Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 4
4 4. maí 2008 SUNNUDAGUR Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... LONDON Íhaldsmenn fögnuðu ákaft þegar Boris Johnson flutti fyrsta ávarp sitt sem nýkjörinn borgarstjóri í ráðhúsi Lundúnaborgar í gær. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, sagðist Johnson ætla að leggja sérstaka áherslu á að auka lífsgæði borgarbúa með því að draga úr ofbeldi á götum úti og bæta almenn- ingssamgöngur. Einnig sagðist hann ætla að bæta fyrirkomulagið á umdeildu gjaldtökukerfi sem forveri hans, Livingstone, kom á í borginni til þess að draga úr umferðarþunga og mengun miðsvæðis. Íhaldsflokkurinn sigraði ekki aðeins í höfuð- borginni heldur komst til valda í tólf nýjum sveitarfélögum víðsvegar um England og Wales í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram á fimmtudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar benda til þess að staða Verkamannaflokksins, sem hefur verið við völd í landinu síðan árið 1997, sé að veikjast. „Það mætti líta svo á að breskur almenningur hafi ekki aðeins verið að kjósa um sveitarstjórn- armálefni heldur hafi einnig verið að staðsetja sig með eða á móti ríkisstjórninni. Verkamanna- flokkurinn hefur átt í vissum innanflokksdeil- um undanfarið og hefur því fallið í vinsældum. Á sama tíma hefur Íhaldsflokknum tekist að færa sig nær miðjunni og auka við vinsældir sínar undir stjórn Davids Cameron. Það er því óhætt að segja að staða forsætisráðherrans, Gordons Brown, sé ekki sterk í augnablikinu þó svo að ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvort niðurstöður þessara sveitarstjórn- arkosninga gefi nokkuð til kynna um hugsanleg- ar niðurstöður þingkosninga sem fara fram árið 2010.“ Boris Johnson og Ken Livingstone hafa báðir vakið mikla athygli fyrir litríka hegðun og skoð- anir. Ólafur telur þó að kjósendur hafi kosið eftir stefnu flokkanna fremur en einstökum frambjóðendum. „Þeir Johnson og Livingstone eru báðir skrautlegir og umdeildir menn, en ég tel þó ekki að framkoma þeirra hafi haft úrslita- áhrif í þessum kosningum. Aðgerðir flokkanna í aðdraganda kosninganna höfðu líklega meira að segja um niðurstöðurnar en persónur fram- bjóðendanna.“ vigdis@frettabladid.is Staða Gordons Brown veikist Íhaldsmenn unnu stórsigur í bresku sveitarstjórnarkosningunum. Ólafur Þ. Harðarson segir stöðu Gordons Brown forsætisráðherra vera veika. Íhaldsmaðurinn Boris Johnson verður næsti borgarstjóri Lundúna. SÁ NÝI OG SÁ GAMLI Ken Livingstone er að vonum óánægður með niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna. Á bak við hann sést óljóst í nýja borgarstjórann í Lundúnum, Boris Johnson. FRÉTTBLAÐIÐ/AP Vinsæll en klaufalegur yfirstéttarmaður LONDON,BBC Nýkjörinn borgar- stjóri Lundúna heitir fullu nafni Alexander Boris de Pfeffel John- son og er fæddur árið 1964 í New York. Foreldrar hans eru báðir Englendingar, en Johnson var bandarískur ríkisborgari þar til fyrir skömmu. Áhugi á stjórn- málum er ekkert nýjabrum í fjöl- skyldu Johnsons; faðir hans starfaði lengi fyrir Íhaldsflokkinn og langafi hans, Ali Kemal, var ráðherra í Ottómanveldinu. Johnson lagði stund á klassísk fræði við Oxford-háskóla, og var við nám á sama tíma og David Cameron, núverandi leiðtogi Íhaldsflokks- ins. Að námi loknu reyndi Johnson fyrir sér sem blaðamaður og starfaði hjá dagblöðunum The Times og The Daily Telegr- aph og árið 1999 tók hann við sem ritstjóri tímaritsins The Spectator. Hann hefur verið ó- ragur við að koma sér á framfæri í öðrum miðlum og er tíður gest- ur í ýmsum spjallþáttum. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir óvarleg ummæli um hin ýmsu málefni og hefur oft þurft að biðjast afsökunar opinberlega á orðum sínum. Johnson var kjörinn á þing fyrir Íhaldsflokkinn árið 2001 og hefur ekki dregið dul á metnað sinn um að ná enn lengra í stjórnmálum. - vþ BORIS JOHNSON SKÁK Björn Þorfinnsson var kjörinn nýr forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Auk Björns var Óttar Felix Hauksson í framboði en báðir hafa þeir setið í stjórn sambandsins. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem gegnt hefur embættinu undanfarin fjögur ár gaf ekki kost á sér. „Þetta er súrsæt tilfinning því við erum að kveðja einn öflugasta forseta sem við höfum átt,“ segir Björn. Hann segist ætla sér að reyna að fylgja góðu starfi Guðfríðar Lilju eftir þótt búast megi við einhverjum áherslu- breytingum. - ovd Nýr forseti Skáksambandsins: Búast má við breytingum NÝR FORMAÐUR Björn Þorfinnsson ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, fráfar- andi formanni. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 19° 20° 20° 18° 20° 22° 22° 22° 18° 24° 22° 23° 21° 24° 19° 30° 19° Á MORGUN 3-10 m/s, stífast syðst ÞRIÐJUDAGUR 3-8 m/s 6 10 11 6 8 10 12 10 12 10 7 13 6 8 6 10 10 18 7 13 10 13 8 13 13 1212 8 14 12 10 10 NORÐUR- OG AUSTURLAND Þótt víða muni rigna eitthvað í dag eru horfur á fínu veðri á Norður- og Austurlandi á morgun og Mið- Norðurlandi hinn. Má búast við björtu veðri með köfl um þar um slóðir með hægum vindi og hita hátt í 16 til 17 stig. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur SVÍÞJÓÐ Lík tveggja manna fundust í iðnaðarhúsnæði í sænska bænum Vallentuna, skammt frá Stokk- hólmi, í gærmorgun. Samkvæmt dagblaðinu Dagens Nyheter hefur lögreglan handtekið 35 ára mann vegna gruns um aðild að dauða mannanna, en sá grunaði var staddur í iðnaðarhúsnæðinu þegar líkin fundust og gat enga skýringu gefið á viðveru sinni. Annar maður var einnig handtekinn en honum var sleppt eftir yfirheyrslu. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. - vþ Tvöfalt morð í Svíþjóð: Fórnarlömbin enn óþekkt FORSETINN Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær á móti fyrstu forsetabif- reiðinni sem notuð var á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti forseta Íslands. Bifreiðin er af gerðinni Packard, árgerð 1942. Var hún keypt á sínum tíma notuð frá Bandaríkjunum eftir að bifreið sömu gerðar, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti gaf forseta- embættinu, glataðist þegar Goðafossi var sökkt í nóvember 1944. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að bifreiðin sé eign Þjóðminjasafns Íslands en verði geymd á Bessastöðum og notuð og sýnd við sérstök tækifæri. Bifreiðin var endurgerð á árunum 1998 til 2004 en nokkrar deilur voru um greiðslur kostnaðar við endurgerð bílsins. Tíu milljóna króna fjárveiting til verksins kláraðist fjórum árum áður en endurgerð lauk en heildarkostn- aður er áætlaður tólf til fimmtán milljónir króna. Í ræðu sinni í gær þakkaði Ólafur Ragnar þeim sem lagt hafa hönd að verki, bæði bílasmiðnum, þeim sem varðveittu bílinn, Þjóðminjasafninu og áhugamönnum um endurgerð bílsins. Þá þakkaði hann jafnframt þeim aðilum sem lagt hafa fé til verksins, ríkissjóði, aðilum innan Bílgreinasambandsins og síðast en ekki síst fjármálastofnununum fjórum, Kaupþingi, Landsbankanum, Glitni og SPRON sem forsetinn sagði hafa gert það kleift að hægt var að ljúka verkinu. - ovd Forseti Íslands tók í gær á móti endurgerðri fyrstu forsetabifreið lýðveldisins: Aðeins notaður við sérstök tækifæri RÚMGÓÐUR OG FLOTTUR FORSETABÍLL Eins og sjá má fór afar vel um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í nýuppgerðum forsetabíl Sveins Björnssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 02.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 149,7958 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,79 75,15 148,8 149,52 115,6 116,24 15,488 15,578 14,565 14,651 12,355 12,427 0,7139 0,7181 121,19 121,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.