Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 8

Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 8
8 3. maí 2008 LAUGARDAGUR MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Raunvísindi B.S. í tölvunarfræði Dipl. í tölvunarfræði B.S. í umhverfis- og orkufræði B.S. í sjávar- útvegsfræði B.S. í líftækni Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Möguleiki á veglegum námsstyrk! Nýnemar sem hefja raunvísindanám við HA haustið 2008 geta sótt um styrk að upphæð 500.000 krónur frá fyrirtækinu Hugviti. Við úthlutun verður litið til árangurs umsækjenda í raungreinum í framhaldsskóla og árangurs þeirra á fyrsta misseri við viðskipta- og raunvísindadeild. SVÍÞJÓÐ Sprengja sprakk í fjölbýlishúsi í miðborg Malmö í gærmorgun. Miklar skemmdir urðu á húsinu, hurðir og gluggar eyðilögðust og gat kom í gólf en enginn slasaðist í sprengingunni, að sögn dagblaðsins Dagens Nyheter. Hátt í þrjátíu manns búa í stigaganginum og hafa þeir allir rýmt íbúðir sínar. Talið er að sprengjan hafi verið sprengd til höfuðs einhverjum í húsinu; hún var að minnsta kosti það kröftug að útilokað er að um venjuleg strákapör hafi verið að ræða, að sögn lögreglunnar. - ghs Sprenging í Svíþjóð: Rúður sprungu og gat kom í gólf SKÁK Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lætur af störfum sem formaður Skáksambands Íslands á aðalfundi þess í dag. Tveir eru í framboði; þeir Óttar Felix Hauksson og Björn Þorfinnsson. „Þetta hafa verið fjögur ham- ingjurík ár þar sem líf mitt snerist um skák allan sólarhringinn. Nú er fínt að skipta um takt og snúa sér að öðru,“ segir Guðfríður. Hún segist helst hlakka til að geta teflt meira sjálf, en oft hafi lítill tími gefist til þess. Síðasta embættisverk hennar var undirritun samnings við menntamálaráðuneytið um eflingu skáklistar í grunnskólum. - kóp Aðalfundur Skáksambandsins: Guðfríður Lilja hættir HÆTTIR Í DAG Guðfríður Lilja hættir sem formaður Skáksambandsins í dag. SERBÍA, AP Víða um serbnesku höfuðborgina Belgrad var í gær búið að setja upp veggspjöld þar sem látið er að því liggja að æðstu ráðamenn landsins séu föðurlandssvikarar fyrir að hafa undirritað samning við Evrópu- sambandið um samstarf og aðildarundirbúning. Á spjaldinu er mynd af Boris Tadic forseta og Bozidar Djelic varaforsætisráðherra við undirritunina í Lúxemborg á þriðjudag, og yfir hana er ritað: „óvinir ríkisins“. Lítið þekkt félag þjóðernissinna er skrifað fyrir birtingunni. Þetta þykir endurspegla þá spennuþrungnu stemningu sem ríkir í aðdraganda þingkosninga í landinu sem fara fram 11. maí. - aa Stjórnmál í Serbíu: Áróður gegn ESB-vináttu „SVIKARAR“ Veggspjaldið umrædda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERÐHÆKKUN Ástæðna gríðarlegr- ar verðhækkunar á SMA þurr- mjólk upp á síðkastið er að leita í mikilli hækkun hráefniskostnaðar á heimsmarkaði, segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu Icepharma sem flytur inn SMA. Í tilkynningunni segir að hinn 10. mars síðastliðinn hafi verð á SMA þurrmjólk hækkað um 50 prósent að meðaltali. Vegna hækkana á heimsmarkaði hafi framleiðslukostnaður Wyeth, framleiðanda þurrmjólkurinnar, aukist gríðarlega, sem skilar sér í þessari miklu hækkun. Í tilkynningunni segir enn fremur að neytendur alls staðar í Evrópu verði fyrir þessum verðhækkunum. - kg Verðhækkun á þurrmjólk: Hækkun upp á 50 prósent Vilja vínbúð á Flúðir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, hefur ásamt fleiri fulltrúum sveitarfélagsins fundað með forsvarsmönnum ÁTVR varðandi opnun vínbúðar á Flúðum. Einnig hefur verið haft samband við fjármálaráðuneytið um vínbúðina sem hreppsnefndin telur vera hluta af nútímaþjónustu á svæðinu. HRUNAMANNAHREPPUR Hreinsunardagur og grill Í dag, laugardag, verður árlegur hreinsunardagur í Heimaey. Félaga- samtökum í Eyjum er úthlutað svæð- um til að hreinsa og fá þau aðstoð frá starfsmönnum Sorpeyðingarstöðvar- innar. Í lokin býður bæjarstjórnin til grillveislu. VESTMANNAEYJAR SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar í Simbabve, segist til í að mynda þjóðstjórn með núverandi stjórn- arflokki, að því tilskildu að Robert Mugabe forseti segi af sér. Mugabe sagðist hins vegar í gær ætla að bjóða sig fram í seinni umferð forsetakosninga, sem Tsvangirai hefur neitað að taka þátt í. Stjórnarandstaðan leggur ekki trúnað á opinberar niðurstöður forsetakosninganna, sem loks voru birtar í gær, rúmum mánuði eftir að kosningarnar voru haldn- ar. Samkvæmt kjörstjórn hlaut Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, 47,9 pró- sent atkvæða, en Robert Mugabe forseti fékk 43,2 prósent. Þar sem enginn hlaut meira en helming atkvæða þarf innan þriggja vikna að halda aðra umferð, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu manna. Tsvangirai hefur haldið því fram að hann hafi fengið 50,3 pró- sent atkvæða og sé því réttkjörinn forseti. Ekki þurfi að halda aðra umferð og hann muni ekki taka þátt í því nema alþjóðlegt eftirlit verði með þeim. Talsmaður Tsvangirais segir nú að kjörstjórn hafi ekki gert full- nægjandi grein fyrir 120 þúsund atkvæðum sem myndu tryggja Tsvangirai sigurinn. - gb Morgan Tsvangirai hafnar opinberum niðurstöðutölum forsetakosninganna: Til í þjóðstjórn án Mugabes FORMAÐUR KJÖRSTJÓRNAR Lovemore Sekeramai, formaður kjörstjórnar í Simbabve, skýrði loks í gær frá opinber- um niðurstöðum forsetakosninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.