Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 10
 3. maí 2008 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Þórir Hall Stefánsson var á þriðjudag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir lík- amsmeiðingu af gáleysi gagnvart konu sinni, með gáleysislegum akstri. Kona Þóris, Helga Jónsdóttir, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún lýsti því hvernig hún reyndi að fá sýslumanninn á Sel- fossi, Ólaf Helga Kjartansson, til að falla frá kærunni, en án árang- urs. Ekki kom fram í grein Helgu að dómur er fallinn. Helga spyr í grein sinni hvort mismunandi sé tekið á málum á milli sýslumannsembætta. Athugun Fréttablaðsins leiðir í ljós að mikil fjölgun hefur orðið á málum sem koma inn á borð lög- reglunnar á Selfossi. Eins og sést á myndinni til hliðar voru þau 204 árið 2001, en 632 árið 2006, en nýrri tölur liggja ekki fyrir. Þessi mikla aukning er langt yfir lands- meðaltali, þar sem málum hefur fækkað á sama tíma úr 8.173 í 7.701. Ólafur tók við embætti á Selfossi í upphafi árs 2002. Ólafur segist ekki vita hvort óeðlilega mikið sé um mál hjá emb- ættinu á Selfossi. Hann minnir á að embættið er gríðarlega stórt; það nær frá brekkunni vestan við Litlu kaffistofuna, austur að Þjórsá og að Kerlingarfjöllum. „Hjá okkur hefur mikill metnaður verið lagður í sýnilega löggæslu og þetta segir væntanlega eitthvað um dugnað lögreglumanna. Við erum að skoða betur af hverju aukningin stafar,“ segir Ólafur Helgi. Árið 2006 lauk 88,8 prósentum mála hjá lögreglustjóranum á Sel- fossi með ákæru, en 74,3 prósent- um yfir landið allt. Ólafur Helgi segir að mál eins og Þóris séu allt- af erfið. Eftir vandlega íhugun hafi verið ákveðið að ákæra í sam- ræmi við gildandi lög og venjur. „Það verður að gæta samræmis í því sem gert er. Þetta er því miður ekki fyrsta ákæran sem gefin er út af mér þar sem ættingjar eða maki koma að málinu,“ segir Ólafur. Hann minnir á að farið hafi verið fram á vægustu refsingu. Tekið sé tillit til fjölskyldubanda „Í nútíma- þjóðfélagi er almennt litið svo á að hjón séu tveir sjálfstæðir einstakl- ingar og það á enn frekar við þegar fólk er ekki í búskap. Menn geta svo spurt sig hvort eðlilegt sé að yfirvöld séu þannig að þau láti undan þrýstingi og einnig hvort eðlilegt sé að beita lögleg yfirvöld svona þrýstingi.“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist fullharkalega fram gengið í málinu. „Rétt hefði verið að leita allra leiða til að fara vægar í sakirnar.“ kolbeinn@frettabladid.is Fjöldi mála þrefald- ast á fimm árum Fjöldi mála hjá lögreglustjóranum á Selfossi hefur ríflega þrefaldast á fimm árum. Sýslumaðurinn segir mikinn metnað hafa verið lagðan í sýnilega lög- gæslu. Maður var sakfelldur fyrir að valda konu sinni tjóni með gáleysi í akstri. SELFOSS BORGARNES KEFLAVÍK LANDIÐ ALLT 2001 2004 2005 2006 20 4 56 2 57 1 63 2 10 3 76 10 8 18 1 31 4 40 7 25 7 31 2 8. 17 3 8. 78 3 7. 25 6 7. 70 1 FJÖLDI MÁLA HJÁ LÖGREGLUEMBÆTTUM HEIMILD: ÁRSSKÝRSLUR RÍKISSAKSÓKNARA SIGURÐUR LÍNDALÓLAFUR HELGI KJARTANSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Nú eftir helg- ina fundar hér á landi í fyrsta sinn stefnumótunarnefnd Evrópusam- taka sveitarfélaga (CEMR), en það er æðsta stofnun samtakanna sem landssambönd héraðs- og sveitar- stjórna í 36 Evrópulöndum eiga aðild að. Þau eru fulltrúar rúm- lega 100.000 sveitarfélaga og hér- aða af öllum stærðum um alla álf- una, frá Portúgal til Úkraínu og Íslandi til Tyrklands. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið aðili að samtökunum síðan árið 1990. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjóri samtakanna, Jeremy Smith, að fyrir fundinum í Reykjavík liggi langur listi mál- efna. Mörg þeirra varða mál sem eru til meðferðar í löggjafarferli Evrópusambandsins og tengjast hagsmunum héraða og sveitarfé- laga, svo sem fjárlög ESB, aðlög- un að loftslagsbreytingum, sam- göngur í borgum og fleira. Þá verði rætt um fullgildingarferli Lissabonsáttmálans svonefnda, nýuppfærðs stofnsáttmála ESB, og væntanleg áhrif gildistöku hans á héraðs- og sveitarstjórnar- stigið. Þá nefnir Smith líka Evrópu- sáttmála um jafnrétti karla og kvenna á þessu stigi stjórnsýsl- unnar. Fulltrúar yfir 700 aðila hafa að hans sögn skráð sig á ráðstefnu sem samtökin hafa boðað síðar á árinu um þetta efni. - aa JEREMY SMITH Framkvæmdastjóri Evr- ópusamtaka sveitarfélaga (CEMR). Stefnumótunarnefnd Evrópusambands sveitarfélaga fundar í fyrsta sinn á Íslandi: Unnið að hagsmunagæslu VARNARMÁLASTOFNUN „Ég er alltaf bjartsýnn þegar ég sæki um nýtt starf og sýnist ég falla ágætlega undir þær hæfniskröfur sem gerð- ar eru. Það kemur í ljós hvernig utanríkisráðuneytinu hugnast þessar sparnaðarleiðir sem ég sting upp á, en miðað við stöðu efnahagsmála og fyrirsjáanlega minnkandi tekjur ríkissjóðs ættu þær að falla í kramið. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarand- stæðinga. Stefán sótti í gær um stöðu forstjóra nýrrar Varnarmála- stofnunar. Að sögn Stefáns munu megin- áherslur hans í starfi verða fólgnar í því að tryggja öryggi þjóðarinnar, með áherslu á friðar- og afvopnun- armál. Hann ætlar sér einnig að minnka allan rekstrarkostnað eins og mögulegt er, meðal annars með því að fella niður kostnaðarsamar heræfingar. „Starfslýsingin gerir ráð fyrir töluverðum samskiptum við NATO þannig að ég verð líklega með annan fótinn í Brussel. Í því fælist líka aukin hagræðing því besti vinur minn er búsettur þar og er einmitt að innrétta hús með gestaherbergi. Ég gæti fengið að gista hjá honum og hef enga trú á að hann fari að senda einhverja reikninga.“ Þeir sem sækja um stöðuna fall- ast á ítarlega bakgrunnsskoðun til að leggja mat á hvort viðkomandi teljist háskalegur. „Ef ég fæ ekki starfið fæ ég í það minnsta stað- festingu á því hvort hernaðar- bandalagið telji mig háskalegan,“ segir Stefán. - kg Stefán Pálsson sækir um starf forstjóra Varnarmálastofnunar: Ætlar að halda umsvifum stofnunarinnar í lágmarki FRIÐARSINNI Stefán Pálsson hefur ýmsar hugmyndir um hagræðingu fyrir Varnarmálastofnun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.