Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 79
SUNNUDAGUR 4. maí 2008 23 Hin glæsilega söngkona Leona Lewis hefur átt góðu gengi að fagna frá því hún bar sigur úr býtum í bresku X-Factor- keppninni árið 2006. Hún setti heimsmet þegar fyrsta smá- skífa hennar seldist í 50 þús- und eintökum á hálftíma á Internetinu og Leona er fyrsta breska söngkonan sem nær á topp banda- ríska vinsældalistans í 20 ár. Þrátt fyrir vel- gengnina telja samstarfs- menn hennar að söngkon- an þurfi að losna við nokkur kíló ef hún eigi halda í við stórstjörnur á borð við Janet Jackson, Ma- donnu og Mariuh Carey. Einkaþjálfarinn Patricia Gay hefur verið ráðin í verkið og mun hún þjálfa Leonu fyrir næsta tónlistarmyndband söngkonunnar. Patricia er vön að þjálfa stórstjörnur og hjálpaði Mariuh Carey nýverið að koma sér í toppform. Leona mun fara í stífa þjálfun til Patriciu á stöð henn- ar í Karíbahafinu, en síðan mun hún fylgja Leonu eftir með reglulegum heimsóknum til Bretlands. Leona Lewis í form LEONA LEWIS Söng- konan glæsilega ætlar að koma sér í betra form með hjálp einkaþjálfara. Nú styttist í endanlega niðurstöðu hjá Eurovision-aðdáendaklúbbun- um. Tuttugu og sjö klúbbar hafa birt spár sínar og aðeins átta klúbb- ar eiga eftir að spá. Hin sænska Charlotte Pirelli, áður Nilsson, er langefst eins og hún hefur verið allan tímann. Þá koma lögin frá Serbíu, Sviss, Armeníu og Úkraínu, en Ísland er í sjötta sæti. Munar þar mest um stigin sem klúbbar í Noregi, Andorra, Ísrael, Bretlandi og Kýpur gáfu okkur (8 frá hverj- um) og aserski klúbburinn gaf okkur sjö stig. Talandi um Asera. Aserbaídsjan er nú fyrsta skipti með í keppninni og sendir pilta tvo, Elnur og Samir. Þeir troða upp á fyrra undankvöld- inu og eru sigurvissir. „Ef við stönd- um okkur vel á sviðinu þá vinnum við,“ sagði Elnur nýlega. „Við erum með eina lagið sem blandar saman rokki, óperu og mugham – hvað gæti klikkað?“ Elnur og Samir koma fram í líki engils og djöfuls. Lagið „Day after Day“ er um bar- áttu þeirra. Mikið verður um dýrð- ir á sviðinu. Engillinn mun breiða úr geysimiklu vænghafi og hásæti hans mun springa í loft upp. Búið er að ráða kynnana. Þau Jovana Jankovic og Zeljko Joksim- ovic lýsa öllum þremur Eurovision- útsendingunum í ár. Jovana er þaul- vanur sjónvarpsþulur og lýsti beint þegar dregið var í riðlana tvo fyrr á árinu. Zeljko er hins vegar einn af farsælustu lagahöfundum Balk- an skagans. Hann samdi framlag Serbíu árið 2004 sem varð í öðru sæti. Zeljko samdi einnig lag Ser- bíu í ár sem þykir sigurstranglegt. Búið að ráða kynnana KYNNARNIR Í ÁR Serbarnir Jovana og Zeljko. Bobbi Kristina, 15 ára gömul dóttir Whitney Houston og Bobbys Brown, var lögð inn á sjúkrahús eftir sjálfs- morðstilraun í febrúar síðastliðnum, samkvæmt heimildum National Enquirer. Hún var flutt á geðsjúkrahús, þar sem hún dvaldi í nokkra daga, en samkvæmt fjölskyldumeðlimnum Ann Davis hefur Bobbi hingað til „drukkið og skemmt sér og gert hvað sem hún vill“. Jessica Simpson þakkar kærasta sínum, Tony Romo, fyrir að hafa látið henni líða vel með sjálfa sig að nýju. Hún segir að hún hafi fundið fyrir samkeppni í öðrum samböndum sínum, eins og við Nick Lachey og John Mayer, en nú líði henni vel með sjálfa sig. „Hann kenndi mér að líða vel með sjálfa mig að nýju. Við kynntumst með því að tala saman, sem ég held að sé best,“ segir söngkonan. Mariah Carey gekk að eiga kærasta sinn, leikarann og rappar- ann Nick Cannon, á heimili sínu á Bahama- eyjum í vikunni. Brúð- kaupið fór fram á laun, og aðeins örfáir voru viðstaddir athöfnina. Tals- menn parsins hafa enn ekki staðfest að þau séu nú gift, en margir fjölmiðlar segjast hafa heim- ildir fyrir því. Talið er að Carey hafi neitað að skrifa undir kaupmála fyrir vígsluna, sem er hennar önnur. Benji Madden vill giftast Paris Hilton, og kallar partíprinsessuna „efni í eiginkonu“. Madden segir þau skötuhjúin hafa þekkst lengi, og verið orðin ástfangin löngu áður en fregnir af sambandi þeirra kvis- uðust út. Hann seg- ist alltaf hafa þekkt „hina sönnu Paris“. Madden segir að ekkert myndi gera hann hamingjusamari en að ganga að eiga Paris á næstunni, en kveðst þó ekki vilja lofa neinu. FRÉTTIR AF FÓLKI 17 DAGAR TIL STEFNU Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 - Bæjarlind 12 - S: 544 4420 - www.egodekor.is Madrid leðurtungusófi – EINGÖNGU Í BRÚNU LEÐRI Stærð: 305cmX220cm Verð áður: 258.000,- -30% Verð nú: 180.600,- Grando 4 sæta sófi og skemill Stærð: 290cmX93cm - Skemill: 87cmX70cm Verð áður: 164.000,- -25% Verð nú: 123.000,- VORT I LBOÐ Á SÓFUM 20-30% AFSLÁTTUR Austria tungusófi Stærð: 333cmX200cm Verð áður: 188.000,- -20% Verð nú: 150.400,- Appolo hornsófi og skemill Stærð: 280cmX220cm - Skemill: 100cmX75cm Verð áður: 218.000,- -20% Verð nú: 174.400,- Svefnsófi Stærð: 280cmX185cm Fáanlegur í dökkbrúnu og ljósbrúnu tweed áklæði Verð áður: 187.000,- -20% Verð nú: 149.600,- 4 sæta sófi og skemill Stærð: 270cmX100cm - Skemill: 100cmX100cm Fáanlegur í ljósbrúnu og rauðu tweed áklæði Verð áður: 158.000,- -20% Verð nú: 126.400,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.