Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 77
SUNNUDAGUR 4. maí 2008 21 Á sjötta tug flytjenda hafa skráð sig í hljómsveitakeppnina Þorska- stríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stendur fyrir. Talsmenn fyrirtækisins eru hæstánægðir með þátttökuna og hvetja fólk til að halda áfram að senda þeim lög. Lokað verður fyrir innsendingar þriðjudaginn 6. maí og því þurfa þeir sem ætla sér að taka þátt að senda inn efni sem allra fyrst. Senda skal tvö til fjögur lög á heimasíðuna Cod.is. Hinn 16. maí verður síðan tilkynnt hver sigur- vegarinn er, og fær hann í sinn hlut útgáfusamning við Cod Music. Á sjötta tug flytjenda Réttarhöld yfir Jack Jordan, sem er sak- aður um að hafa setið um Umu Thurman, áreitt hana og beitt þvingunum, hófust í New York í vikunni. Leikkonan líkir lífs- reynslunni við martröð. Uma Thurman bar sjálf vitni í réttarhöldunum á fimmtudag, en áður höfðu meðal annars fyrrver- andi aðstoðarkona hennar og foreldrar greint frá þeim ofsóknum sem hún sætti af hálfu Jacks Jordan. Joseph La Corte, sem aðstoðaði leikkonuna með búninga við tökur á myndinni My Super Ex- Girlfriend, greindi meðal annars frá því þegar Jordan reyndi að ráðast inn í hjólhýsi Thurman á tökustað. „Hendurnar á henni skulfu, hún var grátbólgin og gat ekki setið kyrr,“ sagði La Corte um atburðinn. Fyrrverandi aðstoðarkona Thur- man, Lisa Grondin, sagði einnig frá því að álagið vegna ásóknar Jordan hefði orðið til þess að Thurman fór aftur að reykja. Thurman bar vitni á fimmtudag, og sagði meðal annars frá bréfi sem Jordan hafði sent henni. Í því var teikning af opinni gröf, legsteini og manni sem stóð á rakvélarblaði. Í bréfinu stóð meðal annars: „Hendur mínar ættu að vera á líkama þínum öllum stundum.“ „Ég missti mig gjörsamlega,“ sagði Thurman. „Þetta var næstum því eins og martröð, þetta var hræðilegt,“ sagði hún. Leikkonunni bárust einnig nokkrir tölvupóstar frá Jordan, þar sem hann talaði meðal annars um börn hennar, þau Mayu og Levon, sem Uma á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Ethan Hawke. Í einum pósti stóð „þú átt engin börn“ og talaði Jordan um þau sem „ímyndun“. Í sama pósti skrifaði Jordan um frásögn biblíunnar af því þegar Abraham býr sig undir að fórna syni sínum, Ísak. „Ég held ekki að nokkur móðir eða foreldri myndi vilja að ókunnugur maður fengi börnin manns á heilann, og sérstaklega að þau séu ekki til. Það var hræðilegt fyrir mig,“ sagði leikkonan. Foreldrar Umu greindu einnig frá reynslu sinni af ofsóknum Jordans fyrir rétti í vikunni, og sögðu meðal annars frá símtölum sem þeim bárust frá Jordan. „Hann sagði mér að hann og dóttir mín hefðu þekkst í fyrra lífi og þeim væri ætlað að vera saman, að hann vissi þetta en ekki hún,“ sagði Nena Thurman, móðir Umu, til dæmis. Lögfræðingur Jordans, George Vomvolakis, heldur því fram að hann hafi ekki gerst brotlegur við lög að ásettu ráði, og eigi frekar heima á geðsjúkrahúsi en í fangelsi. „Hann hugsar ekki eins og þið og ég hugsum. Hann þekkir ekki mörkin sem við þekkjum. Honum finnst þetta rómantískt,“ segir Vomvolakis, sem heldur því fram að Jordan hefði aldrei skaðað Umu, þar sem hann elski hana. Ef Jordan verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisvist í allt að eitt ár. Sat um Umu Thurman BAR VITNI Á FIMMTUDAGINN Uma Thurman bar vitni gegn Jack Jordan, sem er sakaður um að hafa setið um hana og áreitt að ýmsu leyti, fyrir rétti í New York á fimmtudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY FORSÆTISRÁÐUNEYTI NETRÍKIÐ ÍSLAND RÁÐSTEFNA UT-DAGSINS 7. MAÍ 2008 Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí nk. Í tilefni dagsins stendur forsætisráðuneytið, í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands, fyrir ráðstefnu undir yfi rskriftinni Netríkið Ísland. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica, miðvikudaginn 7. maí kl. 13:00- 16:15. Þar verður kynnt ný stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið og nokkur lykilverkefni sem unnið verður að á framkvæmdatíma stefnunnar. Skráning og frekari upplýsingar á www.sky.is. PO RT h ön nu n 12:45 Skráning og afhending ráðstefnugagna 13:00 Ávarp Geir H. Haarde forsætisráðherra 13:15 Netríkið Ísland Guðbjörg Sigurðardóttir 13:35 Tryggur - bylting í þjónustu Tryggingastofnunar Sigríður Lillý Baldursdóttir Bragi L. Hauksson 13:55 Staða verkefnis um rafræn skilríki Haraldur Bjarnason, Rafræn skráning í fyrirtækjaskrá Skúli Jónsson 14:15 Upplýsingatækni í menntun – næstu skref Sigurður Davíðsson 14:35 Kaffi hlé 14:55 Rafrænar sveitarstjórnar- kosningar Geir Ragnarsson Rafræn þjónusta sveitarfélaga Álfheiður Eymarsdóttir 15:15 Flutningstilkynningar milli landa með aðstoð rafrænna skilríkja Þorsteinn Helgi Steinarsson Þorvarður Kári Ólafsson 15:35 Persónulegt heilsufarsyfi rlit og upplýsingamiðstöð heilbrigðismála Gunnar Alexander Ólafsson 15:55 Island.is 2012 Halla Björg Baldursdóttir Rebekka Rán Samper 16:15 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Guðfi nna S. Bjarnadóttir alþingismaður 24.990 Alicante Ashutosh Muni AUKIN LÍFSGÆÐI – BETRA LÍF helgarnámskeið 9.-11. maí nk. Fjallað verður um: – Andlega vellíðan og tilfinningalegt jafnvægi – Hvernig við tökumst á við erfiðar tilfinningar á jákvæðan hátt – Hvernig við getum hlúð betur að okkur sjálfum og fjöl- skyldunni í nútíma samfélagi – Hvernig við sköpum aukin lífsgæði með andlegri iðkun Ashutosh Muni er einstakur meistari jógavísindanna, sem miðlar visku sinni og kærleik af sannri umhyggju. Hann leggur áherslu á að lifa innihaldsríku lífi og elska fjölskyldu sína. Þetta er tækifæri til að njóta kennslu hjá einstökum meistara sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Námskeiðið verður í Valsheimilinu (hátíðarsal) að Hlíðarenda. Nánari upplýsingar og skráning: Einar Ísleifsson 861 2101, Áslaug Höskuldsdóttir 694 8475, Kristbjörg Kristmundsdóttir 861 1373 og yoga@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.