Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 56

Fréttablaðið - 03.05.2008, Síða 56
32 3. maí 2008 LAUGARDAGUR F yrsta maí í Berlín hafa í rúma tvo áratugi verið ansi kröftugar mót- mæla- og kröfugöngur í Kreuz- berg, hverfi sem einkennist kannski helst af tyrkneskum innflytjend- um. Ár hvert safnast þangað alls konar mótmælendur; stjórnleysingjar og pönk- arar, hippar, kommúnistar og aðrir. Nýnastistar hafa sett mark sitt á göngur síðustu ára, en yfirleitt utan Berlínar. Síðast en ekki síst mótmæla óánægðir verkamenn og atvinnuleysingjar, en þeir eru margir í Berlín. Pólitísku gestirnir koma til að krefjast annarrar samfélagsskipunar eða í það minnsta kvarta undan þeirri sem ríkir. Af rauðleitum auglýsingum á götuhornum hefur til dæmis í nokkrar vikur mátt lesa að þegnar landsins losni aldrei úr ánauð, nema að undangenginni byltingu, sem hefjist fyrsta maí. Flestir gestirnir koma þó til að fylgjast með öðrum og til að skemmta sér. Sumir til að slást og eyði- leggja. Eftir að uppúr sauð í hverfinu árið 1987 með götubardögum níu hundruð ung- menna við lögreglu í einar tólf klukku- stundir, var reynt að þynna út mótmælin með því að bæta við Myfest, sem má lýsa sem risastórri útihátíð í miðri borg. Á Myfest eru skemmtiatriði, trúðar, dansarar og hljómsveitir af öllum stærð- um og gerðum halda tónleika á götum úti og fólkið syngur og trallar með. Fátt minnir þá á baráttu verkalýðsins, heldur eru götur og torg troðfull af ungu brosmildu fólki sem drekkur bjór og tyggur kebab. Alls konar reykingalykt er í lofti og þetta snýst bara um að djamma, að því er virðist. Báknið burt En í næstu götu er lúðrablástur og svartir og rauðir fánar stjórnleysingjanna blakta. Þeir ganga hratt um götur og í þúsunda- tali. Þýskir stjórnleysingjar eru merkilega venjulegir í útliti og á öllum aldri. Háskólafólk upp til hópa. Margir pönkarar ganga með stúdentun- um en pönkararnir halda sig þó flestir í pönkgöngunni, sem er alls engin ganga heldur stjórnleysi í reynd; pönkararnir liggja á víð og dreif, fullir og vitlausir og kaldhæðnislega merktir „white pride“. Sannarlega rjómi og stolt hins hvíta kyn- stofns. Vitlaus maður á röngum stað Viðbúnaður lögreglunnar er og ótrúlega mikill. Svo vildi til að ákveðnir hópar löggunnar voru í verkfalli fyrsta maí í ár og var því sagður nokkur skortur á lög- reglumönnum. En svo var ekki að merkja, því þrátt fyrir verkfallið voru lögreglu- bílarnir tugum saman í nánast hverri götu nálægt hátíðinni. Hefðu lögregluyfirvöld í Reykjavík áhuga á að kynna sér hvað „sýnileiki“ lög- reglu snýst um í fylleríi ungmenna skal henni vinsamlegast bent á að mæta til Berlínar að ári. Löggubíll er þar á hverju horni og liðsaukinn bíður átekta í hæfi- legri fjarlægð. En það er ekki fyrr en fer að nátta að til raunverulegra kasta lög- gæslumanna kemur. Þá eru pönkarar og aðrir mótmælendur orðnir úrillir og flest- ir drukknir. Á fimmtudaginn tóku nokkrir þeirra eftir því að sjálfur lögreglustjóri Berlín- ar, hann Dieter Glietsch, var að spóka sig á Lausitzer-torgi. Ekki leið á löngu áður en fyrsta tóma flaskan var í loftinu og á leið til hans. Glietsch slapp ómeiddur, en verra var að ljósmyndarar náðu honum á mynd þar sem hann er leiddur burtu á hlaupum af sterklegum lögreglumönnum. Myndin rataði svo á forsíður flestra dagblaða Berlínar daginn eftir og undir mis - skemmtilegum fyrirsögnum. Ordnung muß sein! Upp úr miðnætti var komið nóg af fjör- inu, að mati næstum fimm þúsund lög- reglumanna. Þessu voru mómælendur og félagsljón auðvitað ósammála. En lög- reglan hlustar víst ekki á kröfur annarra en þeirra sem vilja að mestu óbreytt ástand og svefnfrið. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að kynnast því á eigin skinni hvernig stórum hópi fólks var smalað saman af lengjum fílefldra, vígbúinna og brynvarðra lög- reglumanna, sem báru kylfur, hjálma og skildi. Táragasið var á sínum stað en lög- reglan var síst áhugasöm um að nota það. Heilt torg, fullt af fólki, var síðan rýmt á afar skipulegan hátt og skyndilega. Tón- listin þagnaði og upp reis lög og regla með myndugri fjöldastýringu, sem virtist geta verið ansi óþægileg. Blaðamaður komst þó ómeiddur undan og með nokkuð meiri reisn en blessaður lögreglustjórinn. Einir þrettán manna hans særðust síðar um nóttina og voru á þriðja tug mótmælenda handteknir. Þeir endurtaka svo leikinn að ári. Lögreglustjórinn leggur á flótta Fimmtudaginn 1. maí var víða heitt í kolunum í Þýskalandi og brutust út óeirðir í Berlín og í Hamborg. Lögreglustjóri Berlínar komst í hann krappan þegar mótmælendur gerðu aðsúg að honum í Kreuzberg, hverfi sem þekkt er fyrir mótmæli og óeirðir á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Klemens Ólafur Þrastarson gekk um hverfið og mátti þakka fyrir að lenda ekki undir lögreglunni. 1. MAÍ SÍÐUSTU ÁRA 1987: Um 900 ungmenni slást við lögregl- una í hálfan sólarhring. 1991: „Byltingarsinnaða 1. maí-mótmæla- gangan“ haldin í fyrsta sinn í austur- hluta borgarinnar. 1999: Lögreglan skilgreinir að nýju lág- marksviðbúnað sinn. Óeirðir í Kreuz- berg um kvöldið: 139 lögreglumenn særast og 213 mótmælendur gista fangageymslur. 2003: 175 lögreglumenn særast í grjótregni mótmælenda. Kveikt í bílum. 2007: 115 handteknir og 43 lögreglumenn særast. Heimild: Welt Kompakt Tengingu fyrsta dags maímánaðar við baráttu verkalýðs má rekja til ársins 1886 þegar lög- reglan í Chicago skaut á og myrti verkamenn sem börðust fyrir því að lögbundinn vinnudag- ur yrði takmarkaður við átta klukkustundir. Franskir verkalýðsforkólfar ákváðu síðar að minnast þessa hermdarverks og gerðu það fyrst árið 1890. Þrátt fyrir þennan uppruna dagsins hefur í gegnum tíðina verið lítið um kröfugöngur verkalýðs hinn 1. maí í Bandaríkjunum. Það hefur þó færst í aukana síðustu ár, í kjölfar fjölda suður-amerískra innflytjenda. En í Bandaríkjunum hefur víða verið haldið upp á upp á daginn sem sérlega amerískan dag. Í sumum ríkjum er 1. maí kallaður Dagur tryggðar við Bandaríkin eða Hollustudagurinn (Loyalty Day). Jafnvel Dagur ameríkaníseringar, en það var upphaflega bandaríska heitið árið 1921. Hollustudagurinn var opinberlega viður- kenndur af bandaríska þinginu árið 1958 og hélt Dwight Eisenhower forseti hann hátíðleg- an í fyrsta skipti ári seinna. Þessum þjóðernissinnuðu nafngiftum var ætlað að draga athyglina frá 1. maí sem degi verkalýðsins, og má rekja til þess að ráðamenn vestra vildu vinna gegn alþjóðlegri bylgju verkalýðsbaráttu, og auðvitað rússnesk-komm- únískum áhrifum. Verkalýðsdagur Bandaríkjamanna er haldinn hátíðlegur í september. En í kjölfar mikillar fjölgunar innflytjenda í seinni tíð hafa kröfugöngur þó víða orðið áberandi á hinum alþjóðlega degi. DAGUR HOLLUSTU VIÐ AMERÍSKT FRELSI ÚR GÖNGU STJÓRNLEYSINGJA Mótmælin í Berlín á fimmtudaginn hófust í mestu ró og spekt en lög- reglan segist hafa orðið fyrir grjótkasti þegar leið á nóttina. Minnst 13 lögreglumenn voru sagðir hafa særst í átökunum. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS ELDS ER ÞÖRF Hentugt þykir mótmælendum og öðrum gestum hátíðarinnar að kveikja lítil bál. Þau ylja jú kroppnum og lýsa upp nóttina. Lögreglan er ljósfælnari og slekkur jafnharðan. NORDICPHOTOS/AP LÖGREGLAN Á UNDANHALDI Hér, á bakvið lífverðina, má sjá glitta í lögreglustjóra Berlínar þar sem hann er leiddur á brott frá grjót- og flöskukasti ofbeldisfullra mótmælenda. NORDICPHOTOS/AFP Hinn ellefta apríl 1968 gekk smiðurinn Josef Bachman upp að helsta leiðtoga vinstrisinnaðra stúdenta úti á götu og spurði: Ert þú í alvöru þessi Rudi Dutschke? Já, svaraði Dutschke. Bachman tók þá byssu úr fórum sínum og skaut þrisvar í höfuð og búk viðmælandans. Bachman skýrði gjörninginn seinna með því að hann hataði kommúnista. Daginn eftir árásina fóru um 2.000 vinstri- sinnaðir nemendur að skrifstofum hægrisinn- aða útgáfufélagsins Axel Springer og gerðu sig líklega til að ráðast þar inn í mótmælaskyni við ritstjórnarstefnu fjölmiðla þess, svo sem blaðanna Bild og Die Welt. Prentmiðlar Springer-veldisins höfðu tekið virkan þátt í pólitískri umræðu árið 1968 og á heldur óábyrgan hátt. Í leiðurum blaðanna var til að mynda hvatt til þess að komið yrði í veg fyrir „hryðjuverk“ ungra rauðliða með því að „útrýma vandræðagemlingunum“. Mótmælendurnir gerðu því útgefandann Axel Springer, stundum kallaður Rupert Murdoch Þýskalands, ábyrgan fyrir tilræðinu. Dutschke var aftur gerður að píslarvætti sinnar kynslóðar. Í ár var Kochstræti í Kreuzberg-hverfi endurnefnt í minningu Dutschkes og í næsta nágrenni Springer-forlagsins. Þetta var gert þrátt fyrir miklar mótbárur nokkurra íbúa Koch- strætis, sem hafa rekið dómsmál gegn þessu í boði fjölmiðlaveldisins. En Rudi Dutschke-gata heitir hún samt og liggur að Axel Springer-götu. Ýmsum Berlínar- búum þykja það síðbúin en makleg málagjöld að umferð úr Rudi Dutschke-götu hefur forgang inn á Axel Springer-götu. VINSTRI UMFERÐ LOKS Í FORGANG SÖGULEG GATNAMÓT NORDICPHOTOS/AFP STÚDENTALEIÐTOGINN Árásarinnar á Rudi Dutschke hefur víða verið minnst í Berlín fyrir dag verkalýðsins í ár, þegar fjörutíu ár eru liðin frá því að þessi vonarstjarna þýsku ´68 kynslóðarinnar var skotin niður á götu úti. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.