Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 22
6 sport Það voru tíma- mót hjá FH eftir síðasta sumar. Ólafur Jóhann- esson steig úr stóli þjálfara eftir mörg far- sæl ár og í hans stað var ráðinn Heimir Guðjónsson sem er að stýra meistaraflokksliði í fyrsta skipti á ferlinum. Heimir er öllum hnútum kunnugur í Firðinum enda var hann aðstoðarmaður Ólafs og fyrir liði liðsins þar á undan. Sumarið leggst vel í mig. Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari. FH- liðið er vel mannað og að mínu mati góð blanda af reyndum mönnum í bland við unga og efnilega. Ég hef ekki trú á því að FH muni gefa eftir í sumar enda leikmannahópurinn mjög öflugur. Einbeiting og skap- gerð þarf að vera í lagi til þess að halda liðinu á toppnum og ég tel að menn ætli sér ekkert annað en að vera í toppbaráttu,“ sagði Heimir borubrattur. „Ég tek við góðu búi af Óla en kem samt inn með breyttar áhersl- ur og það tekur kannski smá tíma að síast inn. Þetta hefur samt geng- ið vel hingað til og ég held að liðið sé að komast í fínt form. Ég mun halda áfram að spila 4-3-3 enda væri það óðs manns æði að hætta því. FH hefur spilað þetta kerfi síðan árið 2000 og leikmenn félagsins kunna þetta upp á sína tíu fingur. Ég tel þess utan að það henti liðinu best,“ sagði Heimir en Íslandsmeistarar Vals virka ógnarsterkir og ljóst að það er verðugt verkefni fyrir hin liðin að velta Val af stalli. „Valsararnir eru gríðarlega sterkir og hafa litið vel út. Það er góð hollning á liðinu. Valur er Íslandsmeistari og með besta liðið þannig að það verður erfitt að velta þeim úr sessi. Valsmenn virka vel undirbúnir og það er ákveðin próf- raun fyrir okkur er við mætum Val í Meistarakeppni KSÍ,“ sagði Heim- ir. Margir lykilmanna FH eru að komast nokkuð á aldur en á móti kemur að FH hefur verið að skila ungum mönnum upp í liðið. Gengur endurnýjunin nægilega hratt að mati Heimis? „Ég tel að svo sé. Það er nauðsyn- legt að vera með eldri og reyndari menn í liðinu. Menn sem þekkja að vinna sem og að leiðbeina ungu mönnunum, en það eru margir efni- legir að koma upp hjá FH um þess- ar mundir enda unglingastarfið í miklum blóma,“ sagði Heimir en er krafan á FH sú að berjast við Val og taka titilinn? „Síðustu fimm ár hefur FH þrisvar unnið Íslandsmeistaratitil- inn og tvisvar lent í öðru sæti. Það er því ekki krafa um neitt annað en að berjast á toppnum sem og um titla,“ sagði Heimir Guðjónsson. KRÖFUR UM TITILBARÁTTU HJÁ FH Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir engan bilbug vera á FH-ingum fyrir sumarið. Heimir fær það verðuga verkefni að feta í fótspor Ólafs Jóhannes- sonar sem náði frábærum árangri með FH. Nýliðinn segir stefnuna þá sömu og áður – að berjast um alla titla sem í boði eru. EFTIR HENRY BIRGI GUNNARSSON Borðað á BSÍ Framherjar FH-liðsins, þeir Jónas Grani Garðarsson og Tryggvi Guðmundsson, taka hér hraustlega til matar síns á BSÍ. Sviðakjammar með öllu voru í boði. SPORT/ANTON „Það er mikilvægt að hafa þessa menn í liðinu. Þeir geta skorað hvenær sem er og þurfa oft ekki mörg færi í leik til að skora. Það er nauðsynlegt að hafa slíka menn,“ sagði Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH, um framlínu- mennina Tryggva Guðmundsson, Jónas Grana Garðarsson og Arnar Gunnlaugsson. Þeir hafa allir orðið markakóngar deildar- innar og framlína FH er líklega ein sú reynslumesta í sögu deild- arinnar. Jónas Grani kom til baka í vetur eftir að hafa orðið marka- kóngur hjá Fram. Hann átti ekki upp á pallborðið hjá Ólafi Jóhann- essyni en verður hann í lykilhlut- verki hjá FH? „Það er undir honum sjálfum komið. Þetta snýst um að menn standi sig. Það eru margir leikir í boði í sumar, við gætum spilað upp undir 30 leiki í sumar og þá er gott að vera með stóran og góðan hóp,“ sagði Heimir en Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir ákváðu á seinni stigum að spila eitt tímabil í viðbót með FH. Hvað ætlar hann að nota þá mikið? „Það verður að koma í ljós en vonandi sem mest.“ ÞEIR GETA SKORAÐ HVENÆR SEM ER Gullskór og sviðakjammar Tryggvi státar af tveim gullskóm en Grani aðeins einum. Tryggvi minnir hér á það. SPORT/ANTON Nýtt þjálfarateymi Heimir Guðjónsson er nýr þjálfari hjá FH en hann var áður aðstoð- armaður Ólafs Jóhannessonar. Með honum á bekknum situr Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins. SPORT/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.