Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 8
8 4. maí 2008 SUNNUDAGUR Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga 24,5% At vi nn ub la ð M or gu nb la ðs in s 39,3% At vi nn ub la ð Fr ét ta bl að si ns sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára Á alla viðburði Kópavogsdaga er ókeypis nema annað sé tekið fram. Nánari dagskrá á www.kopavogur.is eða í síma 570 1500. Allir Kópavogsbúar og aðrir gestir hjartanlega velkomnir! 11:00 Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn 20 ára afmæli Myndlistarskóla Kópavogs Sýning á myndverkum nemenda. Leiðsögn kl. 14:00. 11:00 Salur Kvenfélags Kópavogs Málverkasýning Opið hús að Hamraborg 10 – kaffi og vöfflusala, kökubasar og fleira. 13:00–17:00 Gjábakki og Gullsmári Vorsýning Handunnir nytja- og skrautmunir frá smiðjum vetrarins. Vöfflukaffi og smiðjur. 13:00 Bókasafn Kópavogs Óskin Barnaleikrit fyrir yngstu áhorfendurna. Skemmtilegt ævintýri með söngvum í flutningi Einleikhússins. 13:00 Kvöldskóli Kópavogs Vorsýning og opið hús Sýndur afrakstur nemenda á námskeiðum vetrarins. 13:00 Salurinn Lúðrahljómur Skólahljómsveit Kópavogs og Blásarasveit Tónlistarskóla Árnesinga. 14:00–17:00 Vinnustofur listamanna í Kópavogi Opið hús Skrá um listamenn og vinnustofur á www.kopavogur.is. 14:00 Náttúrufræðistofa Kópavogs Þríhnúkagígur – Náttúrugersemi í Kópavogi Gönguferð á Þríhnúkagíg í Bláfjöllum. Lagt af stað í samfloti einkabíla frá Náttúrufræðistofunni kl. 13:30 og hist kl. 14:00 við gönguslóðann upp í Grindaskörð. 16:00 Salurinn Píanótónleikar Helene Inga Stankiewicz. Diplómapróf frá Listaháskóla Íslands. 20:00 Hjallakirkja Vortónleikar með Karlakór Kópavogs Sjá nánar á http://karlakorkopavogs.googlepages.com 20:00 Salurinn Tíbrá: Söngtónleikar Hrafnhildur Björnsdóttir og Martyn Parkes. Þýsk, frönsk og íslensk sönglög og aríur. Miðaverð 2000/1600 kr. Dagskráin í dag 4. maí BORGARMÁL Borgarráð samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að selja fyrirtækinu S10 lóð við hlið höfuðstöðva Íslenskrar erfða- greiningar (ÍE) þrátt fyrir alvar- legar athugasemdir við söluna bæði frá Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor og forsvarsmönn- um ÍE. Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingar, greiddi atkvæði gegn samþykktinni. „Í fyrsta lagi tel ég að ekki hafi verið reynt til hlítar að ná samkomulagi við háskólann,“ segir hún í sam- tali við Frétta- blaðið. „Svo er það óljóst hvort byggingar á þessu svæði samrýmist framtíðarupp- byggingu í Vatnsmýrinni. Ég veit að það hafa verið skipt- ar skoðanir um þetta í meiri- hlutanum og það var engu líkara en að þeir sem þarna voru að verki hefðu viljað kýla þetta í gegn á meðan fulltrúar í stýrihópi um framtíðarskipulagningu Vatns- mýrarinnar eru erlendis. Svo hef ég spurnir af því að forsvarsmenn ÍE hafi gert athugasemdir við kaupin og mér þykir það ótækt að afgreiða þetta án þess að taka tillit til þeirra.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður borgarráðs, segir að borg- arlögmaður sé nú að fara yfir athugasemdirnar og að málið verði tekið fyrir á fundi borgar- stjórnar á þriðjudag. „Það er ekki verið að kýla þetta mál í gegn meðan fulltrúar stýrihópsins eru fjarverandi,“ segir Vilhjálmur. „Við settum einmitt inn ákvæði sem skilyrðir kaupanda til að vinna með borgaryfirvöldum að skipulagningu lóðarinnar og honum gert ljóst að stýrihópur á vegum borgarráðs hafi umsjón með vinnu við endurskoðun skipu- lags í Vatnsmýri í kringum flug- vallarsvæðið.“ Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagðist ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins snýr óánægja hans að því hvernig lóðinni er úthlutað en aðeins HÍ og S10 mega bjóða í hana. Kristín Ingólfsdóttir hefur hins vegar sagt að fyrirhuguð sala brjóti í bága við skuldbindingar sem borgin hafi gengist undir gagnvart skólanum. jse@frettabladid.is Salan samþykkt í óþökk rektors og ÍE Borgarráð hefur samþykkt sölu á Vatnsmýrarlóð í óþökk deCODE og Háskóla Íslands. Borgarfulltrúi Samfylkingar segir fulltrúa meirihlutans hafa kýlt málið í gegn í fjarveru samherja sinna sem jafnvel hafi efasemdir um söluna. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON BJÖRK VIL- HELMDSDÓTTIR VATNSMÝRI Það hefur ekki verið einfalt mál að selja lóðina við höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar en tveir hafa gert alvarlegar athugasemdir við söluna og borgarfulltrúi Samfylkingar segir jafnvel skiptar skoðanir um hana í meirihlutanum þótt borgarráð hafi samþykkt hana. VIÐSKIPTI „Ég er alls ekki að ætlast til þess að kaupmenn taki á sig hækkanir á hrávöruverði og tap vegna gengislækkana,“ segir Björg vin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra spurður um viðbrögð Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS). Í tilkynningu frá félaginu var lýst yfir furðu á því að viðskipta- ráðherra skyldi mælast til þess að verslunarmenn lækkuðu vörur og að ASÍ skyldi vera látið sjá um verðlagseftirlit á vegum ráðuneyt- isins þar sem yfirlýsingar forsvars- manna bentu til þess að ASÍ gæti ekki rannsakað verð með hlutlaus- um hætti. „Ég var að hvetja til samstillts átaks í því að halda aftur af hækk- unum eins og kostur væri en ég var ekki síður að beina orðum mínum til hins opinbera,“ segir Björgvin. „Ég veit ekki af hverju félagið tekur þetta til sín. Kannski hafa þeir misskilið þetta.“ Um efasemdir félagsins varð- andi ASÍ segir hann: „Alþýðusam- bandið og verslunarmenn lentu í ákveðinni deilu hér um árið varð- andi verðkannanir og túlkun út frá þeim. Það er liðin tíð og menn eiga að slá striki yfir það. Við funduðum með ASÍ, Neytendasamtökunum og fleirum og sannfærðumst um það að þeir myndu gera sínar kannanir af heilindum og fyrsta könnunin sem kom fram sýnir að sú er raun- in.“ - jse Björgvin G. Sigurðsson svarar stórkaupmönnum: Áskorun til fleiri en kaupmanna VIÐSKIPTARÁÐHERRA MEÐ HEKLU- MÖNNUM Hér er Björgvin milli þeirra Sverris Haukssonar, framkvæmdastjóra bílasviðs Heklu og Knúts Haukssonar forstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMSÓKN „Það er mjög mikil stemning hérna í skólanum og allir eru mjög spenntir,“ segir Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir, dönskukennari við Áslands- skóla í Hafnarfirði. Skólinn á von á góðum gestum á morgun þegar Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa heimsækja skólann ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Mikið verður um dýrðir í skólanum á morgun og allir taka þátt, bæði starfsmenn og nemendur. Leifur S. Garðarsson skólastjóri mun halda stutta tölu, Sigríður Elísabet fjallar um dönskukennsluna í skólanum, tveir nemendur segja frá skólastarfinu og kórinn syngur lagið „Er du sur og trist“ til heiðurs gestunum. Öll dagskráin mun að sjálfsögðu fara fram á dönsku. „Nemendur skólans eru mjög áhugasamir um dönskukennsluna og hlakka mikið til,“ segir Sigríður Elísabet, sem sjálf bjó í Danmörku og er áhugasöm um kóngafólkið. „Ég vann sem þroskaþjálfi á sambýli og vinnufélagarnir voru margir hverjir afar áhuga- samir um kóngafjölskylduna. Það varð ekki hjá því komist að smitast af því,“ segir Sigríður og hlær. - kg Danska kóngafólkið heimsækir Áslandsskóla í Hafnarfirði á morgun: Syngja á dönsku fyrir kóngafólkið og forsetahjónin HEIMSÓKN Þessir kátu nemendur Áslandsskóla taka þátt í dagskrá til heiðurs danska kóngafólkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.