Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 38
 1. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR Kormákur Geirharðsson, einn af eigendum herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og Ölstof- unnar, sér mikið eftir fyrsta bíln- um sínum. „Þetta var Trabant-deluxe stat- ion bíll sem ég staðgreiddi þegar ég var um átján ára gamall. Hann var beint úr kassanum og kostaði um 93 þúsund krónur með númer- um,“ segir Kormákur. Hann var á þessum tíma að vinna á golfvellinum í Grafarholti og fóru ein mánaðarlaun í bílinn, ásamt peningum sem hann fékk fyrir að leika í Homeblest-auglýs- ingu á móti Bessa Bjarnasyni. „Ég keyrði hann til með því að fara hringinn í kringum land- ið ásamt Axel eða Langa Sela vini mínum en við vorum saman í hljómsveitinni Langi Seli og skuggarnir. Við vorum með golf- settin í skottinu, komum við á flestum golfvöllum landsins og spiluðum nótt sem nýtan dag. Þar sem þurfti að borga spiluðum við á nóttunni en annars staðar á dag- inn,“ rifjar Kormákur upp. Hann átti bílinn í þrjú ár en arf- leiddi síðan Halldóru Geirharðs- dóttur, systur sína, að honum og hún keyrði hann álíka lengi. „Ég dauðsé eftir bílnum í dag en veit til þess að verið er að byrja að framleiða þessa tegund aftur. Ég er viss um að ég verð einn af fyrstu kaupendunum þegar grip- urinn kemur á markað.“ - ve Dauðsér eftir Trabantinum Kormákur Geirharðsson keypti fyrsta bílinn sinn meðal annars fyrir peninga sem hann vann sér inn með því að leika í Homeblest-auglýsingu á móti Bessa Bjarnasyni. FRÉTTARBLAÐIÐ/STEFÁN Volvo hefur nú hannað lúxus nuddsæti í viðhafnarútgáfurn- ar Volvo S80 og XC90 sem eru af 2009 árgerðinni. Sæti bifreiðanna eru búin loft- þrýstingstækni, það er að segja nuddtæki, í framsætunum sem eiga að gera bílinn enn þægi- legri og eru ávísun á afslappandi nudd. Nuddtækið samanstendur af fimm uppblásanlegum vösum sem eru innbyggðir. Vasarn- ir þenjast út eða skreppa saman þegar loftþrýstingi er hleypt á, en hann skapar bylgjuhreyfingar. Viðhafnarútgáfurnar af bílun- um tveimur eru oft notaðar í við- skiptaerindum og því eru gerð- ar miklar kröfur til bæði gæða, glæsileika og þæginda. Lúxus- sætin eru hönnuð fyrir viðskipta- vini sem vilja geta slakað vel á leiðinni úr eða í vinnu. - mmr Lúxusnuddsæti í Volvo Viðhafnarútgáfurnar Volvo S80 og XC90 verða búnar lúxussætum. Eigendur eðalvagnanna Ford Thunderbird á Íslandi hafa nýlega bundist samtökum og sett upp heimasíð- una thunderbird.is. Síðan hjálpar þeim til að fylgjast hver með öðrum og spjalla saman. Alls munu vera einhverjir tugir bílar af þessari gerð hér á landi og eru í miklum metum hjá eigendum sínum, þrátt fyrir hátt eldsneytisverð um þessar mundir. Þrumufuglarnir komu fyrst á markað 1955 og mörkuðu djúp spor í sögu Ford. Þar var kröfum markaðarins um sportlega bíla svar- að af hálfu framleiðandans að því er fram kemur á heimasíðunni. „Hugmyndin um þennan bíl varð fyrir verulegum áhrifum frá evrópskum sportbílum,“ stendur þar. „Tveggja manna sportbíll var það sem menn lögðu af stað með 1955 en svo vitum við allir að Thunderbird-inn stækkaði verulega með árunum. Allt til þess að hann var endurvakinn sem minni sportbíll árið 2002 en nú hefur framleiðslu verið hætt að nýju.“ -gun Ný síða þrumufugla Þessi glæsilegi Ford Thunderbird er af árgerðinni 1965. Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum. Jeppabreytingar Pallhús Driflæsingar Gormar Brettakantar Stórhöfða 35, 110 Reykjavík S: 567-7722, www.breytir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.