Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 22
22 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Verð á sígarettupakka. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 37 7 44 4 35 5 53 1 59 5 1998 2000 2002 2004 2006 Almennir óverðtryggðir sparireikningar eru vara- samir staðir til að geyma peninga á nú um stundir. Fréttablaðið kannaði málið og komst að því að væn- legra er að velja bundna sparireikninga. Misjafnt er hversu lengi þarf að binda innistæðu til að verðbólgan éti hana ekki upp. Það er allt annað en hagkvæmt að geyma peningana sína inni á almennum óverðtryggðum spari- reikningum bankanna nú til dags. Vextirnir á þessum reikningum eru í öllum þeim tilfellum sem Fréttablaðið kannaði svo lágir að þeir ná ekki upp í verðbólgustigið, sem á mánudag mældist 11,8 pró- sent á ársgrundvelli. Hagkvæmara virðist vera að geyma aurinn inni á bundnum sparireikningum, þar sem vext- irnir hækka í samræmi við fjölda mánaða sem innistæðan er bund- in. Þó þarf að gæta að því að velja sem hagstæðastan reikning til að verðbólgan hreinlega gleypi ekki vextina, eins og getur orðið í til- felli óverðtryggðra sparireikn- inga. Allur gangur er á því hversu lengi innistæða þarf að hafa verið inni á reikningunum til að vext- irnir verði hærri en verðbólgu- stigið. Á þrepareikningi Byrs er miðað við 24 til 30 mánaða bind- ingu til að fá 11,80 prósenta vexti, á meðan Kaupþing býður upp á 12,90 prósenta vexti fyrir þriggja til tólf mánaða bindingu á Kosta- bók sinni. 1. þrep Kjörbókar Landsbank- ans, sem gerir ráð fyrir 60 daga bindingu, gefur hins vegar af sér 12,65 prósenta vexti, og Grunn- þrep Uppleiðar hjá Glitni, sem gerir ekki ráð fyrir neinni bind- ingu, veitir 12,10 prósenta vexti. Mikill fjöldi sparnaðarleiða er í boði hjá bönkunum og því þarf að kynna sér málin vel, hvar besta ávöxtunin fæst, en það er mis- jafnt eftir upphæð sparifjár og því hversu lengi á að geyma spari- féð hjá bönkunum. Ásta L. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, segir besta sparnað- inn í dag vera þann að skuldsetja sig alls ekki of mikið, og borga niður þær skuldir sem þegar eru til staðar. „Eins og staðan er í dag er mjög mikilvægt að leggja pen- inga fyrir til að geta mætt þessum gríðarlegu sveiflum sem eru að eiga sér stað. Besti sparnaðurinn er að skuldsetja sig ekki of mikið. Maður er alltaf að taka áhættu þegar maður tekur lán,“ segir Ásta. kjartan@frettabladid.is Lægstu vextir ná ekki verðbólgu Gjafabréf hafa orðið æ vinsælli gjöf á síðustu árum. Þau eru sniðug tækifærisgjöf, þótt sumum þyki meira gaman að gefa persónulegri gjafir. Almenna reglan er sú að þau gilda í fjögur ár frá útgáfudegi, nema annað sé tekið fram. Stytta má gildistíma þeirra niður í eitt ár. Komi nýr eigandi að fyrirtækinu sem gaf út bréfið gildir það engu að síður gagnvart þeim sem verslunarreksturinn var framseldur til. Eigendur gjafabréfa geta gert kröfur í gjaldþrotabú, en því fylgir mikið umstang fyrir oftar en ekki smáar fjárhæðir. Gætið því að gildistíma gjafabréfa því það er leiðinlegt að sitja uppi með verðlaust bréf sem gefið er af góðum hug. ■ Verslun Gildistími gjafabréfa VERÐBÓLGA Vanda þarf valið þegar kemur að því að velja sem heppilegastan reikn- ing fyrir sparifé. „Ég hugsa að ég hafi gert mín bestu kaup í Marokkó fyrir stuttu,“ segir Kitty Von Sometime plötusnúð- ur. „Ég vildi kaupa eitthvað fatakyns sem gæti komið mér að gagni á Íslandi – og miðað við hitamismuninn var það allt annað en auðvelt. En að lokum rakst ég svarta skósíða skikkju úr ull. Ég náði að prútta hana niður í jafnvirði sjö þúsund króna auk þess að smella kossi á verslunareigandann. Mér finnst þetta æðisleg flík – hún er eins og sambland af skikkju Drakúla greifa og kuflunum sem Jedi-riddararnir í Stjörnustríðsmyndunum klæddust. Gotnesk eyðimerkurkápa.“ Kitty segist hljóta að vera afskaplega góður og heppinn neytandi því hún kaupi sjaldan köttinn í sekknum. „En ætli mín verstu kaup hafi ekki verið Rolling Stones geisladiskur, sem ég keypti á hraðferð. Í flýtinum sá ég ekki betur en að þetta væri sam- ansafn vinsælustu laga þeirra. Þegar ég setti diskinn yfir geislann komst ég hins vegar að því – mér til mikillar hrellingar – að þetta voru vinsælustu lög Rolling Stones í panflautu-útsetning- um. Mig minnir að ég hafi gefið diskinn í jólagjöf. Einhverjum sem mér var ekkert sérstaklega vel við. NEYTANDINN: KITTY VON SOMETIME PLÖTUSNÚÐUR Vampíruskikkja frá Marokkó ■ Erna Indriðadóttir, upplýsinga- fulltrúi Alcoa, hefur húsráð undir rifi hverju og þurfti hún ekki langan tíma til að rifja upp eitt sem á vel við í þeim aðstæðum sem blaðamaður fann hana í. „Mér dettur einna helst í hug, þar sem ég er nú stödd í flugvél og að búa mig undir fimm tíma flug til New York, að hafa alltaf með sér hjartamagnyl þegar menn eiga langt flug í vændum. Það á víst að draga úr líkunum á því að fólk fái blóðtappa. Svo er það þjóðráð að labba svolítið um ganginn á svona langri leið svo kroppurinn fái smá hreyfingu.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HJARTAMAGNYL Í FLUGIÐ Epli eru ekki bara epli. Í daglegu tali flokkum við þau sem græn, gul og rauð en innan þeirrar flokkunar eru síðan fleiri tegundir. Á sama hátt eru margar tegundir til af hveiti. Ein teg- und af hveiti sem mikið hefur verið á heilsuvörumarkaðnum síðustu ár er kölluð í daglegu tali spelt. Þegar spelt kom á markaðinn var fullyrt að þeir sem hefðu ofnæmi fyrir hveiti og einnig þeir sem eru með glútenó- þol myndu þola spelt. Einstaklingar með glútenóþol, sem prófuðu þessa vöru, komust fljótt að því að þessi fullyrðing stóðst engan veginn. Einstaklingar með fæðuofnæmi þola ekki ákveðnar prótínsameindir í matnum og á það einnig við um þá sem eru með glútenóþol. Munur getur verið á innihaldi einstakra prótína í mismunandi tegundum mat- væla eins og til dæmis hveitis. Áður en hægt er að fullyrða að ein matvara valdi síður ofnæmi en önnur þurfa að liggja fyrir rannsóknir um hvaða prótínsameindir valda ofnæmi og magn þeirra í mismunandi tegund- um. Rannsóknir á venjulegu hveiti og spelti sýna að þau innihalda svip- uð prótín og rannsóknir á einstakl- ingum með glútenóþol sýna einnig að þeir þola hvorki hveiti né spelt. Samkvæmt reglugerð um merk- ingu matvæla á að merkja skýrt þær fæðutegundir sem geta valdið fæðuofnæmi. Þar á meðal er hveiti. Þegar hveiti er merkt sem spelt á innihaldslýsingu getur það villt um fyrir neytendum sem hafa ofnæmi fyrir hveiti. Þetta þurfa matvælaframleiðend- ur og eftirlitsaðilar að hafa í huga. Þegar spelt kom fyrst á markað var eingöngu boðið upp á gróft spelt sem samsvarar heilhveiti. Því má segja að þeir sem kusu brauð og annan bakst- ur úr speltmjöli borðuðu oft grófari brauð en ella og þar með trefjaríkari. Í dag er aftur á móti hægt að fá bæði gróf speltbrauð og brauð bökuð með hvítu speltmjöli. Þeir sem velja speltbrauð í dag fá því ekki alltaf gróf brauð eins og fyrst eftir að þessi mjöltegund varð vin- sæl. mni.is MATUR & NÆRING KOLBRÚN EINARSDÓTTIR NÆRINGARRÁÐGJAFI Spelt eða hveiti laugavegi 91 s. 512 1715 www.ntc.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.