Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 18
2 sport F jölnir var af mörgum talið lið ársins á síðasta tímabili þrátt fyrir að það hafi endað í þriðja sæti 1. deildar. Grafar- vogspiltar tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félags- ins og stimpluðu sig inn sem eitt besta sóknarlið landsins með því að skora 61 mark í 1. deildinni, sem gera rétt tæplega þrjú mörk að meðaltali í leik. Bikarævintýri félagsins var jafnframt ótrúlegt þar sem Fjölnir sló Landsbanka- deildarlið Fylkis út úr undanúr- slitunum og þáverandi Íslands- meistarar FH höfðu svo í fullu tré við Fjölni í framlengdum úrslita- leik sem tapaðist að lokum. Gríðarlegur uppgangur í Graf- arvoginum hefur orðið til þess að Fjölnir hefur unnið sig upp í efstu deild úr þeirri þriðju á aðeins sex árum en næsta tímabil verður fjórða tímabil þjálfarans, Ásmund- ar Arnarssonar, með liðið. Ásmundur tók við Fjölni fyrir tímabilið 2005 og skilaði liðinu í fjórða sæti í 1. deildinni en tíma- bilið 2006 varð 3. sætið niðurstað- an og Fjölnir rétt missti af sæti í efstu deild eftir harða baráttu við HK. Eftir frábært tímabil hjá Fjölni í fyrra er Ásmundur að vonum fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabil í Landsbanka- deildinni. „Þetta tímabil leggst mjög vel í mig og fram undan er spennandi verkefni fyrir nýtt félag í efstu deild. Við erum búnir að fá til okkar nokkra nýja leik- menn og það hefur gengið svona upp og ofan að fá þá til að aðlagast leik okkar. Við höfum hins vegar náð ágætisúrslitum á undirbún- ingstímabilinu og erum því til- tölulega brattir upp á framhaldið að gera,“ sagði Ásmundur, sem vonast til þess að leikgleðin, sem hefur einkennt Fjölnisliðið, verði einnig til staðar næsta sumar. „Það hefur verið einstaklega góð stemning og leikgleði í liðinu und- anfarin ár og þá sérstaklega í fyrra þegar gekk svona vel og ég vona að við náum að halda áfram á sömu braut í efstu deild þótt á móti blási og Landsbankadeildin sé erfiðari. Markmiðið er að hafa gaman af þessu og koma með leik- gleðina inn í mótið og tryggja það að Fjölnir haldi sæti sínu í efstu deild,“ sagði Ásmundur að lokum. Fjölnir hefur eins og áður segir fengið til sín nokkra nýja leik- menn fyrir komandi átök í efstu deild. Meðal þeirra eru reynslu- boltarnir Óli Stefán Flóventsson og Ágúst Gylfason og hlakka þeir til þess að hjálpa Fjölni í barátt- unni í sumar. „Frábær sóknarleik- ur hefur verið aðalsmerki Fjölnis undanfarin ár, þar sem megin- reglan um að skora meira en and- stæðingurinn hefur ráðið ríkjum, en þrátt fyrir að það sé góð hugs- un út af fyrir sig er erfiðara að vinna leiki í efstu deild ef þú færð á þig tvö til þrjú mörk. Þjálfarinn er því búinn að vera að vinna mikið í varnarleiknum fyrir kom- andi tímabil og reynt að leggja hann betur upp þar sem liðið er nú þegar hættulegt og hratt fram á við og getur alltaf skorað mörk. Með bættum varnarleik vonumst við því til þess að eiga stöðugt og gott tímabil og menn eru bara bjartsýnir á að það takist,“ sagði Ágúst og Óli Stefán tekur í sama streng. „Til þess að ná árangri í efstu deild þarf að vera með skipulagðan og agaðan varnarleik og ég tel að við séum á réttri leið með þeirri vinnu sem hefur verið lögð í til að bæta varnarleik liðs- ins. Við höfum verið að spila við lið eins og Val, FH og KR í vetur og gengið nokkuð vel gegn þeim og þó svo að um æfingaleiki hafi verið að ræða gefa þeir okkur ákveðna mynd af því sem koma skal. Við vitum alveg að við getum gert ýmislegt ef allt verður í topp- standi hjá okkur,“ sagði Óli Stefán að lokum. MEÐ LEIKGLEÐINA AÐ VOPNI Í LANDSBANKADEILDINNI Fjölnir er eitt yngsta íþróttafélag landsins, stofnað árið 1988, og leikur í sumar sitt fyrsta tímabil í efstu deild í fótbolta. Frábær sóknarleikur og leik- gleði hefur einkennt Fjölni á undanförnum árum og liðið á örugglega eftir að setja svip sinn á Landsbankadeildina næsta sumar. Markmið þess er þó eðlilega til að byrja með að tryggja sæti sitt í efstu deild. Eftir Ómar Þorgeirsson Nýju leikmennirnir Óli Stefán Flóventsson og Ágúst Gylfason rífa hér í keppnistreyju Fjölnis númer sjö sem Pétur Georg Markan hefur leikið í undanfarin ár. Að endingu létu þó öðlingspiltarnir, Óli Stefán og Pétur Georg, sjöuna eftir til handa aldursforsetan- um Ágústi sem skartar henni í sumar. MYND/ARNÞÓR Þ að er ekki bara hinn almenni þjóðfélagsþegn sem finnur fyrir slæmu efnahagsástandi þessa dagana. Íþróttafélögin á Íslandi finna einnig rækilega fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki eru að draga saman seglin og það mun líkast til hafa sín áhrif á félögin. Í rauninni má segja að gegndarlausu launafylleríi síðustu ára sé lokið og vonandi eru félögin í stakk búin til þess að mæta timburmönnunum. Það er ekkert launungarmál að launin í íslenska boltanum hafa farið verulega hækkandi í góðærinu síðustu árin og á köflum hafa launamálin farið út í algjört rugl. Mörg stærstu félög landsins hafa verið myndar- lega styrkt af stórfyrirtækjum og einnig hefur munað verulega um fjárhagslegan stuðning fjár- sterkra einstaklinga. Aðstæður þessara einstaklinga og fyrirtækja eru allt aðrar í dag en þær voru fyrir nokkrum mánuðum og það er samdóma álit þeirra manna sem ég hef rætt við að félögin gætu fundið verulega fyrir kreppunni á næstu mánuðum. Félögin segjast mörg hver þegar finna fyrir breyttum aðstæðum og fyrirtæki hafa nú þegar byrjað að segja upp styrktarsamningum við íþróttafélög. Þeir sem eru á hvað bestu samningunum í dag mega búast við því að koma næst að samningaborð- inu á allt öðrum forsendum en áður. Launin munu lækka líkt og Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spáði svo réttilega fyrir um í þættinum Utan vallar á Sýn fyrr í vetur. Fjárhagsvandræði félaganna munu þó örugglega ekki skemma fyrir bráðskemmtilegu knattspyrnu- sumri sem er fram undan. Ég held að það sé óvenju mikil tilhlökkun hjá knattspyrnuunnendum núna enda í fyrsta skipti keppt í tólf liða deild. Loksins, loksins! Það þýðir fleiri leikir, meira fjör og vonandi betri knattspyrna. Það hefur verið rík tilhneiging hjá félögum síðustu ár að einblína á varnarleik en spekingar vonast til þess að með stærra móti og fleiri leikjum freistist lið til þess að taka meiri áhættu, koma framar á völlinn og spila skemmtilegri knattspyrnu. Hvort þeir spádómar eigi eftir að ráðast verður að koma í ljós. Íslandsmeistarar Vals eru liðið til að sigra í ár. Sveinar Willums Þórs virðast vera með langsterk- asta liðið skömmu fyrir mót. Hafa farið á kostum í Lengjubikarnum og rúllað hverju liðinu á fætur öðru upp. Það sem meira er þá spilar Valur leiftr- andi skemmtilegan sóknarleik. Tek sixpensarann ofan fyrir því. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort Heimir Guðjónsson nái að fylgja eftir góðum árangri Ólafs Jóhannessonar með FH-liðið og Logi Ólafsson er síðan með virkilega spennandi lið vestur í bæ. Svo má ekki gleyma Guðjóni og ÍA. Annars er von mín sú að deildin verði jafnari nú en oft áður. Það eru fleiri góð lið í deildinni í ár en síðustu ár og lið eins og Breiðablik og Fylkir gætu hæglega barist grimmilega við þau lið sem flestir spá bestu gengi. Gleðilegt knattspyrnusumar. Knattspyrnan fi nnur fyrir kreppunni FRÁ RITSTJÓRA Henry Birgir Gunnarsson Í rauninni má segja að gegndar- lausu launafylleríi síðustu ára sé lokið og vonandi eru félögin í stakk búin til þess að mæta timb- urmönnun- um. Forsíðumyndina tók Anton Brink af Guðjóni Þórðarsyni og bræðrunum Þórði Guðjónssyni, Atla Guðjónssyni og Birni Bergmann. Útgefandi: 365. Ritstjóri: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is. Blaðamenn: Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is, Ómar Þorgeirsson omar@frettabladid.is Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Auglýsingar; Stefán P. Jones, spj@frettabladid.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] Sport maí 2008 VALSFJÖLSKYLDA INGI BJÖRN ALBERTSSON ER BÆÐI MEÐ SONINN OG TENGDASONINN Í VAL SPORT FÉKK AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ ÞEGAR GUÐJÓN ÞÓRÐARSON SENDI LEIK- MENN ÍA Í ÍSKALT ÍSBAÐ. GUÐJÓN SEGIR BAÐIÐ GEFA GÓÐA RAUN OG ÞAÐ FARI EKKI Í FRÍ Í SUMAR ÍSBAÐIÐ FRÆGA ENGIN PRESSA LOGI ÓLAFSSON SEGIR AÐ KR SÉ AÐ BYGGJA TIL FRAMTÍÐAR GAMLIR EN GÓÐIR SÓKNARMENN FH ELDAST EN EIGA NÓG EFTIR Sport Fjölnir var með mjög ungt og til- tölulega reynslulítið lið í fyrra og þjálfarinn Ásmundur Arnars- son fór ekki leynt með að hann sóttist sérstaklega eftir því fyrir tímabilið í sumar að fá reynslu- meiri leikmenn til félagsins. „Við lögðum mikið kapp á að fá til okkar leikmenn með reynslu af því að spila í efstu deild og það gekk ágætlega,“ sagði Ásmundur sem fékk meðal annarra reynsluboltana Óla Stefán Flóventsson og Ágúst Gylfason. „Óli Stefán og Gústi gefa okkur þessa reynslu sem vantaði ef til vill í liðið og þeir eru báðir mikl- ir leiðtogar á vellinum og gera aðra leikmenn í kringum sig betri þegar þeir eru með. Þeir eru líka skemmtilegir og falla vel inn í hópinn og það er mikil- vægt. Ég reikna með því að láta spila Gústa aftarlega á miðjunni og það er alveg á hreinu að hann getur orðið lykilmaður hjá okkur ef hann verður laus við þau meiðsli sem hafa verið að plaga hann síðustu ár. Fyrir utan þá ómetanlega reynslu sem Gústi býr yfir er hann með mikla sendinga- og skotgetu og les leikinn mjög vel. Óli Stefán verður að öllum lík- indum í öftustu víglínu þar sem leiðtoga- og skipu- lagshæfileikar hans nýt- ast vel. Líkt og Gústi les hann leikinn mjög vel og er enn fremur með mikinn karakter og baráttuvilja eins og menn þekkja í Grindavík,“ segir Ásmundur um nýja liðsmenn Fjölnis. REYNSLUNNI RÍKARI „Ég sá það fyrst á visir.is“ Mótmælin harðna ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.