Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 53

Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 53
 3. maí 2008 LAUGARDAGUR 29 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. LSK MENNINGARHÁTÍÐ Í DAG stórveldis AFMÆLI JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON bókaútgefandi er 56 ára. KRISTÍN ÁST- GEIRSDÓTTIR framkvæmda- stjóri Jafnréttis- stofu er 57 ára. JÓNAS JÓNASSON útvarpsmaður er 77 ára. SIGRÚN ELDJÁRN rithöfundur er 54 ára. manns um pólskar kvikmyndir. Inn á milli verður ljóðalestur á pólsku og íslensku, og Vilborg Dagbjarts- dóttir les þýðingu sína á ljóðinu Veni Creator eftir pólska nóbels- skáldið Czeslaw Milosz, en Símon Kuran samdi á sínum tíma sérstakt tónverk við þetta ljóð,“ segir Lauf- ey Erla. Fyrirhugaðar eru fleiri menn- ingarhátíðir á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á alþjóð- legu tungumálaári SÞ og verður sú næsta tileinkuð Armeníu. „Það er ekki yfirlýst markmið að vinna gegn fordómum með þessum hátíðum, en auðvitað væri gaman ef slíkt fylgdi í kjölfarið. Það er svo margt sem við erum ekki meðvit- uð um dags daglega þegar kemur að menningararfi útlendra sam- landa okkar á Íslandi og gaman að vekja athygli á hversu Pólland er mikið stórveldi á sviði menningar og lista, en landið spilaði afar stórt hlutverk í Evrópu fyrr á öldum. Dagskráin er ekki of fræði- leg, heldur sniðin að óskum bæði lærðra sem leikra sem vilja vita meira um Pólland, þjóð þess og menningararf.“ thordis@frettabladid.is LISTIR OG MENNING PÓLLANDS Laufey Erla Jónsdóttir, verkefnastjóri á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, sem heldur pólska menningarhátíð í Þjóðminjasafni Íslands í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hópreið verður úr hesthúsahverfum á höfuðborg- arsvæðinu til guðsþjónustu í Seljakirkju á morgun, sunnudag 4. maí. Slík reið hefur verið fastur liður á hverju vori um nokkurt skeið og dregið til sín fjölda fólks. „Undan- farin ár hefur þessi reiðtúr verið notaður sérstaklega fyrir fjölskylduna alla og það hafa verið myndarleg- ir hópar reiðmanna á öllum aldri sem þyrpst hafa að kirkjunni,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, ánægður. Að hans sögn er lögð áhersla á að taka vel á móti hrossum og mönnum og hafa oft um hundrað hestar beðið í gerði við kirkjuna meðan á messu stendur. Guðsþjónustan á morgun hefst klukkan 14. Sr. Val- geir Ástráðsson, sóknarprestur í Seljakirkju, prédik- ar, Brokk-kórinn, kór hestafólks, syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar en Jón Bjarnason organisti og kirkjukórinn leiða sönginn. Á eftir er boðið upp á ríkulegar veitingar í safnaðarheimilinu. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 13, í Víðidalnum við skiltið, á Gustssvæðinu frá reið- skemmunni og í Andvara frá félagsheimilinu. Riðið til kirkju á sunnudag HESTAMESSA Í SELJAKIRKJU Oft eru um hundrað hestar í gerð- inu þegar messað er.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.