Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 10
10 4. maí 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Heilbrigðisþjónusta til framtíðar Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga stenst saman-burð við það sem best gerist hjá öðrum þjóð- um. Lífslíkur eru með þeim hæstu í heiminum og þjónusta sem veitt er á spítölunum er talin mjög góð. Þessi árangur er virkilega ánægjulegur og við getum verið stolt af því starfi sem er unnið í heil- brigðisþjónustunni. Vitanlega kostar heilbrigðis- kerfið sitt og eftir því sem samfélög verða ríkari því stærri hluta tekna sinna verja þau til heilbrigð- ismála. Við Íslendingar höfum farið þá leið að fjár- magna heilbrigðisþjónustuna fyrst og fremst úr sameiginlegum sjóðum og um það ríkir góð pól- itísk samstaða. Við viljum að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Við höfum borið gæfu til þess að byggja upp samfélag sem veitir hverjum og einum gott svigrúm til að spreyta sig og finna kröftum sínum viðnám um leið og við tökum höndum saman um að styðja við hvert annað þegar á móti blæs. Um þá samfélagsgerð eigum við að standa vörð. Einkarekstur engin allsherjarlausn... Umræður um hvort einkarekstur eigi erindi í heilbrigðisþjónustuna eru markaðar af þeirri samfélagslegu sátt sem hér ríkir. Engum dettur í hug að innleiða hér kerfi sem sundrar þjóðinni í þá sem hafa efni á heilbrigðisþjónustu og þá sem ekki hafa efni á henni. Vissulega getur ríkt fólk sótt sér meiri þjónustu en aðrir, t.d. erlendis, og er ekkert athugavert við það. En heilbrigðisþjónusta hér á landi verður að megninu til fjármögnuð úr sameigin- legum sjóðum og jafnframt er líklegt að rekstur heilbrigðiskerfisins verði að stórum hluta á hendi hins opinbera. Fyrir því eru ýmis rök, svo sem stærðarhagkvæmni og sú staðreynd að þeir sem veita þjónustuna hafa miklu meiri upplýsingar heldur en þeir sem þiggja hana. Markaðsdrifnar lausnir eigi því ekki alltaf við og varhugavert að ætla að einkarekstur leysi öll mál. ...en getur stundum átt við En það er jafn varhugavert að ætla að einkarekstur eigi ekkert erindi í heilbrigðisþjónustuna. Því er spáð að ef ekkert er að gert í skipulagi heilbrigðismála á Íslandi muni opinber kostnaður sem hlutfall þjóðar- framleiðslu vaxa í rúm 15% árið 2050 og þar með yrði íslenska heilbrigðiskerfið það dýrasta í löndum OECD. Við þessu þurfum við að bregðast og við eigum að leita allra leiða til þess að tryggja að þjóðin njóti sem bestrar þjónustu fyrir það fé sem hún ver til þessara mála. Einkarekstur hefur meðal annars þann kost í för með sér að það dregur úr miðstýringu og auknar líkur eru á því að nýjar hugmyndir og bætt þjónusta geti rutt sér til rúms. Ef einkarekstur getur náð sama árangri og opinber þá tel ég að við eigum að skoða vel þann valkost. Ef einkarekstur getur leitt til betri þjónustu fyrir sama fé, eða sömu þjónustu fyrir minna fé, þá hljótum við að nýta okkur slíkar lausnir. Aðalatriðið er að tryggja að þeir fjármunir sem við veitum úr sameiginlegum sjóðum okkar nýtist þjóðinni sem best og heilbrigðiskerfi okkar verði áfram í fremstu röð. Kreddur og klisjur duga ekki Einkarekstur opinberrar þjónustu er ein form-gerð einkavæðingar en hún getur verið þrenns konar. Í fyrsta lagi einkavæðing sem snýst um að selja opinberar stofnanir líkt og gert var með Símann og bankana á sínum tíma, önnur leið er að bjóða út rekstur á tiltekinni opinberri þjónustu, svokölluð „úthýsing“, en í þriðja lagi einkafjár- mögnun tiltekinnar þjónustu eða verkefna, þ.e. sú aðferð að einstaklingarnir borgi fyrir þjónustuna. Heildarsýn skortir Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur á seinni árum verið tilviljanakenndur og ómarkviss. Einföldustu og aðgengilegustu verkefnin hafa verið boðin út en flóknari og dýrari verkefni hafa verið skilin eftir hjá hinu opinbera. Heildstæða stefnu- mótun hefur skort og heildræna sýn á heilbrigði þjóðarinnar er hvergi að finna. Nálgunin tæknileg og vélræn. Afstaðan til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu hefur því miður fyrst og fremst ráðist af pólitísk- um kreddum hjá sjálfstæðismönnum en ekki faglegum eða efnislegum rökum. Sannfæringin um að einkarekstur sé alltaf betri en rekstur hins opinbera ógnar samfélagssáttmálanum um samneyslu og réttlátt kerfi. Spurningum þarf að svara Að mati okkar Vinstri grænna þarf að svara þremur spurningum áður en lengra er haldið út á þessa braut: Tryggir breytingin sjúklingnum betri og ódýrari þjónustu? Er þjónustan ódýrari og hagkvæmari fyrir þann sem greiðir þjónustuna, þ.e. ríkissjóð? Er þjónustan betri fyrir starfsfólkið sem innir hana af hendi, réttindi þess, kjör og möguleika til starfsþróunar? Ef einni þessara spurninga er svarað neitandi þá segjum við nei. Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja breytingarnar. Það er óásættanlegt að beita einungis fyrir sig pólitískum frösum og klisjum. Almenningur á rétt á faglegum og hagrænum rökum. Breytingarnar snúast um heilsu og fjárhag almennings, réttlæti og jöfnuð. Af því má ekki gefa afslátt. Engin þjóðarsátt Það liggur fyrir að þegar Samfylkingin færði Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisþjónustuna á silfurfati urðu þáttaskil sem Geir Haarde sjálfur orðaði þannig að nú væri unnt að gera breytingar sem væru meira í ætt við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Meiri breytingar en áður hefði verið unnt að gera með fyrri samstarfsflokki. Flokkur sem kennir sig við jöfnuð verður að vita að það verður aldrei þjóðarsátt um að eyðileggja heilbrigðiskerf- ið. Um það kerfi ríkir rótgróin sátt sem er ein af grundvallarstoðum þess sáttmála sem íslenskt samfélag byggir á. BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr: Á einkarekstur erindi í heilbrigðisþjónustuna? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR M argir hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum og stuðla að betra lífi fólks í fjarlægum og oft á tíðum fátækum löndum. Ýmsar leiðir eru færar og hvers og eins að velja þar. Sumir hafa tekið barn í fóstur, á vegum ABC, SPES og ýmissa annarra hjálparsamtaka, og kosta þannig fæði, klæði og skólagöngu barns sem fylgst er með úr fjarlægð. Aðrir kjósa minna persónuleg framlög, ýmist föst eða tilfallandi. Ein leið sem hægt er að velja til að leggja sitt af mörkum er að kaupa vörur sem merktar eru Fairtrade en sú merking þýðir að vörurnar eru framleiddar og seldar eftir stöðlum sanngjarnra viðskipta. Fairtrade er þannig ekki góðgerðastarfsemi heldur felst í merkingunni trygging þess að fullrar sanngirni hafi verið gætt við framleiðslu og verslun með vöruna. Hugmyndin á bak við Fairtrade er í raun afar einföld og snýst eingöngu um það að greiða framleiðanda vöru sanngjarnt verð fyrir hana. Með því að kaupa Fairtrade-merkta vöru stuðlar neytandinn þó ekki bara að því að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína heldur einnig að því að draga úr barnaþrælkun. Eitt af skilyrð- um þess að framleiðsla fái Fairtrade-vottun er nefnilega að börn framleiðandans gangi í skóla og að börn mega ekki vinna við framleiðslu vörunnar ef heilsu þeirra, þroska eða skólagöngu er ógnað með vinnunni. Auk þess er stutt við lífræna ræktun með kaupum á Fairtrade-vörum. Þannig getur hver og einn neytandi lagt sitt af mörkum til að bæta heiminn með því að kaupa Fairtrade-merktar vörur. Auka- ávinningurinn er svo sá að Fairtrade-merktar vörur eru yfirleitt mikil gæðaframleiðsla vegna þeirra skilyrða sem sett eru fyrir því að vörur fái merkinguna. Ávinningurinn er því allra, fram- leiðenda, seljenda og kaupenda. Fairtrade-merktar vörur eru vissulega iðulega aðeins dýrari en sambærilegar vörur, þó er það ekki algilt. Hafa ber einnig í huga að þó að gott sé að eiga þess kost að kaupa ódýrar vörur þá er rétt að hafa varann á þegar vörur eru boðnar til sölu á afar lágu verði. Það gæti nefnilega bent til þess að einhver fari veru- lega halloka í viðskiptunum einhvers staðar á leiðinni. Það er kannski ekki hægt að bylta með vali sínu á vöruteg- undum en það er hægt að hafa áhrif samt. Val hins vestræna neytanda snertir nefnilega ekki bara hann sjálfan heldur líka þá sem ræktuðu hana eða framleiddu með öðrum hætti, jafnvel í fjarlægum heimshluta. Það er gott til þess að vita að neytandi á Íslandi getur haft áhrif með vali sínu á vörum. Verslun með Fairtrade-merktar vörur hefur vaxið verulega fiskur um hrygg undanfarin ár og það er alls ekki þannig að einungis sé hægt að kaupa Fairtrade- merktar vörur í litlum búðum niðri í bæ heldur fást þær líka í helstu stórmörkuðum. Auðvitað er mikill minnihluti varningsins merktur með þessum hætti en það er samt um að gera að gá. Sanngjörn viðskipti skipta sköpum fyrir fátæka bændur. Að hafa áhrif með vali á vöru STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Óþreytandi ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra virðist óþreytandi. Í nýrri könnun Capacent er hún vinsælasti ráðherrann þar sem 60 prósent landsmanna eru ánægð með störf hennar og þann fyrsta maí hlaut Jóhanna sérstaka heiðursviðurkenn- ingu Ungra jafnaðarmanna fyrir að hafa aldrei á ferli sínum á Alþingi vikið frá jafnaðarhugsjóninni. Hlaut hún viðurkenninguna á þrjátíu ára starfsafmæli sínu á Alþingi, en Jóhanna var fyrst kosin á þing vorið 1978. Þá var Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylking- arinnar, eins árs og Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ekki fæddur. Búkalú í Bankastræti Jakob Frímann Magnússon Stuð- maður hefur verið ráðinn verkefnis- stjóri miðborgar Reykjavíkurborgar. Í Fréttablaðinu í gær sagði hann nauðsynlegt að hafa miðborgina á viðvarandi dagskrá hjá borginni en verkefnis stjóra er ætlað að hafa yfirsýn yfir verkefni miðborgarinnar og vinna að framgangi þeirra. Jakob Frímann er þekktur af störfum sínum sem mikill stuðmaður og enn er hann umtalaður í Lundúnaborg þar sem hann gegndi stöðu menningar- fulltrúa. Borgarbúar mega því vænta góðs menn- ingarsumars í miðborg- inni. Orkan í fjöllunum Á forsíðu Wall Street Journal á föstudaginn var fjallað um ástand efnahagsmála á Íslandi og það tekið sem dæmi um samdrátt að ein eft- irlætisiðja Íslendinga, akstur breyttra jeppabifreiða, ætti nú undir högg að sækja enda hefði sala slíkra bíla dregist stórkostlega saman á undan- förnum mánuðum. Var þar vitnað í ungan íslenskan eiganda uppskrúfaðs Toyota Land Cruiser-jeppa sem væri tilbúinn að berjast fyrir rétti sínum. Sagðist hann bara vilja fá að fara þangað sem hann langaði til að fara og að hann fengi orku úr fjöllunum, þar gæti hann hugsað. Það er mjög jákvætt að fólk hugsi, flestir geta tekið undir það. Hugsi til dæmis um umgengni um landið og umhverfismál. olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.