Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 61

Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 61
LAUGARDAGUR 3. maí 2008 VALGEIR GUÐJÓNSSON Tónlistarmaður- inn Paul Simon er í miklu uppáhaldi hjá Valgeiri Guðjónssyni. PAUL SIMON Paul Simon er að mati Valgeirs einn af þeim allra stærstu í bransanum. „Hann er einn af hinum tröll- auknu, jafnlágvaxinn og hann er,“ segir tónlistarmaðurinn Val- geir Guðjónsson um eitt af átrún- aðargoðum sínum, Paul Simon, sem spilar í Laugardalshöll 1. júlí. Valgeir byrjaði að hlusta á Simon í menntaskóla en varð enn hrifnari af honum eftir að hann hóf sólóferil sinn. „Hann er bæði stórkostlegur tónsmiður og gerir frábæra texta. Síðan hefur hann ævinlega haft vit á að fá bestu mennina með sér. Hann er með miklar tónlistarpælingar, bæði hvað varðar hljómana sem hann notar svo ekki sé talað um slag- verkið sem hefur alltaf fylgt honum,“ segir Valgeir og játar að Simon hafi haft mikil áhrif á sig. „Ég legg hann að jöfnu við þá stærstu. Ef það er hægt að setja einhvern á topp þrjú eða topp fimm-lista þá er hann þar á mínu heimili.“ Ef Valgeir þyrfti að velja um að sjá Paul Simon, Bob Dylan eða Eric Clapton, sem eru allir á leið- inni til landsins, yrði Simon fyrst- ur fyrir valinu. „Ég er ótrúlega duglegur að láta tónleika fara framhjá mér en þetta eru ómiss- andi tónleikar,“ segir hann. „Ég sá Dylan um árið og ég myndi ekki hugsa mig tvisvar um ef ég þyrfti að velja á milli þeirra. Ég er reyndar mjög hrifinn af Dylan en kannski ég refsi honum fyrir það hvað stór hluti tónleikanna í Höllinni um árið var bara ekki nógu góður. Ég var hrifinn af kassagítar-hlutanum en annars var þetta bara rafmagnsgítar- garg sem er algjörlega óþolandi nema það sé þeim mun betur gert.“ - fb Valgeir tekur Simon fram yfir Dylan Eigum nokkra hákarlapotta eftir. Rýmingarsalan heldur áfram Eigum gríðarlegt úrva l af tröppum og fylgihlu tum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.