Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 64
32 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Saxófónleikarann Sigurð Flosason þarf vart að kynna; hann er óumdeilan- lega eitt af stórmennum íslenskrar djasstónlistar. Nú um hvítasunnuhelgina stendur hann fyrir djass- hátíð í Fríkirkjunni þar sem hann lítur til baka yfir fimmtán ára hljóðritunar- feril sinn. „Hugmyndin að baki þessari hátíð er sú að nota það sem maður hefur búið til og að skemmta sér aðeins í leiðinni,“ útskýrir Sig- urður, spurður um kveikjuna að hátíðinni. „Það er einkennilegt ferli að leggja sig allan í eitthvert verkefni, eins og til dæmis plötu, fylgja henni aðeins eftir og snúa sér svo alfarið að næsta verkefni. Mér þykir eitthvað spennandi við það að heimsækja þessi gömlu verkefni á ný og leika mér með þau.“ Sigurður hefur verið virkur í tónlistarlífi þjóðarinnar lengur en í fimmtán ár, en fyrsta platan sem hann gaf út undir eigin nafni hét Gengið á lagið og kom út 1993. Síðan þá hefur hann sent frá sér fimmtán geisladiska sem hafa spannað vítt svið tónlistar. Sig- urður segir það ekki alltaf vera auðvelt verk að fara yfir útgáfur sínar. „Það er óneitanlega fremur ógnvekjandi að líta yfir ævistarf- ið; ég þarf dálítið að horfast í augu við sjálfan mig. Þetta útgefna efni er það sem ég skil eftir mig á áþreifanlegan hátt og verður áfram til eftir minn dag.“ segir Sigurður. Tónleikar Sigurðar í Fríkirkj- unni verða fjórir nú yfir hvíta- sunnuhelgina. Á morgun kl. 20 kemur hann fram með kvartettin- um Bláir skuggar og leikur tón- list af diskunum Bláir skuggar og Blátt ljós, sem báðir hlutu góðar viðtökur. Á sunnudag kl. 16 kemur Sigurður fram með Gunnari Gunnarssyni og leikur nýjar sálmaútsetningar í bland við efni af geisladiskum þeirra félaga. Sama dag kl. 20 leiða söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og Kvart- ett Sigurðar Flosasonar saman hesta sína og flytja nýja og eldri söngtónlist Sigurðar við ljóð Aðal- steins Ásbergs Sigurðarsonar. Lokatónleikar hátíðarinnar fara svo fram á mánudag kl. 20, en þá flytur Kvartett Sigurðar Flosa- sonar efni af geisladiskunum Gengið á lagið, Gengið á hljóðið og Leiðin heim, í bland við ný lög. Af þessari upptalningu er þó ljóst að Sigurður nær ekki að fara yfir allan útgáfuferil sinn á hátíðinni. „Kannski held ég bara fleiri tón- leika seinna, til að ná að leika allt efnið sem ég hef sent frá mér. Það er í það minnsta afar gaman að rifja upp samstarfið við tón- listarmennina sem hafa leikið með mér á plötunum; ég gæti vel hugsað mér að halda því áfram,“ segir Sigurður. Miðar á staka tónleika kosta 2.000 krónur, en hægt er að kaupa miða á alla hátíðina á 3.500 kr. Miða má nálgast á www.midi.is. vigdis@frettabladid.is Útgáfuafmæli og djasshátíð SIGURÐUR FLOSASON Lítur yfir farinn veg í Fríkirkjunni um helgina. Kl. 17 Nemendur í mótunardeild Myndlistar- skólans í Reykjavík hafa tekið húsnæðið á Laugavegi 33 í sína þjónustu og opna þar áhugaverða sýningu á verkum sínum kl. 17 í dag. Þar má sjá verk unnin úr gleri, silíkoni, postulíni, pappír og fleiru. Þessi mikli fjölbreytileiki í efnisvali endurspeglast einnig í verkum og tilraunum nemendanna. Upplýsing, félag bókasafns- og upp- lýsingafræðinga, afhenti Friðriki G. Olgeirssyni verðlaun fyrir fræðibók ársins 2007 við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni fyrr í vikunni. Friðrik hlaut viðurkenninguna fyrir bók sína Sáðmenn sandanna, Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007. Í rökstuðningi matsnefndar segir meðal annars að mikill fengur sé að bókinni því Sáðmenn sandanna sé aðgengileg handbók um landgræðslu á Íslandi sem standist jafnframt fræðilegar kröfur. Bókin hafi mikið notagildi fyrir þá sem vilji kynna sér sögu elstu land- græðslustofnunar í heiminum og hvernig takist var á við gróður- og jarðvegseyð- ingu með samstilltu átaki víða um land. Matsnefndin ber einnig lof á stíl bókar- innar sem hún segir fallegan og málfar frjótt og lifandi líkt og gróðurinn sem fjallað er um. Þá segir að fagmennska og vandvirkni hafi verið í fyrirrúmi við allan frágang. Það var Landgræðsla ríkisins sem stóð að útgáfu bókarinnar í tilefni af 100 ára afmæli skipulags landgræðslustarfs á Íslandi. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri var viðstaddur verðlaunaafhending- una og þakkaði við það tækifæri Upplýs- ingu fyrir heiðurinn og Friðriki Olgeirssyni fyrir frábær og vönduð vinnubrögð. Hann segir viðurkenninguna útgefendum mikils virði því hún staðfesti að sú alúð sem lögð var í ritun bókarinnar og útgáfu sé metin að verðleikum. Að sögn Sveins er nú unnið að þýðingu bókarinnar á ensku en mikil eftirspurn hefur verið eftir jafn yfirgripsmiklu efni um þessa merku sögu á erlendum tungumálum. Stefnt er að því að ensk útgáfa bókarinnar komi út fyrir lok ársins. - vþ Sáðmenn sandanna bók ársins FRIÐRIK G. OLGEIRSSON Höfundur bókarinnar Sáðmenn sandanna sem hlaut nýverið verðlaun Upplýsingar. Fjöldinn allur af kórum heldur vor- tónleika um þessar mundir. Einn þeirra er kvennakórinn Vox fem- inae sem heldur tónleika í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld kl. 20.30. Efnisskrá kórsins er metnaðar- full að vanda; verkin sem flutt verða eiga öll rætur sínar að rekja til Vínarborgar og er yfirskrift tón- leikanna Valsar og Vínarljóð. Flutt- ur verður hluti af Liebeslieder Waltzer op. 52 eftir Johannes Brahms, auk annarra þekktra Vínar- ljóða. Einnig verða fluttir óperu- kórar úr þekktum óperum eftir Mozart, Rossini, Verdi og fleiri. Kórnum berst liðsauki frá sópran- söngkonunum Auði Gunnarsdóttur og Xu Wen sem báðar syngja ein- söng. Að auki koma fram með kórn- um þær Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálma- dóttir. - vþ Vortónleikar Vox Feminae VOX FEMINAE Kórinn heldur vortónleika sína í Hafnarborg í kvöld. Í fyrramálið er haldið áfram þinghaldi í röð Arkitektafélags Íslands, Kynningar- miðstöðvar myndlistar, Listaháskólans og Norræna hússins um hafnarborgir. Ráðstefnan hefur það að markmiði að opna umræður og beina sjónum að borgarhönnun og hlutverki lista í opinberu rými hafnarborga. Fyrsti hlutinn fór fram 25. apríl og hafa í millitíðinni verið haldnir tveir málfundir um borgarskipulag í Norræna húsinu sem hafa verið frábærlega vel sóttir þótt þar hafi enn ekki sést borgarfulltrúi úr Reykjavík, hvað þá nálægum sveitarfélögum, að bestu manna yfirsýn. Síðari hluti Hafnarborgaþingsins lýtur að endur- byggingu hafnarborga. Frummælendur koma víða að og greina frá raunverulegum verkefnum: Martin Biewinga, West 8 (Rotterdam), Jürgen Bruns-Berentelg, HafenCity, (Hamburg), Freee art collective, (London), Louise Mielonen Grassov, Gehl Architects, (Kaupmanna- höfn), Yvonne P. Doderer, Office for Transdisciplin- ary, Research and Production, Stuttgart, Vito Acconci (New York). Hafnarborgir hafa mótast af iðnvæðingu og alþjóðaviðskiptum. Síðustu ár hafa hafnir, og starf- semi í kringum þær, verið fluttar í úthverfi. Um leið hafa eldri hafnarsvæði fengið nýtt hlutverk. Endur- skipulagning og breytt ímynd hafnarborga er áskorun fyrir borgarhönnuði og listamenn sem búa og vinna á þessum svæðum. Einkafyrirtæki og fjárfestar hafa aukið vald og áhuga á uppbyggingu eldri borgarhluta sem gefur listamönnum einstakt tækifæri til að endurskoða þeirra eigin möguleika á að taka þátt í mótun og þróun opinberra rýma. - pbb Þingað um hafnarhverfin SKIPULAG Víða eru hafnarborgir búnar að taka stakkaskiptum með breyttum samgöngum og flutningsmátum. M Ó T E T T U K Ó R H A L L G R Í M S K I R K J U VESPER eftir S E R G E I R AC H MA N I N O V Í HALLGRÍMSKIRK JU ANNAN Í HVÍTASUNNU 12. MAÍ 2008 KL. 17.00 L I S T V I N A F É L A G H A L LG R Í M S K I R K J U 2 6 . S TA R F S Á R l i s t v i n a f e l a g . i s m i ð a v e r ð 3000 / 2500 kr. s t j ó r n a n d i HÖRÐUR ÁSKELSSON e i n s ö n g v a r a r : Vladimir Mil ler B A S S O P R O F O N D O Nebojsa Colic TENÓR Auður Guðjohnsen A LT TÓNLISTARSJÓÐUR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.