Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 18
18 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
Erfið staða og tvísýnar kosningar
Ísland er í verri stöðu en Austurríki og Tyrkland nú þegar innan við hálft ár er í að kosið verði um tvö sæti í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna. Sérfræðingar segja stöðuna þó óræða og ríkin eigi öll möguleika á að fá sæti í ráðinu. Alls hafa í það minnsta 128
ríki innan Sameinuðu þjóðanna lofað Íslandi stuðningi, en sérfræðingar segja þá tölu eiga eftir að rýrna nokkuð í kosningunum.
FRÉTTASKÝRING: Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ 1. hluti
■ Öryggisráðið er sú stofnun
Sameinuðu þjóðanna sem hefur
það hlutverk að stuðla að friði og
öryggi í heiminum.
■ Öryggisráðinu ber að rannsaka
mál, sem talin eru geta leitt til
milliríkjadeilna, og miðla málum.
■ Komi til átaka hefur ráðið
heimildir til að beita viðskipta-
þvingunum og öðrum efnahags-
aðgerðum, senda friðargæslulið
til átakasvæða, eða ákveða
sameiginlegar hernaðaraðgerðir.
■ Fimmtán ríki eiga sæti í ráðinu.
Fimm þeirra eiga fast sæti í
ráðinu, en tíu eru kosin til tveggja
ára í senn. Ríki sem tekur sæti
tímabundið í ráðinu má ekki
bjóða sig fram til setu aftur fyrr
en tveimur árum eftir að setu í
ráðinu lýkur.
■ Þau ríki sem eiga fast sæti í
ráðinu eru Bandaríkin, Bretland,
Frakkland, Kína og Rússland. Þau
njóta einnig þeirrar sérstöðu að
geta alltaf beitt neitunarvaldi í
öryggisráðinu.
■ Þau ríki sem nú eiga tímabundið
sæti í ráðinu eru Belgía, Búrkína
Fasó, Indónesía, Ítalía, Kosta Ríka,
Króatía, Líbía, Panama, Suður-
Afríka og Víetnam.
ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Löndin sem sækja um aðild að öryggisráðinu
NEW YORK Fánar allra
aðildarríkja SÞ blakta
fyrir utan höfuð-
stöðvar samtakanna
í New York. Hvað
sem loforðum
stjórnvalda líður
eru það á endan-
um fastafulltrúar
aðildarríkjanna
í New York sem
kjósa milli Íslands,
Austurríkis og
Tyrklands í okt-
óber. Því skiptir
miklu að vinna
stuðning fulltrú-
anna við fram-
boð Íslands.
Austurríki
Landsvæði: 83.870 km2
Mannfjöldi: 8,2 milljónir
Aðilar að SÞ síðan: Desember 1955
Sæti í öryggisráðinu: 1973-1974, 1991-1992
Ísland
Landsvæði: 103.000 km2
Mannfjöldi: 313 þúsund
Aðilar að SÞ síðan: Nóvember 1946
Sæti í öryggisráðinu: Aldrei
Tyrkland
Landsvæði: 780.850 km2
Mannfjöldi: 71.9 milljónir
Aðilar að SÞ síðan: Október 1945
Sæti í öryggisráðinu: 1951-1952, 1954-1955 og 1961
FYRSTA GREIN AF FIMM
Á morgun:
Hvað græðir Ísland á framboðinu?
K
osið verður milli
Íslands, Austurríkis
og Tyrklands um
tvö laus sæti í
öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna innan
sex mánaða. Þrátt fyrir það treyst-
ir enginn af þeim sérfræðingum í
málefnum ráðsins sem Fréttablað-
ið hefur rætt við undanfarið sér til
að spá fyrir um úrslitin.
Flestir virðast á þeirri skoðun að
Ísland sé í erfiðari stöðu en Aust-
urríki og Tyrkland, en benda á að
kosningar um sæti í ráðinu hafi
gjarnan verið tvísýnar. Allir þekkja
sérfræðingarnir dæmi um kapp-
hlaup tveggja ríkja um sæti í ráð-
inu þar sem verr setta ríkið hafði
betur, þvert á spár.
„Ég met það svo að þetta sé mjög
opin staða, öll ríkin hafa kosti og
galla,“ segir Colin Keating, for-
stjóri Security Council Report,
óháðs ráðgjafafyrirtækis sem fjall-
ar um málefni öryggisráðsins.
Tíu ár eru síðan tekin var ákvörð-
un um að Ísland myndi sækjast
eftir sæti í öryggisráðinu, en nú er
kosningabaráttan að ná hámarki.
Kosið verður um miðjan október.
Íslenskir talsmenn framboðsins
taka í svipaðan streng og Keating,
og forðast stórar yfirlýsingar. „Þar
til annað kemur í ljós held ég að
það sé raunhæft að segja að við
eigum möguleika, en það sé frekar
á brattann að sækja,“ segir Hjálm-
ar W. Hannesson, sendiherra og
fastafulltrúi Íslands hjá SÞ.
„Ég myndi segja að við værum
bjartsýn en raunsæ á möguleika
okkar á því að fá sæti í öryggisráð-
inu. Við erum alls ekki sigurviss,
þetta getur farið hvernig sem er,“
segir Kristín Árnadóttir, kosninga-
stjóri framboðs Íslands.
Handabönd talin
Undanfarin ár hefur mikil áhersla
verið lögð á að fulltrúar Íslands
ræði við fulltrúa ríkja SÞ og kynni
framboð Íslands. Skriflegum stuðn-
ingsyfirlýsingum hefur verið safn-
að, og handabönd talin og skrásett.
Starfsmenn utanríkisráðuneytis-
ins vilja ekki gefa upp hvaða ríki
hafa lofað að styðja Ísland, vegna
trúnaðar við löndin. Þá vill ráðu-
neytið ekki gefa upp ákveðna tölu
til að upplýsa ekki Austurríkis-
menn og Tyrki um stöðuna.
Kristín segir aðeins að loforðin
séu orðin „vel á annað hundrað“.
Alls eru 192 ríki í SÞ, og til að fá
sæti í ráðinu þarf ríki að fá stuðn-
ing 2/3 aðildarríkjanna. Ákveðin
ríki hafa þó opinberlega lýst því
yfir að þau styðji Ísland, til dæmis
Kína, Mexíkó, Albanía og fleiri.
Kosið er í öryggisráðið á fundum
allsherjarþings SÞ, og nákvæmur
fjöldi þeirra atkvæða sem þarf til
að tryggja sæti í ráðinu fer því
eftir því hvort fulltrúar allra ríkj-
anna 192 eru á staðnum. Ef svo er
þarf 128 atkvæði til að fá sæti í
ráðinu, en reynslan sýnir að oft
eru nokkrir fulltrúar fjar-
verandi í kosningunum.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra
sagði í Silfri Egils í Sjón-
varpinu í lok apríl að
Ísland hefði tryggt stuðn-
ing nægilegra margra
ríkja til að fá sæti í ráðinu,
skili stuðningurinn sér
allur. Það bendir til þess að
stjórnvöld telji sig hafa
stuðning 128 landa hið
minnsta.
Undir það tekur Lars Faaborg-
Andersen, sendiherra og annar
fastafulltrúi Danmerkur hjá SÞ.
„Ég tel að Ísland eigi mjög góða
möguleika. Þetta er í fyrsta skiptið
sem Ísland býður sig fram.“
Afföllin allt að fjórðungur
Faaborg-Andersen, eins og aðrir
sem komið hafa að kosningum
innan SÞ, viðurkennir þó að það sé
ekki nægilegur fjöldi til að teljast
öruggur um sæti í ráðinu. Þar sem
kosningin er leynileg gera ríki
gjarnan ráð fyrir því að 15 til 25
prósent af loforðum skili sér ekki
alla leið í atkvæðagreiðsluna.
Afföllin gætu þó orðið mun
meiri. Kosta Ríka, sem fékk sæti í
öryggisráðinu um síðustu áramót,
taldi sig hafa stuðning 149 ríkja
áður en gengið var til kosninga,
segir Jorge Urbina fastafulltrúi og
sendiherra Kosta Ríka hjá SÞ. Í
fyrstu umferð kosninganna fékk
ríkið hins vegar aðeins 115 atkvæði.
Tæpur fjórðungur loforðanna skil-
aði sér ekki.
Þrátt fyrir þetta komst Kosta
Ríka í ráðið. Þegar ekkert ríki fær
tilskilinn fjölda atkvæða er kosið
aftur, og haldið er áfram að kjósa
þar til eitt ríki fær 2/3 hluta
atkvæða.
Framboð Íslands er í raun fram-
boð Norðurlandanna allra. Eitt
Norðurlandanna hefur boðið sig
fram til tveggja ára setu í ráðinu
annað hvert tveggja ára tímabil.
Vegna þessa aðstoða stjórnvöld á
hinum Norðurlöndunum við kosn-
ingabaráttuna, og þrýsta um leið á
íslensk stjórnvöld að gera sitt besta
til að fá sæti í ráðinu.
Sérfræðingar eru sammála um
að eigi Ísland að fá sæti í ráðinu
skipti vinna fulltrúa Íslands í höf-
uðstöðvum SÞ í New York höfuð-
máli. Þó að fastafulltrúar ríkjanna
192 fái margir fyrirmæli frá ráðu-
neytinu um það hvaða ríki þeir eigi
að styðja hafa þeir sjálfir heilmikil
áhrif, ekki síst ef margar umferðir
þarf til að fá fram niðurstöðu.
Danmörk bauð sig fram til setu í
mannréttindaráði SÞ á síðasta ári,
en tapaði í kosningum á móti Hol-
landi og Ítalíu. „Við héldum að við
hefðum þau atkvæði sem þurfti, en
hjá okkur voru afföllin um 25 pró-
sent,“ segir Faaborg-Andersen.
„Á endanum eru það fulltrúar
ríkjanna hér í New York sem ýta á
hnappana og kjósa. Það er hægt að
gera samkomulag milli forseta eða
ráðherra, en í mörgum tilvikum tel
ég að þau gangi ekki niður stigann.
Kannski af því að það er ekki
alvara á bak við þau,“ segir hann.
Ómögulegt að spá
Colin Keating segir miklu skipta
hvernig fyrsta umferð kosning-
anna fer, jafnvel þótt yfirgnæfandi
líkur séu á því að ekkert eitt ríki
fái 2/3 hluta atkvæða í fyrstu
umferð. Sendiherrarnir hafi oft
fyrirmæli um að styðja ríki í fyrstu
umferð, en geti verið sveigjanlegri
eftir það. Þá komi oft upp sú til-
hneiging að standa með þeim sem
séu komnir á skrið.
Að þessu sögðu er ljóst að ómögu-
legt er að spá fyrir um úrslit kosn-
inganna, enda treysti enginn þeirra
fjölmörgu sérfræðinga sem til var
leitað til þess. Þó er engin ástæða
til annars en að taka þá trúanlega
sem segja að á brattann verði að
sækja fyrir Ísland, sem er sannar-
lega ekki sterki keppandinn í þessu
kapphlaupi. Möguleikarnir eru því
trúlega minni en meiri, en eins og
skýrt hefur komið fram í kosning-
um um sæti í ýmsum ráðum og
nefndum SÞ getur allt gerst þegar
kosið verður um miðbik október. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
R
JÁ
N
N
JÓ
N
A
SO
N
Samkeppnin um sætin tvö í öryggisráðinu er hörð.
Tyrkland og Austurríki eru öflug ríki innan SÞ, og eru bæði
með afar sterka utanríkisþjónustu. En eins og Colin Keat-
ing minnir á hafa öll löndin þrjú sína kosti og galla.
Hann segir það munu vinna með Íslandi að vera hluti
af Norðurlöndunum, og bjóða fram í þeirra nafni. Þá sé
það kostur í þessu tilviki að Ísland er ekki í Evrópusam-
bandinu, enda finnist fulltrúum talsvert margra ríkja völd
ríkja Evrópusambandsins fullmikil innan ráðsins.
Swadesh M. Rana, sérfræðingur í málefnum SÞ hjá
World Policy Institute, segir að það muni vinna sterkt með
Íslandi að hafa ekki setið í ráðinu áður. Innan SÞ sé sú
skoðun sterk að öll ríki eigi að hafa tækifæri til að þjóna
í ráðum og nefndum í það minnsta einu sinni. Ísland sé
stöðugt lýðræðisríki sem sé ekki með harða afstöðu eða
sterka hagsmuni á ákveðnum sviðum. Það auki mögu-
leika Íslands.
Ísland hefur einnig ýmsa ókosti. Smæðin er það sem
flestir sérfræðingar nefna fyrst. Hjálmar W. Hannesson við-
urkennir að smæðin skipti máli. Ísland sé með fá sendiráð
samanborið við Austurríki og Tyrkland, þótt hin Norður-
löndin bæti það að einhverju leyti upp. Skortur á sýnileika
innan SÞ er angi af sama vanda, eins og Rana bendir á.
Austurríki telst til lítilla ríkja innan SÞ, með innan við tíu
milljónir íbúa. Þrátt fyrir þetta er staða Austurríkis innan
SÞ gríðarlega sterk. SÞ eru með stóra skrifstofu í Vínarborg
þar sem margar af undirstofnunum SÞ starfa. Þá hefur
Austurríki bæði kostina og gallana við að vera í Evrópu-
sambandinu, segir Keating.
Austurríki hefur unnið mjög skipulega að framboðinu,
og að sögn sérfræðinga telja Austurríkismenn sig hafa
nægan stuðning til að fá sæti í öryggisráðinu. Hans Win-
kler, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Austurríkis, vill þó
ekkert gefa upp um fjölda landa sem styðja Austurríki.
Tyrkland byggir sína baráttu að hluta til á því að landið
sé nokkurskonar brú á milli múslímaríkja og vestrænna
ríkja, og að sögn Keatings fær það talsverðan hljómgrunn
innan SÞ. Þeir eru afar sýnilegir innan SÞ um þessar
mundir, og eyða að því sagt er miklu fé í baráttuna. Það
vinnur þó gegn Tyrklandi að landið á víða hagsmuna
að gæta á svæðinu, og hefur ekki gott orðspor hvað
varðar mannréttindi, aðstoð við flóttamenn og fleiri skyld
málefni. Fulltrúar Tyrklands vildu ekki veita Fréttablaðinu
viðtal.
ALLIR ÞJÓNI Í ÞAÐ MINNSTA EINU SINNI