Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 80
24 4. maí 2008 SUNNUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FRAM 7. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 7. sæti A-deild 2006 1. sæti í B-deild 2005 9. sæti í A-deild 2004 8. sæti í A-deild 2003 7. sæti í A-deild 2002 8. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ TöpAUÐUN HELGASON PAUL MCSHANE HJÁLMAR ÞÓRARINSSON > LYKILMAÐURINN Reynir Leósson gegnir al- gjöru lykilhlutverki í Framliðinu. Öflugur og reyndur miðvörður sem stóð sig ákaflega vel með Frömurum á síðustu leiktíð. Varnarleikurinn verður að vera í lagi hjá Frömurum í sumar og þar er Reynir aðalmaðurinn. Hann er einnig maðurinn sem á að reka aðra áfram og gera Framarar eflaust þá kröfu að hann stígi enn frekar upp sem leiðtogi liðsins. > X-FAKTORINN Heiðar Geir Júlíusson er kom- inn heim til Fram frá Svíþjóð. Einn af efnilegri leikmönnum landsins og ætti að reynast Fram drjúgur. Það er talsvert breytt lið sem mætir til leiks hjá Fram í sumar. Liðið hefur misst markaskorarann Jónas Grana Garðarsson, miðjumanninn Alexander Steen og varnar- manninn Kristján Hauksson meðal annars. Í þeirra stað eru komnir Auðun Helgason, Jón Þorgrímur Stefánsson, Paul McShane og Heiðar Geir Júlíusson. Auðun, Jón og McShane koma með mikla reynslu í liðið og þarna eru þess utan á ferð- inni menn sem hafa verið að spjara sig vel í deild þeirra bestu á síðustu árum. Framarar skiptu þess utan um mann í brúnni en Ólafur Þórðarson var látinn víkja fyrir Þorvaldi Örlygssyni sem hafði verið að gera áhugaverða hluti með lið Fjarða- byggðar. Eins og svo oft áður hafa Framarar verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu en sú spilamennska hefur oftar en ekki gefið falsvonir fyrir sumarið. Sérfræðingar telja þó að annar bragur sé á Fram-liðinu núna en undanfarin ár. Mikið meiri samheldni sé í liðinu og holn- ingin allt önnur og betri en hún hefur verið lengi. Margir efuðust um að Þorvaldur Örlygsson væri rétti maðurinn fyrir Fram en ef mið er tekið af vorleikjunum er hann að berja liðið saman af stakri prýði. Fram er nýorðið 100 ára og fátt myndi gleðja stuðningsmenn liðsins meira en að fylgjast með liði sem berst með hjartanu og sýnir einhvern stöðugleika en þar hefur stórlega vantað upp á síðustu ár. Árangur á afmælisárinu? Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SENDU SMS JA VBV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiða r fyrir tvo, DVD myndir , varningur tengdur myn dinni og margt fleira! Heimsfrumsýnd 7. maí Levi´s Stores Kringlunni og Smáralind 2 6 2 HANDBOLTI Aðalsteinn Eyjólfs- son, þjálfari Stjörnunnar, mun taka við liði Fylkis í N1-deild kvenna í sumar. Hann kveður Stjörnuna hins vegar með bæði Íslandsmeistara- og bikarmeist- aratitli. „Það er æðislegt að labba út úr Garðabæ sem tvöfaldur meistari og það er ólýsanlegt að þetta sé í höfn,“ sagði Aðal- steinn. „Liðið kom 100% klárt í þennan leik. Þær náðu að stilla spennustigið hár- rétt og spiluðu frábæran handbolta fyrstu 25 mín- úturnar. Svo kom smá- kafli þar sem þær voru óheppnar og gerðu tæknifeila en þegar það tók að kreppa skóinn aftur gáfu þær í og sýndu gríðarlegan karakter. Ég hef aldrei þjálfað hóp sem á þetta eins mikið skil- ið og þessi hópur,“ sagði Aðalsteinn sem er afar ánægður með samstarf sitt við Ragnar Hermannsson í vetur. „Við spiluðum á 28 leikmönn- um í vetur og ég og Ragnar vorum alltaf að hnoða saman nýju byrjunarliði. Við höfum unnið ótrúlega vel saman og ég á engin orð til að lýsa þessu sam- starfi. Ragnar og Boris Acbe- chev komu stöðugleika á vörn- ina og unnu í öðrum þáttum en við gerðum í fyrra. Það fékkst mikill stöðugleiki við þetta. Þegar ég kom úr leikbanni ákváðum við að breyta engu þar sem það hafði gengið vel og ákváðum að stuða ekki vinn- una mikið með því að fara í allt aðra átt. Við ákváðum að ég ein- beitti mér frekar að sóknarleiknum og að finna lausnir þar. Það þrælgekk hjá okkur. Við gætum ekki verið glaðari,“ sagði Aðal- steinn að lokum. -gmi Aðalsteinn Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar: Áttum þetta skilið STOLTUR Aðalsteinn var í skýjunum með frammi- stöðu Stjörnuliðsins í gær. DJOROVIC HANDBOLTI Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna með góðum sigri á Val, 26- 20, í rafmögnuðum úrslitaleik í Mýrinni. Hefði Stjarnan tapað stig- um hefði Fram orðið Íslandsmeist- ari en bæði lið luku mótinu með 41 stig. Stjarnan hafði betur í innbyrð- isviðureignum liðanna og hampaði því bikarnum í leikslok. Valur hafn- aði í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnustelpur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks. Ekkert stress var að sjá á liðinu á meðan Vals- stelpur sem höfðu að engu að keppa virtust engan veginn tilbúnar í leikinn. Stjarnan var níu mörkum yfir eftir 20 mínútna leik, 14-5, en þá tók sóknarleikur liðsins að hiksta. Valsstelpur virtust átta sig á því að niðurlæging blasti við og náðu að minnka muninn í sjö mörk fyrir hlé, 17-10. Berglind Hansdóttir, markvörður Vals, reif upp barátt- una í liðinu og með frábæran varnaleik að vopni náði Valur að minnka muninn í tvö mörk, 22-20, þegar fimm mínútur lifðu leiks. Þá tóku Stjörnustelpur við sér á ný og kláruðu leikinn eins og sönn- um Íslandsmeisturum sæmir með fjórum síðustu mörkum leiksins. Frábær varnarleikur og hárrétt spennustig í upphafi leiks varð til þess að Stjarnan vann í raun örugg- an sigur þótt Valur hafi saxað hressilega á forskotið í síðari hálf- leik. Frábær undirbúningur Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar, stýrði liði sínu af sinni alkunnu snilld í leiknum. Rakel sagði frábæran undirbúning fyrir leikinn hafa skilað miklu. „Við einbeittum okkur að þess- um leik alla vikuna. Við vorum í bílstjórasætinu fyrir leikinn og vissum að við yrðum að leggja allt okkar í hann. Vikan var frábær. Það sýndi sig hvernig við byrjuð- um leikinn. Við fórum í það að halda í seinni hálfleik en samt sem áður spiluðum við frábæran leik,“ sagði Rakel og bætti við: „Öll pressan var á okkur en við vorum mjög rólegar. Eins og Raggi þjálfari segir þá spiluðum við með köldum haus en heitu hjarta. Við vorum tilbúnar í þennan leik. Það var ekki neitt stress. Við nutum dagsins og uppskárum eftir því. Valur er með frábært lið og spilaði frábæran varnarleik með frábær- an markvörð fyrir aftan sig. Við fórum líka að hægja á okkur í stað þess að halda áfram að sækja,“ sagði Rakel um ástæðu þess að Valur komst inn í leikinn eftir ójafnan fyrri hálfleik. Stjarnan tapaði þrem leikjum í röð í desember en vann 15 síðustu leiki sína í mótinu. „Ég vil þakka þetta gengi eftir áramót frábærum karakterum í liðinu sem eru tilbún- ir að leggja endalaust á sig. Við erum með frábært þjálfara-teymi. Öll vinnan í kringum liðið og sam- staðan á stóran þátt í þessu,“ sagði kátur fyrirliði Stjörnunnar í leiks- lok. -gmi Stóðust pressuna með stæl Stjörnustúlkur sýndur gríðarlegan karakter og sigurvilja þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 26-20 sigri gegn Valsstúlkum í Mýrinni í gærdag. FYRIRLIÐINN Rakel Dögg þakkar frábær- um undirbúningi í vikunni fyrir leikinn hvernig fór í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖFLUG Stjörnustúlkan Alina Petrache var drjúg að vanda og skoraði níu mörk í gær- dag. Valsstúlkurnar Dagný Skúladóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Hafrún Kristjáns- dóttir reyna hér að stöðva hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BIKARINN Á LOFT Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir hér Íslandsmeist- arabikarnum hátt á loft í Mýrinni í gær. Með henni á myndinni eru Stjörnustelpurnar Kristín Clausen og Sólveig Lára Kjærnested. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.