Fréttablaðið - 03.05.2008, Qupperneq 73
LAUGARDAGUR 3. maí 2008 49
Lagið I Know You Sleep af
væntanlegri plötu hljómsveitar-
innar Bang Gang er komið í
spilun á flestum útvarpsstöðvum
landsins. Einnig er hægt að heyra
lagið á myspace-síðu sveitarinnar,
Myspace.com/banggangband.
Fimm ár eru liðin síðan önnur
plata Bang Gang, Something
Wrong, kom út við góðar undir-
tektir. Auk nýju plötunnar er
fleira framundan hjá Bang Gang
því sveitin, ásamt frönsku
söngkonunni Keren Ann, hefur
verið valin til að spila á lokatón-
leikum Listahátíðar í Reykjavík
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Spila þau lög frá ferli beggja í
útsetningum Þorvaldar Bjarna.
Nýtt lag frá
Bang Gang
BARÐI OG KEREN Barði Jóhannsson, for-
sprakki Bang Gang, og söngkonan Keren
Ann spila á Listahátíð í Reykjavík.
Keith Richards, gítarleikari
Rolling Stones, hefur viðurkennt
að vera ekki mikill aðdáandi
Davids Bowie. Í viðtali við
tímaritið Uncut sagði hann að
Changes af plötunni Hunky Dory
væri eina Bowie-lagið sem hann
myndi eftir.
„Þetta snýst allt um að stilla sér
upp fyrir myndavélarnar hjá
honum. Þetta hefur ekkert með
tónlist að gera og hann veit það
sjálfur,“ sagði Richards. „Ég man
ekki eftir neinu öðru lagi sem
hefur fengið hárin á mér til að
rísa.“
Richards er um þessar mundir
að kynna Rolling Stones-myndina
Shine a Light, sem er sýnd í
kvikmyndahúsum víða um heim.
Ekki hrifinn
af Bowie
KEITH RICHARDS Gítarleikari Rolling
Stones er ekki aðdáandi Davids Bowie.
Þriðja sólóplata rapparans Sesars
A, Of gott, kemur út 20. maí.
Platan átti upphaflega að koma út
snemma í desember í fyrra en
vegna ófyrirséðra atburða kom
hún út í lok desember og því var
útgáfunni frestað.
Sesar A vann plötuna með
hléum samhliða því sem hann
nam kvikmyndaleikstjórn og
matreiðslu þegar hann bjó á
Spáni. Lagið Hosur grænar er
væntanlegt í spilun á næstunni
auk þess sem myndband við lagið
er á leiðinni. DVD-mynddiskur
með heimildarmyndum og
myndböndum er síðan væntanleg-
ur með plötunni Of gott í viðhafn-
arútgáfu sem fer í dreifingu í
sumar.
Of gott frá Sesari í maí
SESAR A Rapparinn Sesar A gefur út
plötu sína Of gott hinn 20. maí næst-
komandi.
Tónlistarmaðurinn will.i.am. úr hljómsveitinni Black
Eyed Peas segir að sveitin ætli að spila í Kína í júní
þrátt fyrir að listamenn hafi verið hvattir til að
sniðganga landið vegna mannréttindabrota stjórn-
valda.
will.i.am. segir að framkoma Kínverja gagnvart
Tíbetbúum hafi verið slæm en finnst ekki rétt að
refsa heilli þjóð fyrir hegðun ráðamanna. „Ef
Bandaríkjamenn vilja virkilega láta sig málið varða
eiga þeir að hætta að flytja inn kínverskar vörur og
hætta að borga til baka skuldir sínar,“ sagði hann.
„Menn vilja sniðganga Ólympíuleikana. En er rétt að
refsa almenningi þegar hann hefur ekkert um það að
segja hvernig málum er háttað?“
Refsar ekki Kínverjum
BLACK EYED PEAS Tónlistarmaðurinn will i.am. vill ekki refsa
kínverskum almenningi.
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 - Bæjarlind 12 - S: 544 4420 - www.egodekor.is
Madrid leðurtungusófi – EINGÖNGU Í BRÚNU LEÐRI
Stærð: 305cmX220cm
Verð áður: 258.000,- -30% Verð nú: 180.600,-
Grando 4 sæta sófi og skemill
Stærð: 290cmX93cm - Skemill: 87cmX70cm
Verð áður: 164.000,- -25% Verð nú: 123.000,-
VORT I LBOÐ Á SÓFUM
20-30% AFSLÁTTUR
Austria tungusófi
Stærð: 333cmX200cm
Verð áður: 188.000,- -20% Verð nú: 150.400,-
Appolo hornsófi og skemill
Stærð: 280cmX220cm - Skemill: 100cmX75cm
Verð áður: 218.000,- -20% Verð nú: 174.400,-
Svefnsófi
Stærð: 280cmX185cm
Fáanlegur í dökkbrúnu og ljósbrúnu tweed áklæði
Verð áður: 187.000,- -20% Verð nú: 149.600,-
4 sæta sófi og skemill
Stærð: 270cmX100cm - Skemill: 100cmX100cm
Fáanlegur í ljósbrúnu og rauðu tweed áklæði
Verð áður: 158.000,- -20% Verð nú: 126.400,-