ALLAR
TENGINGAR Í LAGI
HÚSVAGNATRYGGING VÍS
Húsvagnatrygging VÍS er alhliða trygging fyrir tjaldvagna, fellihýsi
og hjólhýsi, sem tekur m.a. til áreksturs, veltu, útafaksturs, eldsvoða,
skriðufalls og innbús svo eitthvað sé nefnt.
Hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000 eða komdu
við á næstu þjónustu- skrifstofu og fáðu nánari upplýsingar.
1. maí í Reykjavík
Launafólk
Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi
Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveg kl. 13.00
Gangan leggur af stað kl. 13.30
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu
Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10
Ávarp
Georg Páll Skúlason, formaður Félags bókagerðarmanna.
Tónlist
Sprengjuhöllin.
Ávarp
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.
Gamanmál
Gísli Einarsson, fréttamaður.
Ávarp
Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanemenda.
Fundarstjóri
Fanney Friðriksdóttir, ritari Efl ingar.
Verkalýðsfélögin í Reykjavík
BSRB
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Samband íslenskra framhaldsskólanema
ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslan
hefur tekið í notkun nýtt rafrænt
tilkynningakerfi fyrir skip sem
koma til hafnar hér á landi og um
flutning hættulegs farms. Sigl-
ingastofnun og Landhelgisgæslan
hafa unnið að gerð kerfisins und-
anfarin tvö ár. Innleiðing kerfisins
byggist á lögum um Vaktstöð sigl-
inga og tilskipun Evrópusam-
bandsins.
Öll ríki Evrópusambandsins,
sem liggja að sjó eða reka kaup-
skip undir eigin fána, auk Íslands
og Noregs vinna að eða hafa komið
sér upp slíku kerfi. Kerfi allra
landanna eru tengd miðlægum til-
vísunargrunni þar sem hægt er að
sækja upplýsingar um farm og
ferðir skipa milli landa. Kerfið
hefur verið nefnt Safe Sea Net.
- shá
Landhelgisgæslan tekur Safe Sea Net í notkun:
Siglingaöryggi eykst
RISAOLÍUSKIP Vaktstöð siglinga hefur
tekið nýtt tilkynningakerfi í notkun.
EVRÓPUMÁL Íslendingar ættu að
ganga hnarreistir til aðildarsamn-
inga við Evrópusambandið án þess
að óttast að það skref ógni grund-
vallarhagsmunum eða sjálfstæði
þjóðarinnar. Þetta segir búlgarski
þingmaðurinn Biljana Raeva, for-
maður sameiginlegrar þingmanna-
nefndar EES og tengslanefndar
Evrópuþingsins við EFTA-ríkin.
Raeva var hér í vikunni ásamt
öðrum fulltrúum EES-þingmanna-
nefndarinnar í þeim erindagjörð-
um að sitja árlegan samráðsfund
nefndarinnar og funda auk þess
með utanríkismálanefnd Alþingis.
Í samtali við Fréttablaðið legg-
ur Raeva áherslu á að Ísland eigi
sér vini á Evrópuþinginu sem séu
tilbúnir að leggja við hlustir þegar
fulltrúar Íslands vilja koma ein-
hverju sérstöku á framfæri, til að
mynda í tengslum við nýja Evr-
ópulöggjöf sem er til umfjöllunar
þar. En hún minnir jafnframt á að
hver og einn Evrópuþingmaður
ber fyrst og fremst hag eigin kjós-
enda fyrir brjósti; honum er ekki
skylt að taka tillit til hagsmuna
ríkja sem standa utan við Evrópu-
sambandið.
Raeva vekur enn fremur athygli
á því að þegar Lissabon-sáttmáli
ESB tekur gildi, væntanlega í
byrjun næsta árs, þá verður það
flóknara og erfiðara fyrir fulltrúa
Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í
EES að gæta sinna hagsmuna í
Evrópulöggjafarferlinu. Þessu
valdi fyrst og fremst aukið hlut-
verk Evrópuþingsins og þjóðþinga
ESB-ríkjanna í því ferli. Eina
stofnun ESB sem EES-samningur-
inn veitir fulltrúum EES-ríkjanna
einhvern aðgang að til að koma
nálægt mótun nýrrar Evrópu-/
EES-löggjafar er framkvæmda-
stjórnin, en áhrif hennar í löggjaf-
arferlinu voru miklu meiri þegar
EES-samningurinn var gerður
fyrir hálfum öðrum áratug en þau
verða framvegis.
Spurð hvort hún telji að Ísland
geti dregið einhverja lærdóma af
reynslu Búlgaríu af því að semja
sig inn í Evrópusambandið svarar
Raeva: „Við [Búlgarar] álítum
okkur líka litla þjóð sem vissulega
framseldi hluta af fullveldi sínu
við inngöngu í sambandið en nýtur
nú ávinningsins sem vegur miklu
þyngra. Ísland sem lítil en stolt
þjóð með merka sögu og forna lýð-
ræðishefð ætti að mínu mati að
geta gengið hnarreist til samninga
við ESB.“ audunn@frettabladid.is
Hnarreistir
til samninga
Búlgarski Evrópuþingmaðurinn Biljana Raeva,
sem nú er formaður sameiginlegu EES-þingmanna-
nefndarinnar, segir ástæðulaust fyrir Íslendinga að
óttast aðildarsaminga við Evrópusambandið.
BILJANA RAEVA Búlgarskur formaður
sameiginlegu EES-þingmannanefndar-
innar tók sæti á Evrópuþinginu fyrir ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BANDALAG ÞJÓÐRÍKJA Raeva segir aðildarþjóðir ESB vera „sameinaðar í fjölbreytni“.