Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 32
Hverjum hefði dottið í hug að nautasteik á skyndibitastað væri æt? Hamborgarabúlla Tómasar sannar þessa kenn- ingu því nautasteikin þar er algert lostæti. Með frönskum og ekta bearnaisesósu erum við að tala um herramanns- mat og þangað flykkjast þeir sem meira mega sín í þjóð- félaginu og gúffa í sig þess- um gómsæta bita. Nautasteik á Búllunni Það geislaði af Regínu Ósk á Hlustendaverðlaunum FM957 en það fór ekki framhjá neinum að kílóin hafa hrunið af henni síðan hún sigraði undankeppni Euro- vision í Sjónvarpinu í febrúar. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er búin að léttast um mörg kíló því ég stíg eiginlega aldrei á vigt, en ummálið hefur minnkað í sentímetrum. Ég er í miklu átaki, búin að taka matar- æðið í gegn og svo er ég hjá einkaþjálfaranum Lindu Jónsdóttur sem hefur reynst mér vel,“ segir Regína Ósk þegar Föstudagur hefur samband við hana. „Mér finnst kílóafjöldinn samt ekki skipta neinu máli því aðalmálið er að vera fitt og passa í fötin sín.“ Þegar hún er spurð að því hvernig átakinu sé háttað segist hún forðast alla óhollustu. Hún borði til dæmis ekki majones og franskar, sleppi öllu gosi og reyni að borða sem minnstan sykur. „Ég hef aukið prót- einið í fæðunni og reynt að borða á þriggja tíma fresti. Það sem háir okkur nútímakonunum er að við gleymum að borða í annríki dagsins og þá borðum við allt of mikið því við erum svo svangar,“ segir hún og hlær. Þegar hún er spurð að því hvort það verði ekki erfitt að halda sér við holla mataræðið þegar þau fara til Serbíu segir hún svo ekki vera. „Við Friðrik Ómar erum samstiga í að hugsa vel um okkur. Það er nóg af grænmeti, ávöxtum og sóda- vatni alls staðar í heiminum,“ segir hún. Friðrik Ómar hefur einnig verið duglegur við að losa sig við aukakílóin en fyrir nokkrum árum var hann þrjátíu kílóum þyngri en hann er í dag. „Í þessum bransa þarf að líta vel út og vera í formi því það er meira en að segja það að vera uppi á sviði í nokkra klukkutíma.“ Spurð að því hvernig hún verðlauni sig fyrir góðan árangur nefnir hún fata- kaup eða ferðir á snyrtistofuna. „Ég verð- launa mig allavega ekki með mat. En þegar ég vil gera extra vel við mig þá fæ ég mér grillmat en gæti þess vel að sleppa sós- unum því þær eru svo hættulegar,“ segir hún og hlær. martamaria@365.is Kílóin hrynja af Regínu Ósk þótt hún stígi aldrei á vigtina Mörgum sentímetrum mjórri Þessi mynd var tekin af Regínu árið 2005, munur- inn leynir sér ekki. Í stuði á Hlust- endaverðlaun- unum, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Svenni, kærasti hennar. Verslunin Júníform, sem selur hönnun Birtu Björnsdóttur fata- hönnuðar, verður opnuð í Ing- ólfsstræti 8 í dag. „Við breyttum húsnæðinu eftir okkar höfði og saumastofan er inni í miðri búð,“ segir Birta í samtali við Föstudag. Spurð að því hvernig stemningin sé í nýja húsnæðinu segir hún að heimilislegur bragur sé ríkjandi. „Þetta er bara í okkar stíl. Ég fann gamalt veggfóður í bílskúr í Breiðholti og svo steinlögðum við veggi og reyndum að halda í allt þetta gamla sem prýðir hús- næðið.“ Þegar hún er spurð að því hvort þetta breyti einhverju fyrir hana segir hún svo vera. „Þetta breytir öllu, vinnuaðstaðan er miklu betri enda vorum við löngu búin að sprengja hitt húsnæðið utan af okkur. Hér er líka tölu- vert rólegra, ekki eins mikil um- ferð og á Hverfisgötunni og næg bílastæði,“ segir Birta, alsæl með nýju verslunina. Birta opnar nýja Júníform-verslun Birta í nýju Júníform-versluninni. MYND/ANTON 4 • FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.