Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 24
8 sport Það vakti gríðarlega athygli fyrir um einu ári þegar Guðjón Þórðar- son, þjálfari ÍA, ljóstraði því upp að hann sendi alla leikmenn síns liðs í ísbað nokkrum sinnum í viku. Hafði Guðjón fengið til afnota forláta fi skikar sem hann fyllti af vatni og klaka og máttu leikmenn gera sér að góðu að stökkva ofan í baðið og dúsa þar í að minnsta kosti tvær mínútur hverju sinni. Guðjón sendir strákana í slíkt bað eftir allar erfi ð- ar æfi ngar, eða 4-5 sinnum í viku. Á síðasta undirbúningstímabili hafði Guðjón karið utandyra en eins og menn ættu að muna var sá vetur ákaflega kaldur og harður. Ísböðin nutu þar af leiðandi engra sérstakra vinsælda hjá drengjunum. Guðjón sá aumur á þeim fyrir næsta undirbúningstímabil og færði karið góða inn. „Það fara allir í baðið upp að eyrum og svo væla þeir og skæla og halda því fram að vatnið sé kaldara en það var í fyrra. Ég hef reyndar sýnt það mannúðarmerki að færa karið inn í hús. Minn veikleiki ligg- ur í því að ég er allt of linur,“ sagði Guð- jón léttur og hló dátt. „Það skal samt ját- ast að það var hálfnöturlegt á köflum í fyrra þegar strákarnir fóru ofan í karið úti og það var frost og brjálað veður.“ Guðjón mun ekkert gefa eftir með ísböð- in í sumar og leikmenn ÍA þurfa meðal annars að dýfa sér ofan í eftir leiki. „Þangað leitar klárinn þar sem hann er kaldastur. Það stakk einn af eftir æfingu án þess að fara ofan í og hann sagðist hafa fundið mikinn mun á sér að hafa ekki tekið baðið,“ sagði Guðjón en Skagamenn hafa æft vel í vetur. Þeir eru fimm sinn- um í viku í Höllinni og svo lyfta þeir með því. Sá sem hefur verið lengst ofan í ísbað- inu er markvörðurinn Trausti Sigur- björnsson, en hann hefur legið í karinu samfleytt í sex mínútur. Það er talsvert lengri tími en hjá næsta manni á eftir. ER ORÐINN ALLT OF LINUR ÚFF HVAÐ ÞETTA ER KALT Þórður Guðjónsson reynir að komast ofan í ísbaðið á meðan Björn Bergmann fer með bænirnar áður en hann fer ofan í. SPORT/ANTON Það er engin elsku mamma í þjálfun hjá Guðjóni Þórðar- syni. Því hafa margir fengist að kynnast um árin og nú síðast hið unga lið Skagamanna. Guðjón hefur haft þann siðinn á síðan hann tók við að skella leikmönnum í ísbað í fi skikari nokkrum sinnum í viku og þjálfarinn efast ekki um að það sé að skila sér. Sport skellti sér á Skagann og fylgdist með athöfninni. EFTIR HENRY BIRGI GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.