Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 74
18 4. maí 2008 SUNNUDAGUR D agana 16.-18. maí næstkomandi gefst öllum áhuga- sömum um danska hönnun tækifæri til að skoða nýjar hliðar á Kaupmannahöfn. Dagarn- ir heita Copenhagen Architecture and Design Days (CphADD) og eru nú haldnir þriðja árið í röð. Eru þeir sannkölluð hönnunar- veisla þar sem yfir 30 menningar- stofnanir, arkitektastofur og fyr- irtæki opna dyr sínar fyrir almenningi og bjóða upp á ýmiss konar skoðunarferðir, fyrirlestra og sýningar. Gestir geta keypt passa á aðeins tíu evrur og þar með fengið aðgang að fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Dönsk hönnun og arkitektúr á sér langa sögu og undanfarin ár hefur Kaupmanna- höfn öðlast nýjan sess sem ein af helstu hönnunarborgum veraldar. „Í gegnum CphADD getum við veitt almenningi innsýn í það besta sem Danmörk hefur upp á að bjóða í þessum geira,“ útskýrir fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Mart- in Bender, frá ferðamálaráðinu Wonderful Copenhagen. Ný og spennandi menningarhús Allir þeir sem hafa áhuga á arki- tektúr og menningu ættu að kynna sér þau þrjú stórfenglegu menningarhúsnæði sem reist hafa verið á undanförnum árum við hafnarlengjuna í Kaupmanna- höfn. Den Sorte Diamant, eða Svarti demanturinn, reis fyrir níu árum og hýsir Konunglega þjóðarbókasafnið ásamt kaffi- húsi og frábærum veitingastað sem nefnist Sören K. Þessi fal- lega og framúrstefnulega bygg- ing var hönnuð af arkitektateym- inu Schmidt, Hammer og Lassen og þar er samspil ljóss, rýmis og lífrænna forma í fyrirrúmi. Nafn- ið Svarti demanturinn er dregið af sköpunarlagi byggingarinnar sem er í formi demants sem svo endurspeglast í sjónum. Árið 2005 voru dyr nýja danska óperu- hússins opnaðar í tilkomumikilli byggingu við höfnina. Húsið var kostað af einu stærsta sjóflutn- ingafyrirtæki Danmerkur, A.P. Møller-Maersk, og var hannað af arkitektinum Henning Larsen. Hinum megin við vatnið, and- spænis Óperunni, stendur hið stórglæsilega Skuespilhus, ný bygging Konunglega danska leik- hússins, sem var opnuð í febrúar síðastliðnum. Leikhúsbyggingin hefur hlotið afar lofsamlega dóma um heim allan og er ein- staklega nútímaleg og norræn sköpun arkitektanna Boje Lund- gard og Lene Tranberg. Í fram- tíðinni verður reist brú á milli Óperuhússins og leikhússins, sem mun styrkja menningar- starfsemina enn frekar á þessum fallega stað við höfnina. Áræðið borgarskipulag Vatn, rými og ljós eru í fyrirrúmi hjá arkitektum sem hafa sett mark sitt á danskan arkitektúr undan- farin ár, en þar má nefna fræg nöfn eins og Sir Norman Foster, Henning Larsen, Jean Nouvel, Daniel Libeskind og Zaha Hadid. Nýtt borgarskipulag má sjá í þremur lykilhverfum: Ørestad, höfninni og í miðborginni. Ørestad er á eyjunni Amager, þar sem einnig er að finna Kastrup-flug- völl, en nú er finnskt arkitekta- teymi sem nefnist ARKKI að skapa nýtt og spennandi hverfi þar sem græn rými eru í fyrir- rúmi. Náttúruperlan Kalvebod Fælled er einmitt á Vestur-Ama- ger en þar er hægt að stinga sér til sunds, fara í bátsferð, í golf eða fara í gönguferð í fallegum skóg- um. Ørestad er sérstaklega hann- að með tilliti til háskólanema og fjölskyldna, en þangað flutti ein- mitt danski tækniháskólinn ITU inn í framúrstefnulega byggingu hannaða af Henning Larsen. Í Ørestad er verslunarkjarninn Fields en þar má meðal annars heimsækja nýjasta „Mekka“ hönn- unar í Danmörku, verslunina Nor- mann sem er kölluð hið „nýja Ill- ums Bolighus fyrir nýja kynslóð“. Horft til fortíðar Meðal þeirra skemmtilegu mögu- leika í boði á CphADD er heim- sókn í herbergi 606 á Radisson Royal SAS-hótelinu í miðborg Kaupmannahafnar. Hótelið, sem var umdeilt á sínum tíma, þar sem það gnæfir yfir eldri byggingar borgarinnar, var hannað af guð- föður danskrar hönnunar, Arne Jacobsen, árið 1960. Hann hannaði allt frá byggingunni sjálfri niður í húsgögnin, litapallettuna, hurðar- húnana og hnífapörin sem síðar voru notuð í mynd Kubricks „2001: A Space Odyssey“. Á áttunda ára- tugnum var miklum hluta af hönn- un Jacobsens fargað en herbergi 606 fékk alltaf að vera óhreyft, og almenningi og ferðamönnum gefst kostur á að skoða þetta piparmynt- ugræna „sixtís-herbergi“ og sjá snilldarhönnun Jacobsens í öllu sínu veldi, frá stólum eins og egg- inu, svaninum og dropanum yfir í færanleg ljós og hillusamstæður. Hótelið var þó nýverið endurhann- að með tilliti til anda Jacobsens og þar má sjá húsgögn hans um allt í aðeins nútímalegri uppfærslu. Þetta fimm stjörnu hótel býður einnig upp á sælkeraveitingastað- inn Alberto K á tuttugustu hæð og Café Royal á jarðhæð. Upplýsingar um hönnunar- dagana og dagskrá má finna á www.cphadd.com The House á Nýhöfn, ný hönn- unarverslun sem býður upp á það helsta í danskri hönnun, meðal annars Jacobsen, Børge Mogensen, Hans J. Wegner, Nanna Ditzel, Poul Henningsen og Verner Panton. Paustian, hönnunarverslun við höfnina. Verslunin er hönnuð af Jørn Utzon, sem teiknaði Óperuhúsið í Sydney, og býður upp á danska og alþjóðlega hönnun. Þar er einnig að finna vinsælan veitingastað með sama nafni þar sem er hægt að upplifa sannkallaða veislu fyrir augu og bragðlauka. Fílahúsið Arkitektinn Norman Foster hannaði þetta stórfenglega rými fyrir fílana í dýragarðinum og það opnar nú í júní, en það er vel þess virði að skoða það að utanverðu þangað til. Listasafnið í Ordupgaard Við- bygging listasafnsins er hönnuð af íraska arkitektinum Zaha Hadid og var opnuð árið 2005. Danish Design Centre á HC Andersens Boulevard var hannað af Henning Larsen og þar er að finna áhugaverðar sýningar um allt sem tengist danskri og alþjóðlegri hönnun. FLEIRI STAÐIR TIL AÐ UPPLIFA HÖNNUN: Kastljósinu beint að arkitektúr Dönsk hönnun hefur verið áberandi á heimsvísu undanfarna áratugi og hefur fengið óspart lof fyrir einfaldleika, gæði og fúnk- ísstíl. Á síðustu árum hafa einnig sprottið upp stórfengleg menningarhús í Kaupmannahöfn ásamt nýjum hverfum sem borgaryf- irvöld binda miklar vonir við. Anna Margrét Björnsson kynnti sér nýjustu perlur danskrar hönnunar. KONUNGLEGA DANSKA LEIKHÚSIÐ Danir eru afar stoltir af hinu nýja Skuespilhus sem liggur við hafnarbakkann. RANGSÆLIS FRÁ VINSTRI: 1. Radisson Royal SAS-hótelið í Kaupmannahöfn sem Arne Jacobsen teiknaði árið 1960. 2. Nýja óperuhúsið við hafnarbakkann, teiknað af Henning Larsen. 3. Stóra sviðið í konunglega danska leikhúsinu en það er eins og stórfeng- legur hellir. 4. Restaurant Jacobsen liggur í norðanverðri Kaupmannahöfn og byggingin var einnig teiknuð af Arne Jacobsen. 5. Arne Jacobssen, guðfaðir danskrar hönnunar sést hér í herbergi á Radisson Royal SAS-hótelinu. 6. Nýjar skrifstofubyggingar í Örestad-hverfinu í Kaupmannahöfn. 1 2 3 4 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.