Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 68
12 sport GULLDRENGURINN Á HARLEY Breiðablik var eitt skemmti- legasta lið Landsbanka- deildarinnar á síðustu leiktíð. Spilaði oft á tíðum leiftrandi fótbolta en vantaði sárlega mann til þess að klára færin og leikina. Það sást best á því að Blikar gerðu ein níu jafntefl i í deild- inni. K ópavogsliðið saknaði sár-lega gulldrengsins síns, Marels Baldvinssonar, sem varð markakóngur deildar- innar árið 2006 en hélt í kjölfarið utan til Molde í Noregi. Marel er því kominn aftur heim og Blikar binda vonir við að þar með sé síðasta púslið komið sem vantaði til að liðið gæti bar- ist á toppi deildarinnar. „Það er mjög gaman að vera kominn heim,“ sagði Marel, sem gerir sér grein fyrir því að miklar væntingar eru gerðar til hans en finnur hann fyrir pressu? „Nei, ég get nú ekki sagt það beint. Það er samt gaman með Blikana núna að í fyrsta skipti held ég að séu gerðar væntingar til liðsins. Ég veit að það var talað um að liðið vantaði mig í fyrra og það verða þá engar afsakanir núna fyrst ég er kominn,“ sagði Marel. Hann fékk gullskóinn fyrir að skora ellefu mörk síðast í deildinni og Marel stefnir á að gera enn betur í sumar, sér- staklega þar sem nú er búið að fjölga leikjum í deildinni. „Það ætti að vera auðveldara að skora fleiri mörk núna þar sem fleiri leikir er í boði. Ég ætla nú að fara var- lega í allar yfirlýsingar en stefni engu að síður á að gera betur núna en síð- ast,“ sagði Marel, sem líst vel á Blika- liðið í sumar. „Ég sé enga ástæðu fyrir öðru en að við blöndum okkur í topp- baráttuna,“ sagði Marel, sem hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en er bjartsýnn á að geta spilað mikið í sumar. „Ég er bjartsýnn á að geta spilað alla leikina í sumar. Auðvitað geta óhöpp komið fyrir en ég er alveg í standi til að spila í allt sumar. Ég hef verið í vand- ræðum með hnéð á mér í gegnum tíð- ina og það er ekkert í topplagi en þó nógu gott til þess að ég geti spilað.“ Marel var í eitt og hálft ár hjá Molde en leið ekki vel þar og vildi komast heim. Opinskátt viðtal birtist síðan við Marel í Fréttablaðinu þar sem hann bar Molde ekki vel söguna, sagði bæinn meðal annars vera draugabæ. Norskir fjölmiðlar gripu viðtalið á lofti og mikið fár varð í Noregi vegna málsins. „Maður verður greinilega að passa sig á því hvað maður segir. Það getur allt orðið vitlaust,“ sagði Marel léttur þegar hann var beðinn um að rifja upp fárið sem varð vegna viðtalsins. „Það varð allt vitlaust út af þessu. Smá klausa hér heima varð að stórmáli í Noregi. Það kom opna í VG og ég veit ekki hvað. Það kom mér verulega á óvart hvað menn gerðu mikið mál út af þessu. Það var mjög sérstakt að lenda í þessu. Ég varð nú samt ekki fyrir neinu beinu aðkasti. Ég mætti í viðtal hjá staðarblaðinu og útskýrði mín mál til þess að lægja öldurnar og eftir það hægðist á hasarnum,“ sagði Marel. Orðrómur var uppi um að Marel hefði viljandi haft stór orð uppi í Fréttablaðinu til þess að auðveldara væri fyrir hann að losna frá Molde, sem hann var samningsbundinn eitt ár í viðbót. „Nei, það var ekkert slíkt í gangi. Það var ekkert plan hjá mér og ég veit ekkert hvort þetta viðtal hafi hjálpað mér að losna. Málið var bara að mér og konunni leið ekki vel og vildum komast heim. Ég held að báðir aðilar hafi áttað sig á því að það var ekkert vit í því að halda óánægð- um manni,“ sagði Marel. MARLEY DAVIDSON Marel tekur sig óneitanlega vel út á Harley-mótorhjólinu sínu. Hann mun prjóna í gegnum varnir andstæðinganna á vellinum fyrir aftan. SPORT/VALLI „Það er ekkert launungarmál að okkur vantaði mann eins og Marel í fyrra. Hann hefur sýnt að hann getur skorað á allan hátt í deildinni hér heima. Er mjög fjölhæfur. Við lendum í því í fyrra að Prince var að spila sig inn í deildina, Magnús Páll var óvæntur bónus og Kristinn Steindórs auðvitað ungur á uppleið. Í Marel fáum við mann sem á að geta skorað tíu mörk eða fleiri í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, en Marel er eini leikmaðurinn sem hefur bæst við leikmannahóp Breiðabliks í vetur. „Ég geri mér væntingar um að hann skori tíu til tólf mörk í sumar. Það má segja að hann sé púslið sem okkur vantaði. Marel var eini maðurinn sem ég vildi fá og ég fékk hann, sem er frábært. Þetta sumar verður frá- brugðið síðasta sumri því nú verða gerðar væntingar. Menn taka okkur alvarlegar núna en í fyrra og mér heyrist menn reikna með okkur fyrir ofan miðja deild. Ég tel okkur vera menn til að standa undir því og stefnan er að enda ofar en í fyrra,“ sagði Ólafur en hans lið gerði níu jafntefli í fyrra sem var eðlilega allt of mikið. MAREL BALDVINSSON, markaskorari og mótorhjólatöff ari, er kominn aftur í græna búninginn og hann stefnir á að spóla upp varnir andstæðinganna í sumar. Marel varð markakóngur deildarinnar síðast er hann lék á landinu og miklar væntingar eru gerðar til hans í sumar. EFTIR HENRY BIRGI GUNNARSSON Á AÐ GETA SKORAÐ TÍU MÖRK EÐA FLEIRI Í SUMAR Marel Jóhann Baldvinsson Hæð: 1,91 m Þyngd: 91 kg Staða: Framherji Skónúmer: 45 Hvað hefurðu farið hratt á Harleyinu: Of hratt Hvað tekurðu í bekk: Eitthvað á annað hundraðið Hver er lengst í speglinum: Guðmann í greiðslunni Tanaðastur í liðinu: Prinsinn Skemmtilegast við Molde: Ótrúleg náttúrufegurð Leðinlegast við Molde: Fjarvera frá vinum og ætt- ingjum Hvað varð um síða hárið Það fór í frí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.