Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 16
16 4. maí 2008 SUNNUDAGUR Þ að hlýtur að vera eitt- hvað bogið við það að bestu lífsskilyrðin sé að finna í landi sem er jafnframt með hæstu fæðingar- og skilnaðartíðni í Evrópu og mestu atvinnuþátttöku kvenna. Menn kynnu einmitt að álíta sem svo að þar sem aragrúi er af börnum, brotnum heimilum og einstæðum mæðrum hljóti að finn- ast uppskriftin að félagslegri óreiðu og eymd. Sú er þó ekki raunin á Íslandi, sem varð í efsta sæti Human Development Index (UNDP) um lífgæði. Þar er gerð úttekt á þjóðfélaginu, efnahag og námsmöguleikum. Ísland skoraði þar hæst. Tímaritið The Guardian gerði einnig rannsókn árið 2006 og þar segir að Íslendingar séu ham- ingjusamasta þjóð heims (til að sýna fram á sannleiksgildi hennar má geta þess að Rússar reyndust vansælastir allra þjóða). En hvern- ig fara Íslendingar að því að vera svona hamingjusamir í landi þar sem skammdegi þjarmar að sálar- tetrinu en síðan koma albjört sumur? Áföllin vinna ekki á eyjaskeggjum Oddný Sturludóttir, sem er 31 árs tveggja barna móðir, rakti fyrir mig raunir 25 ára vinkonu sinnar. Hún er þriggja barna móðir en ekki er langt síðan barnsfaðirinn lét sig hverfa. „Henni finnst hún ekki vera í neinum ógöngum,“ segir Oddný. „Hún er full af bjart- sýni og býr sig undir að láta til sín taka í lífi og starfi.“ Þetta viðhorf vinkonunnar, sem fannst ekkert tiltökumál að vera í aðstæðum sem flestar konur ann- ars staðar á Vesturlöndum teldu hina mestu hörmung, getur hjálp- að til við að skilja af hverju þessir 313 þúsund íbúar eru svo skyn- samir, hamingjusamir og miklir sigurvegarar í lífinu. Þar koma einnig aðrir þættir inn í og af nógu er að taka. Þjóðin er í hópi þeirra sex ríkustu þegar miðað er við tekjur á hvern íbúa, lífslíkur karla eru þær mestu í heiminum og lífslíkur kvenna meðal þeirra mestu, Íslendingar eru eina þjóðin innan NATO sem ekki er með her (slíkt hefur verið bannað í 700 ár), hvergi eru far- símar jafn útbreiddir og þar, bank- ar landsins eru í örari útrás en ann- ars staðar þekkist, hvergi kaupa íbúarnir fleiri bækur, útflutningur hefur vaxið gríðarlega, loftið er kristaltært, heita vatnið rennur í hús þeirra úr iðrum jarðar og svona má lengi telja. Arfleifðin frá víkingunum Ekkert af þessu væri mögulegt ef Íslendingar byggju ekki við það öryggi sem þar ríkir. Þeir hafa frá aldaöðli verið einhuga um að búa vel að börnunum meðan þau eru að komast til manns og lætur þar enginn sitt eftir liggja. Þessi rót- gróna hefð á rætur sínar að rekja til víkinganna. Reyndar settu þeir ekki fyrir sig að ræna og nauðga á ferðum sínum en siðferðiskennd- inni var þó þannig háttað að þeir létu enga öfund í ljós vegna ævin- týra eiginkvennanna í fjarveru karlanna, sem gat varað í árarað- ir. Gömul kona útskýrði þetta fyrir mér í minni fyrstu Íslandsferð fyrir tveimur árum. „Karlarnir fóru í víking en konurnar réðu ríkjum heima fyrir. Þær eignuðust börn með húskörlunum en eigin- mennirnir gengu þeim í föðurstað þegar heim var komið og fögnuðu bara barnaláninu.“ Oddný er gott dæmi um þessa arfleifð. Hún er píanóleikari, grannvaxin og aðlaðandi. Hún talar reiprennandi þýsku, þýðir bækur úr ensku yfir á íslensku og er borgarfulltrúi í Reykjavík. Hún varð ólétt eftir Þjóðverja fyrir fimm árum þegar hún var við nám í Stuttgart. Á meðgöngunni sagði hún svo skilið við barnsföðurinn og tendraði bál úr gömlum ástar- glæðum með rithöfundinum og listmálaranum Hallgrími Helga- syni. Þau héldu á heimaslóðir þar sem þau bjuggu nýfæddum drengnum bú og nú eiga þau svo saman eina dóttur. Hallgrímur sér vart sólina fyrir börnunum tveim en Oddný telur það afar mikilvægt að drengurinn viðhaldi tengslun- um við líffræðilegan föður sinn. Þess vegna fer sá þýski reglulega til Íslands og gistir hjá þeim Odd- nýju og Hallgrími eins og ekkert væri eðlilegra. „Það er hefð fyrir brotnum fjöl- skyldum hér á landi,“ sagði Oddný þegar ég hitti hana heimili hennar. „Það er ekkert óeðlilegt við það að konur eignist börn með fleiri en einum manni. Enginn er þó útskúf- aður úr fjölskyldunni.“ Þegar barnaafmæli rennur upp mæta ekki aðeins líffræðilegur faðir og uppeldisfaðir, heldur einnig for- eldrar þeirra og svo heill flokkur af frændum og frænkum. Langt og erfitt var að fara fyrir kristna trúboða miðalda til að efla kristnihald eyjaskeggja í miðju Norður-Atlantshafi í næsta nágrenni við Grænland. Aðeins alþrjóskustu trúboðar lögðu slíkt ferðalag á sig. Sjálfir henda Íslendingar gaman að því að segj- ast vera heiðnir að miklum hluta sem láti ekki kreddur trúarinnar múlbinda sig. Þetta hefur leitt til þess að þeir eru hagsýnir og ein- henda sér í það sem gera þarf. En þetta hefur líka leitt til fjölmargra skilnaða. „Þetta er kannski ekkert til að stæra sig af,“ segir Oddný og brosir í kampinn. „En Íslendingar láta hreinlega ekki yfir sig ganga að vera í sambúð sem gengur illa. Þeir slútta svoleiðis löguðu.“ Og ástæðan fyrir því að þeir geta það er sú að karlpeningurinn og sam- félagið í heild fordæmir ekki fólk sem skilur. Svo er hvatningin um að þrauka í sambúð barnanna vegna ekki til staðar. Hagur barn- anna er hvort sem er tryggður þar sem allir munu sameinast um að vera þeim innan handar. Auk þess eru mestar líkur á því að tengslin við föðurinn rofni ekki þar sem þau verða í sameiginlegri forsjá beggja foreldra. Aldagömul hefð og nútímalegar konur Öryggið sem fylgir þeirri vissu að hagur barnanna verði tryggður hvernig sem foreldrunum reiðir af í sambúð sinni gerir íslenskum konum einnig kleift að viðhalda þeirri aldagömlu hefð að eignast börn meðan þær eru ungar. Og það gera þær án þess að gefa nokkuð eftir gagnvart kröfum nútímans. (Þess má til dæmis geta að fyrir 28 árum voru Íslendingar fyrstir til að kjósa konu sem forseta landsins en hún var einstæð móðir). „Það verður að vera alveg skýrt að ég er ekki að tala um unglingsstúlkur sem verða óléttar fyrir slysni heldur konur á þrí- tugsaldri sem vilja eignast barn jafnvel þótt þær séu enn í háskóla.“ Það er fátítt að sjá þungaða háskólastúlku á Spáni en það er hins vegar daglegt brauð á Íslandi. Á kaffistofu nemenda í Háskólan- um í Reykjavík er algengt að sjá þungaðar stúlkur og jafnvel aðrar með barn á brjósti. „Þetta er ekk- ert tiltökumál,“ segir Oddný. „Námslokum er frestað um eitt ár, ég held að það geri nú ekki mikið til.“ Konan að vinna og karlinn með barnið Svafa Grönfeldt, rektor við Háskólann í Reykjavík, talar um það hvernig fæðingarorlofið er hér á landi. Hún segir að vinnandi fólk eigi rétt á níu mánaða fæðing- arorlofi sem er borgað af ríkinu og foreldrarnir geti skipt þessum níu mánuðum jafnt á milli sín, allt eftir þörfum. „Fæðingarorlofið átti stóran þátt í réttindum kvenna hér á landi,” segir Svafa. Hún tók fæðingarorlof með sínu fyrsta barni í níu mánuði og segir að eftir að seinna barn hennar fæddist hafi eiginmaður hennar tekið fullt fæðingarorlof og hún farið að vinna. Hún talar um starf- ið sitt hjá Actavis þar sem hún ferðaðist 300 daga á ári. Svafa segir að fyrst hafi hún haft efa- semdir og samviskubit yfir því að vera að vinna en síðan áttað sig á því að það væri óþarfi þar sem maðurinn hennar var heima fyrir. „99 prósent foreldra nýta sér þjón- ustu leikskólanna sem er í boði hér á landi, hvort sem foreldrar þeirra eru milljarðamæringar eða píparar,“ útskýrir Svafa. Heimurinn og ég Svafa er ákveðin kona með stutt hár og full af kímni. Skrifstofa hennar er í stíl við persónuleik- ann. Þar er engu ofaukið. Hún er ekki einu sinni með skrifborð. Þar gætir norrænna áhrifa og margir myndu öfunda hana af útsýninu. Frá glugga hennar sjást græn og rauð húsþök sem minna á húsin í Monopoly-borðspilinu. Íslensk náttúra er falleg en hún hefur ekki alltaf reynst gjöful. Fyrir þúsund árum var Ísland nán- ast óbyggilegt og fyrir tíma raf- magns og olíu var oft erfitt að færa björg í bú. „Við vorum ekki aðeins hörð í horn að taka, því drifkraft- urinn og ímyndunaraflið sem ein- kennir Íslendinga hefur haldið okkur gangandi,“ lýsir Svafa og bætir við: „Ef þú notar ekki ímynd- unaraflið hér stoppar allt, og ef það stoppar þá deyr það.“ Ímyndunaraflið dreif víkingana áfram í siglingar um heiminn. Svafa fór einnig í víking og eyddi tíu árum á erlendri grundu, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, eins og svo margir Íslendingar gera. Það eru ansi fáir sem sem tala ekki ensku, og margir tala góða spænsku. Ísland er opið land og er nú að bjóða heiminum til sín. Háskóli Reykjavíkur hefur á sínum snærum kennara frá 23 löndum, og hugmyndin á bak við það er að skapa alþjóðlegan grund- völl fyrir nemendur og kennara á sviði menntunar. „Þeir nemendur sem ætla að læra í Háskólanum í Reykjavík verða að tala ensku því hér fer svo mikið af kennslunni fram á ensku,“ segir Svafa. En óttast þá menn ekki um íslenskuna sem er á svo fárra færi? „Alls ekki, okkar tungumál er í góðum málum,“ svarar Svafa. Ísland hefur ekki fallið í sömu gryfju og aðrar smáþjóðir (þá aðallega þjóðir sem eru minni en Ísland) sem fara með veggjum í alþjóðasamfélaginu. Eyjaskeggj- arnir atarna láta til sín taka. Sameina það heimsins besta Íslendingar kunna þá list að koma auga á það besta og samlaga það sínu samfélagi. Þetta var umræðu- efni okkar Geirs Haarde forsætis- ráðherra, sem ég kynntist þegar hann var viðstaddur opinbera athöfn í heitum almenningspott- um. Í þessum heitu pottum eru Íslendingar vanir að koma saman og ræða málin svo þeir skipa svip- aðan sess og pöbbarnir á Bret- landi. Forsætisráðherrann var þægilegur í viðmóti, rétt eins og allir landar hans sem ég hef kynnst, og það var ekki öryggis- gæslunni fyrir að fara þegar ég fékk hann afsíðis til að svara nokkrum spurningum, enda eru glæpir afar fátíðir á Íslandi. „Ég tel að við Íslendingar höfum sameinað það besta frá Evrópu og Bandaríkjunum, það er að segja norræna velferðarkerfið og frelsi í anda Bandaríkjamanna sem hent- ar vel framsæknum fyrirtækj- um,“ segir Geir og leggur síðan mikla áherslu á að skattar ein- staklinga og fyrirtækja á Íslandi séu mun lægri en á hinum Norður- löndunum. „Þetta hefur leitt til þess að íslensk fyrirtæki flytja ekki rekstur sinn úr landi og erlend fyrirtæki hafa komið árum sínum vel fyrir borð hér á landi. Þannig hefur okkur tekist, með því auka skilvirkni og lækka skatta, að auka skatttekjur um 20 prósent.“ Það gerir síðan Íslend- ingum kleift að bjóða upp á gjald- frjálsa menntun í hæsta gæða- flokki og sömuleiðis gott heilbrigðiskerfi. Læknisþjónustu í einkageiranum vex einnig fiskur um hrygg, sérstaklega þegar kemur að lýtalækningum. „Við erum líka Afríkumenn“ Við Svafa töluðum um hvernig Íslendingar hefðu samlagað öll heimsins gæði að sínu samfélagi; mannúðina frá hinum Norðurlönd- unum og drifkraftinn frá Banda- ríkjunum. Við töluðum einnig um að Íslendingar kynnu að skemmta sér og njóta lífsins, sennilega fyrir tilstuðlan víkingagenanna. Þar eru þeir engir eftirbátar hinna létt- lyndu og áhyggjulausu íbúa í sunn- anverðri Evrópu. Ég benti einnig á önnur lífsgæði sem Evrópubúar fara að mestu á mis við en fyndust þó í ríkum mæli í Afríku og á Íslandi. Það er hvernig hagur barnanna er tryggður þótt fjöl- skyldumynstrið sé margbrotið, þar sem faðirinn býr jafnvel ekki undir sama þaki og afkvæmi sín og móðirin er oft fjarverandi vegna vinnu. En það koma svo margir að uppeldinu að börnunum finnst þau strax tilheyra allri stór- fjölskyldunni. Svöfu leist vel á. „Já, við eru líka Afríkumenn!“ Við vorum sammála um að Íslendingar hefðu sameinast um öll heimsins gæði og væru því skólabókardæmi fyrir afganginn af heimsbyggðinni um það hvern- ig hægt sé að lifa í sælu þar sem kreddur, hleypidómar og yfir- drepsskapur eru látin lönd og leið. Ísland: Hið ljúfa líf Einangrun, kuldi og harðgerð náttúra. Íslendingar hafa löngum þurft að takast á við ærinn vanda. Í dag eru þeir hamingjusam- asta þjóð í heimi og landið býður upp á mestu lífsgæði sem völ eru á. Látum þá sjálfa útskýra hvernig þetta er mögulegt. HIÐ LJÚFA LÍF Á ÍSLANDI Íslendingar setja það ekki fyrir sig að slíta samvistum frekar en að þola sambúð sem illa gengur. Börnin eru þó ávallt bundin órjúfanlegum böndum sem liggja í ýmsar áttir og tryggja velferð þeirra sama hvernig foreldrum reiðir af í sínu tilhugalífi. Greinina skrifaði blaðamaður- inn John Carlin og birtist hún í spænska dagblaðinu El País þann 6. apríl síðastliðinn. Hún bíður nú birtingar í The Guardian. Frétta- blaðið birtir hana í styttri útgáfu og í þýðingu Jóns Sigurðar Eyjólfs- sonar og Mikaels Rivera. ODDNÝ STURLUDÓTTIR SVAFA GRÖNFELDT GEIR H. HAARDE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.