Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 66
46 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FJÖLNI 10. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 3. sæti í B-deild 2006 3. sæti í B-deild 2005 4. sæti í B-deild 2004 7. sæti í B-deild 2003 2. sæti í C-deild 2002 3. sæti í D-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 4 3 2KRISTJÁN HAUKSSON ÓLI STEFÁN FLÓVENTSSON ÓLAFUR PÁLL SNORRASON > LYKILMAÐURINN Gunnar Már Guðmundsson hefur verið leiðtogi Fjölnisliðsins og aðal- maðurinn á bak við magnaðan árangur liðsins síðasta sumar. Gunnar lék frábærlega í 1. deildinni á síðustu leiktíð og verður áhugavert að sjá hvernig hann spjarar sig í deild þeirra bestu. Gunnar lék 20 leiki fyrir Fjölni í 1. deild- inni í fyrra og skoraði 12 mörk í þeim leikjum. > X-FAKTORINN Ágúst Þór Gylfason var lengi vel með sterkari leikmönnum deildar- innar en hefur dalað nokkuð síðustu ár. Reynsla hans mun þó líklega vega þungt í sumar og mun Fjölnir græða vel á því ef Ágúst nær að sýna gamla takta. Fjölnir úr Grafarvogi leikur í efstu deild í sumar í fyrsta skipti í skammri sögu félags- ins. Velgengni félagsins hefur verið með hreinum ólíkindum og árangur liðsins síð- asta sumar undir stjórn Húsvíkingsins vaska, Ásmundar Arnarssonar, er lyginni líkastur. Ásmundur stýrði Fjölni ekki bara upp í efstu deild í fyrra heldur fór hann einnig með liðið alla leið í bikarúrslitin þar sem Fjölnir laut í lægra haldi fyrir FH í mögnuð- um leik. Gríðarleg barátta, góð liðsheild og samheldni einkenndi þetta Fjölnislið í fyrra og verður eðlilega aðalsmerki liðsins í sumar. Ásmundur hefur verið klókur á leik- mannamarkaðnum í vetur og styrkt liðið með reynsluboltum og veitir ekki af þar sem flestir leikmanna liðsins eru ungir að árum og fáir með reynslu í efstu deild. Þar ber líklega hæst koma þeirra Óla Stefáns Flóventssonar og Ágústs Gylfasonar. Óli Stefán hefur verið hjarta Grindavík- urliðsins síðustu ár og reynsla hans mun vega þungt fyrir Fjölni. Fjölnir fékk svo mikinn happafeng í varn- armanninum unga, Kristjáni Haukssyni, sem er að láni frá Val og svo hefur reynslu- boltinn Ólafur Páll Snorrason haft vista- skipti aftur í Fjölni en hann hefur verið hjá FH-ingum síðustu ár. Það er engin pressa á Fjölnisliðinu í sumar og leikmenn liðsins munu mæta til leiks með allt að vinna en engu að tapa. Engin pressa á nýliðunum FÓTBOLTI Landsbankadeildarlið Fram sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem Fram kom að samkomu- lag hefði náðst við Danann Hans Mathiesen um að slíta samningi. Tímasetning þessarar aðgerð- ar vekur óneitanlega athygli en örstutt er í mót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var samningur Hans við Fram í dönskum krónum og hafa laun hans því rokið upp úr öllu valdi síðustu vikur. Framarar hafi því eðlilega viljað taka í taumana. „Það er ekki ástæðan en það er eins með okkur og alla aðra þessa dagana að við þurfum að skoða reksturinn í þaula en það kom þessu ekkert við. Samningur er samning- ur og við hefðum staðið við hann hefði þess þurft,“ sagði Lúðvík Þorgeirsson, formaður Fótboltafélags Reykjavíkur. „Við erum að skoða alla samninga og það er rétt að þegar gengið fer á fleygiferð þá töpum við eins og margir aðrir,“ sagði Lúðvík en það hafa flogið margar fiskisögur upp á síðkastið um bágan fjárhag Framara sem og að FL Group væri á leiðinni út. Lúðvík segir ekkert hæft í þeim sögum. „Það hefur í rauninni ekkert breyst hjá okkur. Við erum með samning við FL Group sem er til 2009 og engin breyting orðið á því. Við erum samt klárlega með aðhald í rekstrinum og það er ekkert launungarmál. Ég sé fyrir mér að landslagið sé að breytast hjá félögunum og þegar það verður samið næst verður það á öðrum forsendum. Launin hér á Íslandi eru allt of há,“ sagði Lúðvík. Hans Mathiesen var frekar daufur í dálkinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann sagðist vera að pakka og hefði ekki hugmynd um hvert hann væri að fara. Það yrði ákveðið á næstu dögum. Hann sagðist ekki vera kominn með samning við neitt annað lið en sagðist vel vera til í að skoða að spila áfram hér á landi hefðu einhver lið áhuga á sér. - hbg Hans Mathiesen leystur undan samningi og Fram í aðhaldsaðgerðum: Allt of há laun í íslenska boltanum TAKK FYRIR MIG Hans Mathiesen hefur leikið sinn síð- asta leik fyrir Fram. Hann útilokar ekki að spila áfram á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Það er ljóst að draumar stórstjarnanna Shaquill- es O‘Neal og Jasons Kidd um meistaratitil í NBA verða ekki að veruleika þar sem San Antonio Spurs sló út Phoenix Suns og New Orleans Hornets sló út Dallas Mavericks. Spurs vann Phoenix 92-87 þar sem Tony Parker og Tim Duncan fóru fyrir meisturum Spurs. San Antonio vann einvígið 4-1. New Orleans vann Dallas 99-94 þar sem Chris Paul fór á kostum að vanda og var með þrefalda tvennu. Hornets vann einvígið 4-1 og mætir þar með Spurs í annarri umferð úrslitakeppninnar. - óþ Úrslitakeppni NBA: O‘Neal og Kidd komnir í frí GLEÐI OG SORG Tim Duncan og Kurt Thomas fagna en vonbrigðin leyna sér ekki hjá Steve Nash. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖTTARABALL! Föstudagskvöldið 2. maí í félagsheimili Þróttar, Laugardal Húsið opnar kl. 20 - verð kr. 1.000 ALLIR KÖTTARAR...KONUR OG KARLAR! Mætum og komum okkur í gírinn fyrir sumarið 18 ára aldurstakmark • Ceres 4 • Sólmundur Hólm, eftihermukóngur Íslands • Splunkunýtt Þróttaralag frumfl utt • Opnun nýrrar Köttararsíðu • Leikmenn mfl . karla kynntir • Ársmiðar á Köttuðu tilboðsverði • Glæný Köttaraskírteini seld á staðnum • Dj Ellert & Schram leika fyrir dansi fram á rauðanótt FÓTBOLTI Avram Grant tókst í gær það sem José Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea lagði Liverpool, 3-2, í mögnuðum leik sem varð að framlengja. Didi- er Drogba svaraði gagnrýni Benit- ez með því að skora tvisvar. Eins og búast mátti við fór leik- urinn rólega af stað. Liverpool fékk fyrsta hættulega færi leiks- ins er Fernando Torres slapp í gegnum vörn Chelsea. Petr Cech lokaði markinu og varði vel. Kalou komst í ágætt færi skömmu síðar eða á 33. mínútu, skaut að marki en Reina varði. Drogba var fyrst- ur að átta sig, náði frákastinu og þrumaði boltanum í nærhornið niðri. Glæsilegt mark. Drogba fagnaði með því að renna sér á maganum en hann var mjög ósátt- ur við myndbandið sem Rafa Ben- itez, stjóri Liverpool, gerði af „dýfunum“ hans fyrir leikinn. Hann stóð fljótt upp og renndi sér aftur fyrir framan markið hjá Liverpool, Benitez eflaust til mik- illar „skemmtunar“. Ræða Benitez hefur verið öflug því strákarnir hans mættu grimmir til leiks og í tvígang á upphafsmínútunum skall hurð nærri hælum hjá Chelsea-mark- inu. Leikmenn Liverpool héldu áfram að bæta í sóknarþungann og á 64. mínútu átti Youssi Benayo- un frábæran sprett sem endaði með laglegri stungusendingu á Torres í teiginn sem kláraði færið eins og stakur fagmaður. 1-1. Hvorugu liðinu gekk að skapa sér færi það sem eftir lifði venjulegs leiktíma og því varð að fram- lengja. Framlengingin byrjaði með látum og Essien skoraði fljótlega mark fyrir Chelsea sem var dæmt af vegna rangstöðu en sóknarmað- ur Chelsea var talinn trufla Reina í markinu. Skömmu síðar var brot- ið á Ballack í teignum og réttilega dæmd vítaspyrna. Frank Lamp- ard, sem missti móður sína fyrir viku, tók vítið og hann skoraði af feiknaöryggi. Liverpool vildi fá víti þegar það virtist vera brotið á Hyypia en ekkert var dæmt. Didier Drogba skor- aði síðan rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fram- lengingar og Chelsea í topp- málum. Ryan Babel minnkaði muninn þegar þrjár mínútur lifðu framleng- ingar með lang- skoti og líflína fyrir Liverpool. Tíminn reyndist aftur á móti ekki nægur og Chelsea komið í úrslit. „Þetta er mjög sérstakt og ég er ánægður fyrir hönd félagsins enda höfum við beðið lengi eftir þessu,“ sagði Didier Drogba eftir leik. „Benitez er frábær stjóri og það sem hann sagði um mig er ekki got fyrir ímyndina. Ég held að hann hafi gert þetta því hann taldi að Chelsea væri einfaldlega of sterkt fyrir Liverpool og því varð hann að gera eitthvað til þess að koma okkur úr jafnvægi.“ - hbg Riddarar Romans til Moskvu Chelsea tókst loksins að slá Liverpool út úr Meistaradeildinni í gær. Eftir að hafa tapað tvisvar í undanúr- slitum fyrir strákunum frá Bítlaborginni kláruðu riddarar Romans dæmið og þeir munu því marsera til Moskvu. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Chelsea sem liðið kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. SÆT STUND Frank Lampard sýndi stáltaugar með því að skora úr víti í gær. Hann fagnaði með því að minn- ast móður sinnar sem lést fyrir viku síðan. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ÓTRÚLEGUR Didier Drogba lofaði því að láta verkin tala á vellinum og hann stóð við stóru orðin með því að skora tvisvar í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.