Fréttablaðið - 03.05.2008, Side 66
42 3. maí 2008 LAUGARDAGUR
Sýning á myndskreytingum eftir Jón Bald-
ur Hlíðberg opnar í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í dag. Viðfangsefni myndanna
eru íslenskar kynjaskepnur úr þjóðsögum,
en með sumrinu koma myndskreytingar
Jóns út á bók á vegum Forlagsins ásamt
texta eftir Sigurð Ægisson, þjóðfræðing og
sóknarprest á Siglufirði.
Bókin ber sama titil og sýningin, Kynjaskepnur, en
í henni er fjallað um náttúrufræði íslenskra þjóð-
sagnadýra. Jón hefur talsvert unnið myndskreyt-
ingar fyrir náttúrufræðibækur á borð við Íslenska
fugla og Íslensk spendýr og því kom víðtæk þekk-
ing hans á dýrafræði að góðum notum við myndlýs-
ingu þessara dularfullu dýra sem enginn hefur séð
í raun og veru. „Ég kaus að nálgast þessi dýr eins og
raunverulegar skepnur. Ég hafði fram að þessu
unnið flestar dýramyndskreytingar mínar eftir
raunverulegum fyrirmyndum, en það var nátt-
úrulega ekki hægt í þessu tilfelli. Ég kynnti
mér því afar vel allar lýsingar á tilteknum
kynjaskepnum og þó að þeim bæri ekki allt-
af saman reyndi ég að finna rauða þráðinn
í þeim og ímynda mér dýrið út frá því.
Aftur á móti forðaðist ég sem heitan
eldinn að gera einhver ógurleg
skrímsli úr þessum skepnum, enda
gáfu sögurnar ekki oft tilefni til
þess,“ segir Jón.
Á sýningunni má sjá myndir af
framandi skepnum á borð við
skoffín, urðarkött, hrosshval, loð-
silung og öfugugga. En hvernig í
ósköpunum kviknaði sú hugmynd
að gefa út náttúrufræðibók um
þessi goðsagnakenndu dýr?
„Ég hef töluvert unnið sem
leiðsögumaður og hef í
því starfi reynt að miðla
til fólks sögunum af
þessum dýrum. Margt
fólk kannast ekkert við þessi dýr, enda þykja sumum
þjóðsögurnar þar sem þau koma fyrir óaðgengileg-
ar og erfiðar. Mig langaði til að vekja þessar skepn-
ur aftur til lífsins í meðvitund þjóðarinnar og fékk
því hugmyndina að bókinni. Myndskreytingar
mínar sækja í náttúrufræði, en textinn hans Sigurð-
ar stendur föstum fótum í þjóðfræði. Þannig reyn-
um við að færa þessar gömlu sögur inn í nútímann
og koma þeim aftur á dagskrá.“
Sögur af kynjadýrum vekja alltaf nokkurn áhuga
almennings, enda framandi og spennandi. Jón telur
að slíkar frásagnir eigi sér þó rökréttar útskýring-
ar. „Það koma reglulega ýmis flækingsdýr hingað
til lands; síðast í fyrra sást til leðurskjaldböku í
sjónum skammt frá landi. Það má því leiða líkur að
því að fólk hafi fyrr á öldum rekist á ýmis dýr sem
það kannaðist ekki við og búið til sögur um þau. Það
er ekki þar með sagt að fólk hafi trúað hverju sem
er þá, frekar en í dag, en þessar sögur höfðu ótví-
rætt skemmtanagildi á tíma þegar ekki var mikið
um afþreyingarefni.“
Sýningin Kynjaskepnur stendur til
7. september og vert er að geta
þess að þeir Jón og Sigurður,
höfundar fyrrnefndrar bókar,
verða með leiðsögn um sýn-
inguna kl. 15.30 í dag.
vigdis@frettabladid.is
Kynjaskepnur vaktar til lífsins
Danski trompetleikarinn Per Nielsen heldur tónleika í Langholtskirkju í
dag kl. 15 ásamt píanóleikaranum Carl Ulrik Munk-Andersen.
Nielsen er einn virtasti tónlistarmaður Dana og nýtur tón-
list hans að auki nokkurra vinsælda þar í landi. Hann
útskrifaðist árið 1973 frá Konunglega tónlistarháskólan-
um í Kaupmannahöfn og starfar sem sólotrompet-
leikari við Suður-jósku sinfóníuhljómsveitina. Hann
hefur gefið út 14 geislaplötur með trompetleik
sínum sem selst hafa í yfir 350.000 eintökum.
Á tónleikunum í dag fær Nielsen til liðs við sig
Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar, en með honum syngur kórinn meðal annars
Laudate Dominum eftir Mozart og Slá þú hjartans
hörpustrengi eftir J. S. Bach. - vþ
Trompettónar óma
SELAMÓÐIR Ein af myndskreytingum
Jóns Baldurs Hlíðbergs á sýningunni
Kynjaskepnur.
NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA!
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Sýnt í Salnum Kópavogi
Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is
og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir
viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða-
sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi.
Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það
HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning
Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga.
Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK Fös 2
/5
kl. 19
Fös 2/5
kl. 21
Lau 3/5
kl. 20
Lau 3/5
kl. 22
Fös 16/5
kl. 19
Fös 16/5
kl. 21
Lau 17/5
kl. 19
Lau 17/5
kl. 21
Örfá sæti laus
Örfá sæti laus
Örfá sæti laus
Örfá sæti laus
Uppselt
S Ý N I N G A R
„HEILMIKIÐ FYRIR
PENINGINN“– M.K. MBL „Fyndinn ma
ður
um fjár
mál“
– P.B.B
. Frétta
blaðið
DAGUR HARMONIKUNNAR
Tónleikar Harmonikufélags Reykjavíkur verða haldnir
í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 14:00.
Flytjendur eru: Harmonikusnillingurinn Vadim Fjodrov,
nemendur Vadims og hljómsveitir Félags harmoniku-
unnenda á Suðurnesjum, Harmonikufélags Selfoss
og Harmonikufélags Reykjavíkur.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
HARMONIKUBALL
í kvöld kl. 22:00
í Húnabúð, Skeifunni 11 Reykjavík.
Allir velkomnir.
Aðgangseyrir: kr. 1.500.
Harmonikufélag Reykjavíkur
LAUG. 2. OG SUNN. 3. MAÍ
HVERS VIRÐI ER ÉG?
GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU
BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR
LAUGARDAGUR 3. MAÍ KL. 14
SELLÓTÓNLEIKAR TR
ÁSTA MARÍA KJARTANSDÓTTIR
LAUGARDAGUR 3. MAÍ KL. 17
FIÐLUTÓNLEIKAR LHÍ
JOAQUIN PALL PALOMARES
SUNNUDAGUR 4. MAÍ KL. 13
LÚÐRAHLJÓMUR
SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓP. OG
BLÁSARASVEIT ÁRNESS.
SUNNUDAGUR 4. MAÍ KL. 16
PÍANÓTÓNLEIKAR LHÍ
HELENE INGA STANKIEWICZ
SUNNUDAGUR 4. MAÍ KL. 20
TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR
HRAFNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
OG MARTYN PARKES
MÁNUDAGUR 5. MAÍ KL. 18
VORTÓNLEIKAR FJÖLMENNTAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ KL. 20
FIÐLUTÓNLEIKAR
GEIRÞRÚÐUR ÁSA GUÐJÓNSDÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ KL. 20
TÍBRÁ: TRÍÓ ROMANCE
VORSTEMNING OG GLEÐI
Í tilefni tónleikanna
verða diskar Hjaltalín
og Önnu á sérstöku
tilboðsverði í búðinni.
15:00 Anna Jónsdóttir sópran flytur lög af nýrri
plötu sinni Móðurást við undirleik Sigríðar Freyju
Ingimarsdóttir píanóleikara.
15:30 Dansdúettinn Fiskur og Björn flytja nýtt
dansverk sitt „Bækur og Blóð“; átakamikið verk
um lestur, hatur og bækur.
16:00 Hljómsveitin Hjaltalín flytur nokkur lög
af plötu sinni Sleepdrunk Season.
í Máli og menningu í dag
LANGUR
LAUGARDAGUR