Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 4
4 3. maí 2008 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 17° 15° 17° 17° 19° 22° 21° 22° 19° 24° 22° 23° 20° 23° 17° 25° 20° Á MORGUN 8-15 m/s á Vestfjörðum og með S-ströndinni MÁNUDAGUR 3-8 m/s 10 10 13 148 HELGIN Hún verður al- mennt séð nokkuð vætusöm þessi helgi. Í dag má vænta vætu mjög víða, síst þó norð- austan til og síðan dregur úr vætu víða um land síðdegis en einkum þó í kvöld. Á morgun gengur úrkomu- loft yfi r landið en lengst af verður þó þurrt norðan til. 4 12 9 6 8 8 10 10 11 8 3 5 8 11 7 4 5 4 5 6 9 5 10 12 8 86 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 2.5.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 149,7958 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,79 75,15 148,8 149,52 115,6 116,24 15,488 15,578 14,565 14,651 12,355 12,427 0,7139 0,7181 121,19 121,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Pétur Gíslason öryggisvörður var í gær ranglega sagður vinna hjá Öryggis- miðstöðinni. Hið rétta er að hann vann hjá Öryggisgæslunni. LEIÐRÉTTING ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! SAMGÖNGUMÁL Kostnaður við kaup og endurbætur á Grímseyjarferj- unni Sæfara varð 553 milljónir króna, sem er 403 milljónum yfir upphaflegri kostnaðaráætlun. Jón Rögnvaldsson, fyrrverandi vega- málastjóri, segir í greinargerð að ljóst sé að margt hafi brugðist og samskiptamál hafi verið í molum á milli þeirra sem að verkinu komu. Það jákvæða segir Jón að Gríms- eyjarferjan standist allar kröfur sem til farþegaferju eru gerðar og kostnaður sé lægri en ef byggt hefði verið nýtt skip. Í greinar- gerðinni er sér- staklega tekið á því sem betur hefði mátt fara. Þar segir að betur hefði átt að skoða skipið áður en það var keypt, hönnun- argögn hefðu í upphafi þurft að vera nákvæmari og nægilegar kröfur hafi ekki verið gerðar til verktakans. Þá sé ljóst að strax í byrjun hefði átt að skipa verkefn- ishóp með þátttöku Vegagerðarinn- ar, samgönguráðuneytisins, Sigl- ingastofnunar, heimamanna og rekstraraðila. Jón vill ekki meina að allt verk- ferlið hafi verið í molum og bendir á að meginmarkmiðið hafi náðst, það er gott skip sem kostaði minna en nýsmíði sambærilegs skips hefði gert. „Það er þó enginn vafi á að framkvæmdin gekk mjög illa.“ Jón telur að ef ástand ferjunnar Oileain Arann sem var keypt hefði verið metið af meiri nákvæmni í byrjun hefði það ekki breytt þeirri ákvörðun að kaupa skipið og end- urbæta það. „Mesti kostnaðurinn er út af breytingum en ekki við- gerðum.“ Endanlegur kostnaður við Grímseyjarferju reyndist 533 milljónir króna, sem er ríflega þre- föld sú upphæð sem fyrsta kostn- aðaráætlun gerði ráð fyrir. Um verkframkvæmdina segir í skýrslunni að framganga aðalverk- takans, Vélsmiðju Orms og Víg- lundar, hafi verið með öllu óviðun- andi og í hefðbundnu verki fyrir Vegagerðina hefði verksamningi verið rift. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti verkinu að vera lokið 30. september 2006. Skipið var afhent 11. apríl 2008. Spurður að því af hverju verksamningi hafi ekki verið rift segir Jón að það hafi verið erfitt. „Samskiptin við verk- takann voru afleit en sannleikur- inn er sá að þegar verkkaupinn er kominn með skip upp í kví hjá sér þá er mjög erfitt að ná því þaðan.“ Jón segir að hafi fjárreiðulög verið brotin sé ábyrgðin hans en þau lög séu ósveigjanleg og taki lítt mið af hraða í ákvörðunum og framkvæmdum í nútímaþjóðfé- lagi. svavar@frettabladid.is Kostnaður við Grímseyjar- ferju jókst um 270 prósent Stofna hefði þurft verkefnishóp um smíði Grímseyjarferju til að framkvæmdin gengi snurðulaust. Sam- skipti voru í molum. Kostnaður við ferjusmíðina var þrefalt meiri en áætlun gerði ráð fyrir. ENDURBÆTUR Sex tilboð bárust í verkið og ekkert þeirra uppfyllti kröfur. Engu síður var gengið til samninga við Vélsmiðju Orms og Víglundar. JÓN RÖGNVALDSSON GRÍMSEYJARFERJAN Sæfari uppfyllir allar kröfur sem til skipsins voru gerðar í upphafi. MYND/FREYR ANTONSSON KJARAMÁL Forystumenn BSRB óska eftir fundi með forsætisráð- herra, utanríkisráðherra, félags- málaráðherra og fjármálaráð- herra. Vilja þeir fá að heyra hvað ríkisstjórnin hefur að bjóða félags- mönnum BSRB í kjarasamningum og hvort ekki eigi að standa við fyrirheit um bætt kjör umönnun- arstétta og að dregið verði úr kyn- bundnu launamisrétti. Forysta BSRB átti fund með samninganefnd ríkisins í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Ögmund- ur Jónasson formaður segir að ríkið vilji semja til langs tíma, meðan BSRB hafi hugmyndir um að gera skammtímasamning. „Það eitt að ganga frá kjara- samningum hið bráðasta og taka þátt í því að kveða niður verð- bólgudrauginn sem ógnar kjörum almennings myndi stuðla að stöð- ugleika í efnahagslífinu. Við höfum rétt fram höndina en því miður verðum við ekki vör við þau viðbrögð frá ríkisstjórninni að hún ætli að taka í útrétta hönd,“ segir Ögmundur. „Við höfum þess vegna óskað eftir fundi með ríkisstjórninni til að heyra hvernig hún ætli að efna fyrirheit sem ítrekað hafa verið gefin.“ Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að fundurinn verði helst að verða fyrir fund ríkis- stjórnarinnar á þriðjudag. - ghs Forystumenn BSRB á árangurslausum samningafundi með ríkinu: Óska eftir fundi ríkisstjórnar ÁRANGURSLAUS FUNDUR Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Vorhreinsun í Reykjavík lýkur formlega í dag. Starfsmenn hverfastöðva Fram kvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hafa það sem af er viku lagt borgarbúum lið með því að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Í tilkynningu segir að í ár sé töluvert meira magn af greinum og garðaúrgangi en á sama tíma í fyrra. Er það von manna að auk n ing in sé til marks um að íbúar kunni vel að meta þjónustuna. Þeir sem ekki hafa nú þegar tek ið til í sínu nærumhverfi eru eindregið hvattir til að nýta sér þjónustuna í dag. - kg Garðaúrgangur í borginni: Vorhreinsun lýkur í dag VORHREINSUN Starfsmenn hverfastöðv- arinnar við Miklatún að störfum. Í Fréttablaðinu á mánudag var haft eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoð- aryfirlögregluþjóni að lögreglan leiti afar sjaldan til sérsveitar ríkislög- reglustjóra. Ummælin áttu við um almenna löggæslu í miðborg Reykja- víkur. Lögreglan leitar oft liðsinnis sérsveitarinnar í sérstökum útköllum þar sem þörf er á sérfræðikunnáttu lögreglumanna í sérsveitinni og á það bæði við um miðborgina sem og aðra staði á höfuðborgarsvæðinu. ÁRÉTTING KÍNA, AP Erindrekar útlagastjórn- ar Tíbeta, sem Dalai Lama fer fyrir og hefur aðsetur á Norður- Indlandi, héldu í gær af stað til Peking til fyrstu beinu viðræðn- anna við fulltrúa Kínastjórnar síðan til hinna umtöluðu uppþota gegn kínverskum yfirráðum kom í Lhasa um miðjan mars. Kínastjórn sætir vaxandi alþjóðlegum þrýstingi að ganga til viðræðna við Dalai Lama, og marga grunar að ráðamenn í Peking hafi fallist á að rætt yrði við erindreka hans til að létta á þessum þrýstingi í aðdraganda Ólympíuleikanna í kínversku höfuðborginni. - aa Útlagastjórn Tíbeta: Erindrekar til viðræðna í Kína

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.