Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 62
38 3. maí 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON ÞÚ GÆTIR UNNIÐ HITMAN Á DVD! Leystukrossgátuna! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Fjarlægðin fegrar næstum allt, en gerir aðra hluti fyndnari en ella. Einir 2.390 kílómetrar duga í það minnsta lítið til að fegra atvinnu- bullara, en það má flissa yfir þeim. Í umræðuþætti Íslands fara þeir gjarnan með gamanmál og undar- legar staðhæfingar sem sjaldan eru sannreyndar. Því þetta á fyrst og fremst að vera skemmti- legur þáttur. Sem hann er. Við sjáum hann stundum hér í tölv- unni. Á dögunum mættu þar tveir úr stjórn- arandstöðu og tvö úr stjórn. Þau ræddu landbúnað og innflutning á kjöti, en fjöl- skyldan hafði þá nýlokið við að innbyrða þýskar pylsur og léttsteikt egg. Þingmaður skammsýnna bænda var brúna- þungur enda með áhyggjur af því að einhverj- ir dýralæknar hefðu sannað að lífshættulegir sjúkdómar myndu fylgja kjötmetinu. Hann var ekki spurður nánar út í það þótt hann virtist á svipinn vita upp á sig bullskömmina. Enda brostum við út í annað hér í stofunni. Reyndari þingmaður lét þá sitt ljós skína og setti vikt í húmorinn: Segðu mér, Egill, hvers vegna heldur þú að aldrei sé boðið upp á linsoðin egg á hótelum í Evrópu? Lét svo í veðri vaka að það væri vegna einhverrar sýkingarhættu og pestardjöfla. Nú var brosið orðið breitt í stofunni. Meðan háttvirtur malaði, þá eins og endurhljómaði á bak við hann vaðallinn bráðfyndni um gæði íslensks landbúnaðar og bestu bænda í heimi. Þetta ósagða bull líkamnaðist svo í munni menntamálaráðherra sem fór að tala um íslenskar mjólkurvörur. Sann- arlega bestar í heimi! Það var hlegið upphátt í stofunni. Hér í Germ- aníu hefur fjöl- skyldan nefni- lega dvalist í nokkrar vikur og er orðin nokkuð örugg um að þýsk matvara sé ekki eitruð. Sérstaklega eru mjólkurvör- urnar reyndar góm- sætar, hvað svo sem ráðherrann segir. Smjörið er til dæmis afburðagott og betra en ódýra írska smjörið. Góðar eru og ann- arra þjóða afurðir; danska sultan, spænsku tómatarnir og brauðið, ostarnir frá Grikkja- og Tyrkja- landi og allt það. Og við borðum gjarnan létt- steikt og líttsoðin egg. Þau eru kölluð lífræn og eru ódýr. Þá hugs- um við til þingmanna sem ekki hafa komið til útlanda eða ekki skilið matseðilinn á hótelinu. Og við flissum einsog fífl. Evrópska eggið Góð vika fyrir ... Láru Ómarsdóttur. Hún sagði upp störfum á Fréttastofu Stöðvar 2 eins og frægt er orðið. En Lára var ekki lengi atvinnulaus. Tilboðin streymdu inn og Lára gat valið úr störfum. Hún er nú upplýsingafull- trúi hjá Iceland Express. Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri, hefur þann hátt á að atyrða alla blaðamenn sem leggja fyrir sig þann starfa og telja þá svikara. En Lára, líkt og aðrir sem róa á þau mið, hefur ráð á að gefa lítið fyrir slíkar athuga- semdir því hún er á helmingi hærra kaupi sem upplýsingafulltrúi en sem fréttamaður en Jónas hefur ekki, svo vitað sé, gert neitt til að hefja blaðamennskuna uppúr því hjólfari að teljast láglaunastarf. Jóhönnu Sigurðardóttur. Hennar tími er svo sannarlega kominn. Meðan allt er í kaldakoli og stjórnmálamenn flestir súpa seyðið af því með tilheyrandi óvinsældum og bölmóði ... þá blómstrar Jóhanna. Í nýrri könnun Capacent er hún vinsælasti ráðherrann en 60 prósent landsmanna eru ánægð með störf hennar. Þórunni Sigurðardóttur. Hún er nú að láta af störfum sem stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík til þess eins að setjast í stjórn EFA – European Festival Association – á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Antalya í Tyrklandi. Löngu er tímabært að Þórunn láti til sín taka í menningunni á heimsvísu. Slæm vika fyrir ... Guðlaug Þór Þórðarson. Það að taka að sér heilbrigðisráðu- neytið hefur sýnt sig í því að vera hálfgert pólitískt sjálfsmorð. Og það virðist eiga við um Guðlaug Þór sem og aðra. Hjúkrunarfræð- ingar keyrðu Gulla út í horn sem sá þá einu leið út að fallast á allt sem þeir höfðu fram að færa. En það sem ekki drepur mann... styrkir mann. Einar Benediktsson, forstjóra Olís, og reyndar aðra olíufursta. Eins og þeir séu ekki búnir að þola nóg vegna samráðsins – hæddir og spottaðir – en, nei. Sigurður trésmiður Hreinsson frá Húsavík lætur sér ekki segjast og höfðaði mál gegn Keri, áður Olíufélaginu, og hafði sigur. Fimmtán þúsund í skaðabætur er kannski ekki stór biti en Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, skorar á sveitarfélög landsins að fylgja fordæmi Sigga smiðs. Og þá gæti nú farið að muna um. En, eins og Davíð segir, það eru alltaf neytendur sem borga brúsann á endanum. Andrés Magnússon. sem hefur tekið að sér, eftir að Ólafur Teitur Guðnason hvarf af Viðskiptablaðinu til betur launaðra starfa hjá Straumi, að vera samviska blaðamannastéttarinnar. Eða eins og segir í síðasta pistli þar sem Andrés vandar almennt um við blaðamenn: „... mikilvægt [er] að menn varist að blanda saman fréttaflutningi og málflutningi...“ Í pistlinum rekur Andrés meðal annars meint afglöp Láru Ómarsdóttur á ferli hennar, til dæmis að hún hafi látið þess ógetið í frétt Stöðvar 2 af verðkönn- un í ritfangaverslunum þar sem Office One kom best út að hún að hún var áður verslunarstjóri þar. Meinið er að Lára var aldrei verslunar- stjóri hjá Office One, hún starfaði áður hjá Griffli, Pennanum sem og Office One þaðan sem hún var reyndar rekin. Þannig að ef Andrés telur að blaðamenn miði fréttaflutning sinn ávallt við persónulegan hag og/eða pólitískar skoðanir á það ekki við um Láru í þessu tiltekna dæmi. Hvernig var þetta með glerhúsið? KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.