Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 6
6 4. maí 2008 SUNNUDAGUR MENNING Halldór Björn Runólfs- son, forstöðumaður Listasafns Íslands, opnaði þann 1. maí yfirlitssýningu á íslenskri nútímalist í Scandinavia House í New York. Aðalstyrktaraðilar sýningarinnar eru Samfélagssjóð- ur Alcoa og utanríkisráðuneytið, en sýningin er liður í röð við- burða sem stjórnvöld standa fyrir í New York í tengslum við kosningabaráttu Íslands fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk eftir íslenska nútímalistamenn. - vþ Íslensk menning í útrás: Nútímalist í New York ÍSLENSK LIST ERLENDIS Verk eftir Ólaf Elíasson á sýningunni í Scandinavia House. VIÐSKIPTI Hluthafar FL Group hafa ákveðið að afskrá félagið 9. maí næstkomandi. Þegar hafa eigendur 83 prósenta hlutafjár ákveðið að vera áfram hluthafar í félaginu í stað þess að fá hlut sinn greiddan með bréfum í Glitni. Þá hefur stjórn Flögu Group ákveðið að óska eftir að félagið verið tekið úr Kauphöllinni. Verði af sameiningu SPRON og Kaup- þings, sem nú er í undirbúningi, verður SPRON afskráð eftir aðeins sex mánuði í Kauphöllinni. Þá er verið að afskrá TM eftir að félagið var tekið yfir af FL Group. Það er því útlit fyrir að skráðum félögum fækki um fjögur á næstunni. Þar af eru tvö í úrvalsvísitölunni. - bg Skráðum félögum fækkar: Flaga afskráð Fyrsta sumardag hafði grásleppuver- tíðin skilað 5.000 söltuðum tunnum. Veiði síðustu daga hefur verið góð samfara því að veður hefur verið gott. SJÁVARÚTVEGUR 5.000 tunnur á land Telur þú að misskipting á Íslandi sé að aukast? Já 90% Nei 10% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú fylgjandi framboði Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? Segðu skoðun þína á vísir.is STJÓRNMÁL „Ef til aðildar að Evr- ópusambandinu kemur er full- komlega ljóst að mæta þarf því framsali valds sem í slíkri aðild felst með breytingu á stjórnar- skránni. Hvort sem menn meta hagsmunum okkar betur borgið utan eða innan Evrópusambands- ins tel ég því mikilvægt að ráðist verði í nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá okkar til að mæta þeim kröfum sem alþjóðlegt sam- starf kallar á,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins, í ræðu sinni á mið- stjórnarfundi flokksins í gær. Þungamiðjan í ræðu Guðna voru Evrópumálin. Telur hann aðkallandi að efnislegar breyting- ar verði gerðar á stjórnarskránni er varða tryggingu þess að auð- lindir þjóðarinnar verði áfram í þjóðareigu. Þær breytingar á stjórnarskránni verði að gera áður en hugsanlegar aðildarvið- ræður við Evrópusambandið koma til, svo treysta megi samn- ingsstöðu og hagsmuni þjóðarinn- ar nægjanlega vel. Ekki er eftir neinu að bíða að hans mati og telur hann að nauðsynlegum breyting- um væri hægt að ljúka í lok yfir- standandi kjörtímabils og upphafi þess næsta, eða árið 2011 í síðasta lagi. Annað stórt atriði sem taka þarf ákvörðun um er að mati Guðna hvernig staðið skuli að þjóðarat- kvæðagreiðslum sem snerta Evr- ópumál. „Í mínum huga er nefni- lega kristaltært að það er íslenska þjóðin sem þarf að úrskurða um svo stórt atriði; bæði hvort yfir- höfuð skuli ráðist í aðildarviðræð- ur og eins varðandi samþykkt eða synjun aðildar að loknum samn- ingaviðræðum, ef til aðildarvið- ræðna kemur. Ég hugsa að enginn stjórnmálaflokkur vilji samninga- viðræður um aðild að ESB nema hafa að baki sér staðfestan þjóð- arvilja og þingvilja.“ Af þeim sökum þarf að setja lög á Alþingi og ákvæði í stjórnarskrá um atriði sem lúta til að mynda að þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu, að mati Guðna. Guðni vandaði ekki ríkisstjórn- inni kveðjurnar í ræðu sinni. „Rík- isstjórn Geirs H. Haarde er ekki vandanum vaxin. Hún er aumasta ríkisstjórn sem setið hefur frá því að þjóðarsáttin náðist fram árið 1990. Það var vitað fyrir ári að það átti að vera fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar að takast á við vaxandi verðbólgu hér sem þá þegar ógnaði öllum stöðugleika.“ svavar@frettabladid.is Breytingar á stjórn- arskrá aðkallandi Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ráðast verði nú þeg- ar í breytingar á stjórnarskránni til að mæta kröfum alþjóðasamstarfs. Setja þurfi lög og ákvæði í stjórnarskrá sem lúta að þjóðaratkvæðagreiðslu. FRÁ MIÐSTJÓRNARFUNDI Evrópumálin voru þungamiðja í ræðu Guðna Ágústssonar við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í gær. Hér er Guðni með Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANNI STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær að ef ekki hefði verið fyrir andóf framsóknarmanna væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að ná því fram að einkavæða Íbúðalánasjóð eða selja hann bankakerfinu. Spurður hvort sjálfstæðismenn hafi sótt það fast að gera grundvallarbreytingar á eignarhaldi sjóðsins í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknar- flokkinn segir Guðni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið og sé enn þeirrar skoðunar að starfsemi Íbúðalánasjóðs eigi að hverfa inn í bankakerfið. „Þó hygg ég að þeir hafi viljað halda einhverjum félagslegum sjóði til haga. Það reyndi þó aldrei á þetta en við fundum þennan anda. Við fórum með málið og þeir virtu okkar sjónarmið varðandi sjóðinn.“ Guðni segist þó lengi hafa haft þá tilfinningu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horn í síðu sjóðsins eins og komið hafi fram í máli Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra í umræðu um orsakir alvarlegrar stöðu sem komin er upp á fasteignamarkaði. „Í ljósi reynslunnar nú er það fagnaðarefni fyrir þjóðina í heild að starfsemi sjóðsins er óbreytt. Við stóðum nýja ríkisstjórn að því að ætla að færa sjóðinn inn í fjármálaráðuneytið. Við bentum Samfylkingunni á að slíkt væri sölutrix og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagt að hún fallist aldrei á sölu sjóðsins.“ - shá Segir andóf Framsóknar hafa komið í veg fyrir einkavæðingu Íbúðalánasjóðs: Þeir virtu sjónarmið okkar HEILBRIGÐISMÁL „Þetta hefur fyrst og fremst verið erfitt fyrir sjúk- lingana,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Félags sjálfstætt starf- andi hjartalækna, en samningar tókust milli hjartalækna og samn- inganefndar heilbrigðisráðherra í gær. Hjartalæknar höfðu verið utan samninga í ríflega tvö ár. Eftir samningsslitin var tekið upp tilvísanakerfi sem Þórarinn segir hafa haft í för með sér tölu- verð vandkvæði fyrir sjúklinga. Því sé fagnaðarefni að loks hafi tekist að ganga frá þessum málum. „Vinnubrögðin sem samninganefnd hefur sýnt í þessu máli hafa verið fagleg og vönduð og útgangspunkt- urinn hefur verið að taka tillit til þjónustuþarfar hjartasjúkl inga. Sú var ekki raunin fyrir tveimur árum og því sáum við þá engan annan kost í stöðunni en að segja okkur frá samningum,“ segir Þórarinn. Meðal þess sem nýr samningur felur í sér er að nú gilda á ný sömu reglur um greiðslur fyrir komur til hjartalækna og fyrir komur til ann- arra sérfræðilækna og því þurfa hjartasjúklingar ekki lengur að hafa tilvísanir frá heimilislæknum til að geta sótt endurgreiðslur frá Tryggingastofnun. Samningurinn gildir til árins 2010 og er markmið hans að tryggja bætta þjónustu við hjartasjúkl inga. Jafnframt er miðað að því að draga úr álagi og kostnaði heilsugæslustöðva og sjúklinga vegna afnáms tilvísunar- skyldunnar. - kdk Hjartalæknar hafa verið utan samninga í tvö ár og hefur það bitnað á sjúklingum: Samningar takast við hjartalækna ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Guðni segist lengi hafa haft þá tilfinningu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horn í síðu Íbúðalánasjóðs. ÞÓRARINN GUÐNASON Formaður Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna segir samningsleysið fyrst og fremst hafa bitnað á sjúklingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SAMGÖNGUR Iceland Express hefur fellt niður þrjár áætlunar- ferðir sínar milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar í maí. Matthías Imsland, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, segir lítinn áhuga ástæðu fyrir þessu en nýtingin hafi verið í kringum þrjátíu prósent. Þetta er annað sumarið sem félagið heldur uppi áætlunarferðum á þessari leið. Matthías segir fyrstu ferðir í fyrra hafa verið mun betur nýttar enda séu Egilsstaðir eini áfanga- staður félagsins þar sem bókun- um fækkar á milli ára. „Það er töluverð aukning á bókunum annars staðar,“ segir hann. - ovd Fljúga ekki með tómar vélar: Hætt við ferðir frá Egilsstöðum MATTHÍAS IMSLAND Egilsstaðir eru eini áfangastaður Iceland Express þar sem bókunum fækkar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK Lögreglan í Árósum handtók í gær 43 ólátabelgi sem voru með læti bæði fyrir og eftir fótboltaleik á milli liðanna OB og AGF. Áður en leikurinn hófst brutust út hópslagsmál í miðbæ Árósa á milli áhangenda liðanna og voru níu handteknir. Að leiknum loknum fögnuðu áhangendur OB sigri liðs síns með innbyrðis slagsmálum og því að kasta flöskum í lögregluna. Til að stilla til friðar neyddust laganna verðir til þess að nota piparúða á mannskapinn og að handtaka 34 til viðbótar. - vþ Ólæti á fótboltaleik: Danskar bullur handteknar KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.