Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 66
38 sport Logi Ólafsson stýrir skútu Vesturbæjarstórveldisins KR í sumar en hann tók við liðinu á seinni stigum síðasta tímabils þegar Teitur Þórðarson var rekinn eftir hörmulegt gengi. T alsverðar breytingar hafa orðið á KR-liðinu síðan Logi tók við og liðið tölu-vert yngra en það var á síðustu leiktíð enda eldri leikmenn annað hvort hættir eða horfnir á braut. „Við erum mjög vel undirbúnir fyrir sum- arið þó svo að vélin hafi talsvert verið að hökta á síðustu vikum. Það er samt ekki endi- lega slæmt því það minnir okkur á hvar við þurfum að gera betur á vellinum. Árangur síðustu leikja hefur reyndar eitthvað að gera með æfingaálag en við munum létta á því fyrir mótið,“ sagði Logi. Hann hefur síðustu vikur verið án þriggja sterkra leikmanna – Grétars Ólafs Hjartarsonar, Atla Jóhanns- sonar og Péturs Marteinssonar – sem eru þó allir að skríða á fætur um þessar mundir. „Við vitum að við eigum töluvert í land með að ná toppnum og vantar svolitla leikæf- ingu. Við fórum talsvert aðra leið í undirbún- ingi en áður og lögðum upp með að styrkja líkamlegt atgervi leikmanna þar sem allt var miðað við einstaklinginn. Svo vorum við einn- ig með séræfingar sem Rúnar Kristinsson sá um ásamt Sigursteini Gíslasyni. Við sleppt- um götuhlaupunum þetta árið og úthalds- þjálfunin hefur þess í stað farið fram inni á vellinum og við teljum vel hafa tekist til þar,“ sagði Logi en hann var með þýskan þrek- þjálfara í því að styrkja líkamlega atgervið. Logi er búinn að fá fimm mjög sterka leik- menn til félagsins og hann er ánægður með liðsstyrkinn. „Þeir hafa komið sterkir inn og staðið sig virkilega vel. Þetta eru allt mjög góðir leik- menn. Grétar að koma heim, Viktor var frá- bær hér á Íslandi síðast og Jónas Guðni einn besti miðjumaður landsins. Gunnar Örn og Guðjón hafa ekki mikla reynslu í efstu deild en ég hef mikla trú á þeim tveimur. Við höfum meðvitað farið í þá vinnu að yngja liðið enda eru nokkrir af eldri leikmönnum liðsins ekki lengur í herbúðum KR. Þetta er að mörgu leyti nýtt lið,“ sagði Logi en eru þetta ekki of miklar breytingar á milli ára? „Það má kannski segja að svona stökk- breytingar geti reynst erfiðar viðfangs. Við erum reyndar ekki að tjalda til einnar nætur heldur ætlum við að búa til gott lið í Vestur- bænum á næstu þremur árum og þetta er fyrsta skrefið í þá átt. Að mínu mati er raun- hæft að ætlast til þess að við gerum betur en í fyrra og við viljum meina að KR sé lið sem eigi að vera í efri hlutanum og hafa áhrif á gang mála í deildinni. Við viljum vera í efri hlutanum og stefnum að því. Það er samt kannski óraunhæft að ætlast til þess að við sláumst við bestu liðin alveg á toppnum á þessu ári,“ sagði Logi. Vinnuumhverfið í Vesturbænum hefur á stundum verið erfitt og þolinmæði stjórnar- manna, sem og stuðningsmanna, oft af skorn- um skammti. Logi segist ekki óttast pressuna í Vesturbænum. „Það eru allir samstiga hjá KR og horfa til lengri tíma og menn vita hvað þeir eru að fara út í. Það verður væntanlega meiri þolin- mæði í Vesturbænum núna en oft áður. Engu að síður veit ég að það eru alltaf menn í kring- um KR sem krefjast þess að KR sé alltaf í fyrsta sæti. Stuðningsmennirnir eru kröfu- harðir og við reyndar líka en menn verða að vera raunsæir. Þetta er ungt lið en var orðið svolítið eins og félag eldri borgara í fyrra. Til að mynda eru bakverðirnir okkar báðir í U- 19 ára landsliðinu,“ sagði Logi en hvernig fót- bolta ætlar hann að láta KR spila í sumar? „Við viljum spila 4-4-2 með ýmsum útfærsl- um. Ég held að við séum með lið sem getur spilað öflugan varnarleik og sótt hratt líka. Einnig höfum við innan okkar vébanda menn sem eru flinkir að spila sig úr flóknum stöð- um. Þetta verður kannski ekki beint brasil- ískur bílastæðabolti en við reynum að finna milliveg á milli hans og boltans sem Wimbledon spilaði,“ sagði Logi að lokum. EKKI AÐ TJALDA TIL EINNAR NÆTUR LOGI ÓLAFSSON, þjálfari KR, segir ekki mikla pressu á KR að berjast efst á toppnum í sumar. Miklar breytingar hafa orðið á KR-liðinu í vetur – fi mm sterkir og ungir leik- menn komnir til félagsins en eldri leikmenn hafa horfi ð á braut. EFTIR HENRY BIRGI GUNNARSSON GÓÐUR LIÐSSTYRKUR Logi Ólafsson stýrir KR frá upphafi sumars og hann er ánægður með liðsstyrkinn sem hann hefur fengið. Nýju mennirnir eru þeir Viktor Bjarki Arnarsson, Gunnar Örn Jónsson, Guðjón Baldvinsson, Jónas Guðni Sævarsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson. SPORT/STEFÁN LJÚFT LÍF Í KR Nýju strákarnir hjá KR kunna vel við sig hjá Vesturbæjar- risanum. SPORT/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.