Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 12
12 4. maí 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1803 Bjarni Bjarnason og Stein- unn Sveinsdóttir frá Sjö- undá voru dæmd til lífláts fyrir morð. 1948 Hvalstöðin í Hvalfirði tekur til starfa. 1957 Stofnun Önnu Frank sett á laggirnar í Amsterdam. 1976 Rokkhljómsveitin Kiss kemur fyrst fram. 1978 Brésnev, leiðtogi Sovét- ríkjanna, heimsækir Vest- ur-Þýskaland. 1981 Hönd grædd á stúlku á Borgarspítalanum eftir vinnuslys í Sandgerði. Að- gerðin tók fjórtán klukku- tíma. 1986 Solveig Lára Guðmunds- dóttir fær flest atkvæði í prestkosningum á Sel- tjarnarnesi. Þennan dag árið 1880 fór fram í Reykja- vík útför Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans, Ingibjargar Einarsdótt- ur. Þau létust í Kaupmannahöfn í desember 1879 með níu daga milli- bili en hvíla í Hólavallakirkjugarði í Vesturbæ Reykjavíkur. Jón var leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni og bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Heimili þeirra hjóna á Øster-Vold- gade var Íslendingum ávallt opið og má kalla að þau hafi þar rekið fé- lagsmiðstöð og athvarf. Þar er nú rekið minningarsafn um Jón og Ingibjörgu en auk þess er þar bókasafn og félagsaðstaða Íslendinga í Kaupmannahöfn. Jón og Ingibjörg eignuðust engin börn en ólu upp syst- urson Jóns. Þau giftu sig árið 1845 þegar Jón kom heim á þing en Ingibjörg hafði þá beðið í tólf ár í festum. Hún flutti með honum til Kaup- mannahafnar þar sem hún stjórnaði búi þeirra hjóna af myndarskap. Jón var tíu sinnum kosinn forseti Al- þingis og hefur enginn annar gegnt því embætti svo lengi. Á kistu Jóns var ritað: „Óska- barn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“. ÞETTA GERÐIST: 4. MAÍ 1880 Útför Jóns forseta og IngibjargarAUDREY HEPBURN LEIKKONA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1929. „Að ná frægð og frama er eins og að ná mikilvægum afmælisdegi og finna þá að þú hefur ekkert breyst.“ Audrey Hepburn braust úr fá- tækt til frægðar og frama í Hollywood þar sem hún lék í mörgum kvikmyndum. Ein hennar frægasta mynd er „Breakfast at Tiffany´s“. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Ingimarsdóttir verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Að lokinni athöfn verður boðið upp á veitingar í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Guðrún Vilhjálmsdóttir Pétur Björnsson Árni Vilhjálmsson Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Torfi Tulinius Arinbjörn Vilhjálmsson Margrét Þorsteinsdóttir Þórhallur Vilhjálmsson Glenn Barkan börn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðni Sigurjónsson Hjallalandi 32, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 27. apríl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Rósa Hermannsdóttir Hermann Gunnarsson Svava Viktoría Clausen Alfreð Örn Hermannsson Marisa Somvichian Gunnar Axel Hermannsson Svava Óttarsdóttir Gestur Hermannsson Viktoría G. Hermannsdóttir Bjarni Lárus Hall og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Baldvins Lárusar Guðjónssonar Halla E. Stefánsdóttir Börkur B. Baldvinsson Matthildur Sigurjónsdóttir Guðjón B. Baldvinsson Ingunn L. Guðmundsdóttir Katrín K. Baldvinsdóttir Sigurbjartur Á. Guðmundsson Þorsteinn V. Baldvinsson Sigríður Björnsdóttir Kristján G. Gunnarsson Guðrún A. Jóhannsdóttir Gunnur K. Gunnarsdóttir Hlynur Þorsteinsson Björk K. Gunnarsdóttir Guðmundur Jónsson Steinunn H. Gunnarsdóttir Róbert G. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjalti Þórarinsson fyrrverandi yfirlæknir og prófessor, Laugarásvegi 36, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni að kvöldi dags 23. apríl. Verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 5. maí klukkan 15.00. Alma Anna Þórarinsson (Thorarensen) Þórarinn Hjaltason Halla Halldórsdóttir Oddur Carl Hjaltason Ingibjörg Jakobsdóttir Sigríður Hjaltadóttir Þórir Ragnarsson Gunnlaug Hjaltadóttir Hrólfur Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn. 70 ára afmæli 70 ára afmæli á í dag sunnudag 4. maí Þorvarður Brynjólfsson Sérfræðingur í heimilislækningum Búsettur í Noregi Verður hjá dóttur sinni Mávahrauni 12, Hafnarfi rði. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Hafsteinn Erlendsson Höfðabraut 3, Akranesi, andaðist miðvikudaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 14.00. Þorvarður Ellert Erlendsson Áslaug Valdimarsdóttir Birgir Þór Erlendsson og aðrir aðstandendur. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Huldu Guðjónsdóttur frá Bæ í Lóni, síðast til heimilis að Hrafnistu Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Erla Sigfúsdóttir Geir Sigurðsson Kristín Sæmundsdóttir Þórður Þórðarson Þórarinn Sæmundsson Brynja Benediktsdóttir ömmubörn. 75 ára afmæli Í dag 4. maí er Aðalbjörg Guðmundsdóttir 75 ára. Í tilefni þess býður hún ætting jum og vinum að gleðjast með sér í sal FVA að Vogabraut 5, Akranesi, milli klukkan 15 og 18. Harmonikufélag Þingeyinga er næstelsta harmóníkufé- lag á landinu. Félagar eru tæplega 100 og er líflegri starf- semi haldið úti allt árið. Stefán Þórisson, bóndi í Hólkoti í Reykjadal, hefur gegnt formennsku síðasta árið en reglan er að stjórnin sitji ekki lengur en í tvö ár í einu. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel því þarna koma þá fleiri til starfa en annars hefðu gert,“ segir Stefán. „Reynd- ar spila ekki allir á harmóníku en þetta er opið félag og öllum velkomið að taka þátt.“ Stefán segir félagið líflegt og skemmtilegt og kraftmik- il dagskrá einkenni félagsskapinn. „Starfsemin hefur frá upphafi verið heljarmikil hjá okkur og er enn.“ „Á sumrin, ef ekki er landsmót, er farið í tveggja til þriggja daga skemmtiferð innanlands. Þá hittum við gjarn- an önnur harmóníkufélög og sláum upp dansleik. Nú erum við að fara í sjötta skipti austur á Breiðsdalsvík að halda dansleik þar og hann hefur alltaf verið vel sóttur og mikið dansað.“ Landsmót harmóníkuunnenda eru einnig miklar samkomur og standa venjulega í þrjá daga. Þar eru skipu- lagðir tónleikar og oft fengnir erlendir gestir til að spila. Í ár verður landsmótið í Reykjanesbæ og segir Stefán víst að einhverjir fari á mótið úr félagi Þingeyinga. Auk landsmótsins hefur félagið farið í utanlandsferðir og stendur fyrir ýmsum skemmtunum. „Flest félögin halda sumarhátíð og okkar hátíð verður í júlí og þá verður dansað alla helgina.,“ segir Stefán. „Í haust ætlum við svo að halda afmælis- og árshátíð fyrir félaga. Ég reikna með að for- menn hinna harmóníkufélaganna komi til okkar svo þetta verður feiknamikil samkoma.“ heida@frettabladid.is HARMONIKUFÉLAG ÞINGEYINGA: 30 ÁRA Nikkan á ferð HVERT TÆKIFÆRI NOTAÐ Hér er gripið í nikkurnar á Húnavöllum í hópferð félagsins. MYND/SIGURÐUR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.