Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 2
2 4. maí 2008 SUNNUDAGUR Ertu Flensborgari? Flensborgarhátíð verður laugardaginn 24. maí í Hamarssal. Allir útskrifaðir Flensborgarar, stúdentar, gagnfræðingar og aðrir bæjarbúar sem tengjast skólanum eru hvattir til að mæta og skemmta sér saman. Húsið opnað kl. 19:00 þar sem boðið er upp á fordrykk. Matur, skemmtiatriði og ball með Gömlu brýnunum. Miðaverð er kr. 5.000. Miðaverð á ball eftir kl. 22:00 er kr. 2.000. Miðapantanir eru í síma 5650400 eða á netfangið fl ensborg@fl ensborg.is fram til 15. maí. Útskriftarárgangar, takið ykkur saman og fjölmennið á hátíðina. Sérstakt Eurovision herbergi verður á staðnum. Skemmtinefndin. LÖGREGLUMÁL Nýtt hús Ferðafélags Íslands skemmdist þegar jeppa var velt á það fyrir þremur vikum. Ökumaðurinn flúði en á nú von á kæru. Hann mun vera starfsmaður ferðaskrifstofu og er sagður hafa verið drukkinn. „Það sem er sérlega alvarlegt í þessu máli er að þetta eru starfs- menn ferðaskrifstofu sem voru búnir að skila farþegum í skálann og voru svo að keyra fullir,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands. Að sögn Páls var ökumaðurinn og félagar hans á stórum fjallajeppa. „Þeir veltu jeppanum ofan í snjó- skál sem var umhverfis salernis- hús Ferðafélagsins, skemmdu jepp- ann og brutu gafl og veggi hússins þannig að það var stórlaskað.“ Jeppamennirnir fengu aðstoð við að draga jeppann upp. „Síðan höfðu þeir sig á brott og við höfum ekkert meira heyrt frá þeim. Þarna voru hins vegar vitni og við ætlum að kæra til lögreglunnar til að sækja bætur,“ segir Páll sem kveður þenn- an atburð vera lið í öfugþróun sem orðið hafi að undanförnu. „Fyrir nokkrum árum var öllum skálum á hálendinu lokað vegna drykkju en síðan tóku menn sig saman og sneru þessari þróun við. En nú er að koma inn hópur manna sem hagar sér illa og við höfum orðið varir við aukna drykkju jeppamanna. Það er ekkert að því að menn komi í skála og grilli og fái sér kannski bjór og rauðvín. En þetta er farið úr böndunum þegar menn eru farnir að keyra fullir. Við ætlum að taka mjög hart á því og gera lögreglu viðvart í hvert skipti sem við verðum varir við það.“ Páll segist ekki vilja gefa upp frá hvaða ferðaskrifstofu ökumaður jeppans var. „Ég vil ekki segja það að svo stöddu en vísa í því sam- bandi á lögregluna sem nú þarf að rannsaka málið,“ segir hann. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Hvolsvelli, tekur undir að drykkja ökumanna á hálendinu hafi aukist. Embættið sé einmitt að ganga frá nýrri áætlun um eftirlit á þeim slóðum sem sinnt verði bæði á landi og úr lofti í sam- starfi við Landhelgisgæslu Íslands. Hann fagnar því að Ferðafélags- menn tilkynni um ferðir drukkinna. Oftast heyri lögregla ekki af þeim málum fyrir en eftir á. „Það er skylda hvers borgara að tilkynna um ölvunarakstur. Við erum að fá fleiri menn og höfum ýmis úrræði til að bregðast við þótt það sé til fjalla.“ gar@frettabladid.is Kæra leiðsögumenn sem óku á fjallakofa Ferðafélag Íslands kærir starfsmenn ferðaskrifstofu sem veltu jeppa á salernis- byggingu í Landmannalaugum og stungu af. Framkvæmdastjóri félagsins vill að tekið sé hart á vaxandi ölvunarakstri á hálendinu. Lögregla boðar aðgerðir. HUGAÐ AÐ SKEMMDUM Ferðafélagsmenn skoða ummerkin eftir jeppann. MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS SKEMMDIR Í LANDMANNALAUGUM Ferðafélag Íslands vill bætur vegna tjóns á salernisbyggingu í Landmannalaug- um sem starfsmaður ferðaskrifstofu skemmdi með því að velta fjallajeppa á hana. MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS PORTÚGAL, AP Minningarathafnir fóru fram í kirkjum í Portúgal og á Englandi í gær í tilefni af því að eitt ár var þá liðið frá því að Madeleine McCann, fjögurra ára breskri stúlku, var rænt af hótelherbergi í strandbænum Praia de Luz í Portúgal þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni. Alipio Ribeiro, lögreglu- maður sem fer fyrir rannsókn málsins, sagði að enn væri verið að afla sönnunargagna og fylgja eftir vísbendingum og því stæði ekki til að leggja rannsóknina niður að svo stöddu máli. Hann tók þó einnig fram að handtaka væri ekki enn í sjónmáli. -vþ Ár liðið frá mannráni: Málið er enn í rannsókn MADELEINE MCCANN Í gær var ár liðið frá því henni var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Þefaði uppi innvortis efni Karlmaður um þrítugt var handtekinn á Akureyrarflugvelli um miðjan dag á föstudag eftir að fíkniefnahundur lögreglunnar sýndi honum óeðlilega mikinn áhuga. Í ljós kom að hann var með tuttugu grömm af hvítum efnum innvortis. Honum var sleppt síðar um kvöldið. LÖGREGLUFRÉTTIR SLYS Engan sakaði þegar lítil þyrla af gerðinni Schweizer-Hug- hes 300C nauðlenti skammt norð- an við Kleifarvatn í hádeginu í gær. Tveir menn voru í þyrlunni. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en menn frá Rannsóknarnefnd flugslysa könnuðu slysstað í gær. Þyrlan var í hefðbundnu útsýn- isflugi þegar hún nauðlenti, að sögn Sindra Steingrímssonar, flugrekstrarstjóra hjá Þyrluþjón- ustunni sem á þyrluna. Sindri segir þyrluna líklega ónýta. Lögregla sendi bíl af stað eftir að tilkynning barst um slysið en hann þurfti frá að hverfa þar sem ekki var ökufært á staðinn, og því þurfti að senda þyrlu Landhelgis- gæslunnar eftir mönnunum. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild til skoðunar en reyndust ómeiddir. „Það er ekki skráma á mönnun- um þannig að þetta gat ekki farið betur,“ segir Sindri. „Kúpan verndaði þá einmitt eins hún átti að gera.“ Sindri segir manninn sem flaug þyrlunni vera tiltölulega vanan. „Hann hefur verið hjá okkur í um ár og verður vonandi áfram þrátt fyrir þetta.“ Tækjakostur fyrir- tækisins mun vera vel tryggður en þó hefur líklega orðið eitthvert tjón, að sögn Sindra. - sh Þyrla með tvo menn innanborðs nauðlenti skammt norður af Kleifarvatni: Engan sakaði í nauðlendingu Á VETTVANGI Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en Rannsóknarnefnd flugslysa kannaði slysstað í gær. LÖGREGLUMÁL Lögregla lét í fyrri- nótt slökkva á hljóðskúlptúr list- nemans Þórarins Inga Jónssonar, sem vakið hafði íbúa í nágrenni Listaháskóla Íslands (LHÍ) af værum svefni um fimmleytið. Leikin var upptaka af bænakalli múslima og barst lögreglu fjöldi kvartana vegna þess. Þórarinn segir upptökuna hafa verið spilaða fyrir mistök vegna bilunar í hugbúnaðin- um sem stjórnar henni. Hún hafi ekki átt að fara í gang fyrr en klukkan átta um morguninn. Hann hugðist lagfæra verkið og halda því lifandi út vikuna en stjórn LHÍ ákvað hins vegar í gær að útsend- ingunni skyldi hætt. Þórarinn er gestanemandi við LHÍ á þessari önn, en honum var gert að segja sig frá námi við lista- háskóla í Toronto eftir að hafa vald- ið miklu fjaðrafoki þegar hann kom fyrir gervisprengju á listasafni í borginni í nóvember síðastliðnum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, staðfestir að útsendingu hljóð- verksins hafi verið hætt, enda kappkosti skólinn að halda friðinn við íbúa hverfisins. - sh Útsendingu hljóðverks listnema hætt eftir kvartanir frá nágrönnum: Vöknuðu við bænir múslima ÞETTA ER EKKI SPRENGJA Þórarinn með gervisprengjuna sem hann skildi eftir á listasafni í Toronto.HJÁLMAR H. RAGNARSSON Verk Þórarins á sér afar nákvæma samsvörun í verki sem sett var upp í Listasafni Akureyrar árið 2002. Þá var bænakall múslima spilað af þaki safnsins fimm sinnum á dag í nær tvo mánuði svo ómaði um allan bæ. Verkið var síðan flutt til Reykjavíkur og vakti mikla athygli. Þórarinn segist ekki hafa verið kunnugt um það verk þegar hann vann sitt eigið. Hjálmar H. Ragnars- son rektor segist ekki líta svo á að um stuld af nokkru tagi hafi verið að ræða. Sams konar eða sama hugmyndin kvikni oft hjá fleirum en einum og að nemar verði að fá að prófa sig áfram. EKKI NÝ HUGMYND UMHVERFISMÁL Unnt er að draga verulega úr eldsneytisnotkun með réttu aksturslagi ef marka má niðurstöður mælinga í árlegri sparaksturskeppni Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Atlantsolíu sem fram fór í gær. Ekin var 143 kílómetra hringleið frá Reykjavík, um Mosfellsheiði, Selfoss og Þrengsli. Alls tóku 65 bílar þátt í fimm flokkum og ók sigurvegar- inn, Sigfús Harðarson frá Heklu á VW Polo TDI, hringinn á 3,19 lítrum á hundraði. Í sleggju- flokki keppninnar fóru ofur- sportbílarnir Mustang GT og Ford GT hringinn á annars vegar 7,41 og hins vegar 8,37 lítrum á hundraði sem er svipuð eldsneyt- isnotkun og hjá mörgum algengum fólksbílum. - ovd Sparaksturskeppni: Rétt aksturslag sparar eldsneyti FORD GT Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, ræsir Ford GT sem fór 143 kílómetra hringleið á 8,37 lítrum á hundraði. JERÚSALEM, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagðist í gær ætla að reyna að fá Ísraela til að rífa niður aðskilnaðarmúrinn umdeilda sem þeir reistu til þess að verja sig árásum palestínskra hryðju- verkamanna. Rice er í opinberri heimsókn í Ísrael og snæddi kvöldverð í gær með forsætisráðherranum Ehud Olmert. Heimsóknin er liður í áætlun ríkisstjórnar George W. Bush um að knýja fram árangur í friðarumleitunum á milli Ísraela og Palestínumanna áður en að ný ríkisstjórn tekur völdin í Bandaríkjunum á næsta ári. - vþ Condoleezza Rice í Ísrael: Vill aðskilnað- armúrinn burt Stefán, er búið að skjóta mikið á þig eftir að þú sóttir um? „Nei, enda verð ég skotheldur emb- ættismaður.“ Friðarsinninn Stefán Pálsson hefur sótt um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofn- unar. Ekið á stúlku á Selfossi Ekið var á unga stúlku við Lágengi á Selfossi um klukkan 19 í gær. Fylgdi ökumaðurinn stúlkunni heim og talaði við foreldrana. Stúlkan var flutt á slysadeild Landspítalans. Lögreglan óskar eftir að ökumaðurinn og vitni gefi sig fram eða hringi í: 480 1010. LÖGREGLUFRÉTTIR Hraðakstur við Borgarnes Lögreglan í Borgarnesi tók níu öku- menn fyrir of hraðan akstur í gær. Sá sem hraðast ók var á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.