Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 6
6 3. maí 2008 LAUGARDAGUR
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Trier – elsta borg Þýskalands
68.400 kr.
Verð á mann í tvíbýli5.–10. júní
Fararstjóri: Óttar Guðmundsson
Innifalið: Flug til Frankfurt Hahn með sköttum og
öðrum greiðslum, gisting á Altstadt-hótelinu með
morgunverði og akstur til og frá flugvelli.
Leyndarmál Stokkhólms
65.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli
7.–11. júní
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum,
4 nætur á Hotel Scandic Continental með
morgunverði og íslensk fararstjórn.
Fararstjóri: Halldór Stefánsson
Sumarferð til Barcelona
65.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli
13.–16. júní
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum,
gisting á Hesperia-hótelinu með morgunverði,
akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
HÁSKÓLANÁM
MEÐ VINNU
ÁHUGAVERT NÁM - STERKARI STAÐA - AUKIN FÆRNI
Kynningarfundur um háskólanám með vinnu verður
haldinn mánudaginn 5. maí kl. 16:30 í Ofanleiti 2,
3. hæð.
Háskólanám með vinnu (HMV) í viðskiptadeild HR er
góður valkostur fyrir fólk sem hefur reynslu úr
atvinnulífinu og vill stunda fullgilt nám í háskóla sam-
hliða vinnu.
Forstöðumaður BSc náms kynnir námið og fyrrverandi
nemendur miðla af reynslu sinni og svara spurningum.
Hægt er að velja um þessar leiðir í HMV
• BSc í viðskiptafræði (90 ein.)
• Fjármál og rekstur (diplóma)
• Stjórnun og starfsmannamál (diplóma)
• Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti (diplóma)
Nánari upplýsingar er að finna á www.hr.is/hmv
BRETLAND, AP Breski Verkamanna-
flokkurinn beið mikið afhroð í
sveitarstjórnarkosningum sem
fram fóru í landinu í fyrradag.
Þetta varð ljóst er talið var upp
úr kjörkössunum í gær. Útkoma
flokksins, sem haldið hefur um
stjórnartaumana í landsmálun-
um í ellefu ár samfleytt, er sú
versta í slíkum kosningum síðan
árið 1973.
Gordon Brown forsætisráð-
herra, sem sætt hefur ásökunum
um hik og misráðnar aðgerðir í
efnahagsmálum frá því hann tók
við ríkisstjórnarleiðtogahlut-
verkinu í júní í fyrra, hét því að
taka þessa áminningu frá kjós-
endum til sín eftir að flokkurinn
tapaði yfir 300 sætum í sveitar-
stjórnum landsins.
Íhaldsflokkurinn vann mikið á,
einkum og sér í lagi í borgum og
bæjum Norður-Englands þar sem
frambjóðendur flokksins hafa
lengi átt erfitt uppdráttar, og
áður en endanleg úrslit höfðu
verið kynnt var útlit fyrir að
íhaldsmaðurinn Boris Johnson
myndi fella vinstrimanninn vin-
sæla Ken Livingstone úr sæti
borgarstjóra Lundúna. Livings-
tone varð fyrsti kjörni borgar-
stjóri borgarinnar fyrir átta
árum og þar til fyrir skömmu
þótti fátt geta varnað því að hann
yrði endurkjörinn þriðja kjör-
tímabilið í röð.
Nú er borgarstjórastaða bresku
höfuðborgarinnar eitt mest áber-
andi embætti landsins, en sá sem
því gegnir ræður yfir milljarða
útsvarssjóðum og á að annast
undirbúning sumarólympíuleik-
anna árið 2012.
Afhroð Verkamannaflokksins
veikir stöðu Browns og mun vafa-
laust efla gagnrýnisraddir í hans
eigin flokki. Ófáir flokksmenn
óttast að Brown skorti kjörþokka
til að standa nógu vel að vígi gegn
hinum unga og metnaðarfulla
leiðtoga íhaldsmanna, David
Cameron, í þingkosningum sem
fara verða fram fyrir mitt ár
2010 hið seinasta.
audunn@frettabladid.is
SLAGUR UM HÖFUÐBORGINA Ken Livingstone borgarstjóri við kosningaveggspjald þar sem vísað er til áskorandans Borisar John-
son sem „brandara“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Verkamannaflokk-
urinn bíður afhroð
Staða Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Verkamannaflokks-
ins, þykir hafa veikst til muna við þá slæmu útreið sem flokkurinn fékk í sveitar-
stjórnarkosningum. Þetta er versta útkoma Verkamannaflokksins síðan árið 1973.
UMHVERFISMÁL Blaðberanum, sér-
stakri endurvinnslutösku fyrir
dagblöð, hefur verið ákaflega vel
tekið frá því að dreifing hófst 18.
apríl síðastliðinn.
Langir biðlistar hafa myndast á
landsbyggðinni og er nú svo komið
að þeir þrjátíu þúsund Blaðberar
sem framleiddir voru í fyrstu eru
nánast búnir. Hafa forráðamenn
Fréttablaðsins því ákveðið að
panta þrjátíu þúsund stykki til við-
bótar og er reiknað með að þau
berist til landsins í júní.
Áfram verður þó hægt að nálg-
ast Blaðberann í höfuðstöðvum
365 við Skaftahlíð 24 milli klukkan
8 og 17 alla virka daga. Þá verður
Blaðberanum dreift í dag milli
klukkan 11 og 15 á bensínstöðvum
N1 á Ártúnshöfða og Háholti í
Mosfellsbæ. - ovd
Fréttablaðið hefur gefið nærri þrjátíu þúsund endurvinnslutöskur fyrir dagblöð:
Blaðberanum mjög vel tekið
BLAÐBERINN VINSÆLL Blaðberanum verður dreift milli klukkan 11 og 15 í dag á
bensínstöðvum N1 á Ártúnshöfða og Háholti í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
AUSTURRÍKI, AP Lögreglan í Austurríki vinnur
enn hörðum höndum að því að rannsaka hús
dótturníðingsins Josefs Fritzl í Amstetten,
þar sem hann hélt dóttur sinni fanginni í
kjallaraholu í 24 ár. Lóðin verður meðal
annars öll rannsökuð með hljóðsjá til að
ganga úr skugga um hvort fleiri rými séu
neðanjarðar.
Einnig er unnið að því að yfirheyra meira
en hundrað manns, sem hafa búið í húsinu
síðustu áratugina. Aðrir, sem hafa gefið sig
fram og segjast hafa þekkt Fritzl, eru einnig
yfirheyrðir.
Meðal annars er lögreglan að reyna að
komast að því hvort eitthvað sé hæft í því að
Fritzl hafi útbúið húsakynnin, þar sem
Elizabeth dóttir hans hírðist ásamt þremur
börnum þeirra, þannig að banvænt gas
myndi streyma inn, kæmi eitthvað fyrir
hann. Fritzl segist hafa hótað dóttur sinni
með þessu, svo hún myndi örugglega ekki
reyna að yfirbuga hann meðan hann væri
niðri hjá henni.
Rannsóknarfólk niðri í kjallaraholunni
hefur þurft að gera reglulega hlé á störfum
sínum vegna skorts á súrefni. „Við erum að
reyna að upphugsa einhverjar leiðir til að
bæta loftræstinguna,“ segir Franz Polzer,
lögreglumaðurinn sem stjórnar rannókninni.
- gb
Viðamikil rannsókn á fortíð Josefs Fritzl og níðingsverkum hans:
Kanna hvort fleiri rými séu í húsi Fritzls
UMSETINN RÉTTARMEINAFRÆÐINGUR Fjölmiðlar sátu
um þennan réttarmeinafræðing við innganginn að húsi
Josefs Fritzl í Amstetten.
NORDICPHOTOS/AFP
Ertu þú fylgjandi því að lög-
reglumenn fái árangurstengd
laun?
JÁ 30,3%
NEI 69,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú að misskipting á
Íslandi sé að aukast?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN