Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 48
útlit smáatriðin skipta öllu máli 12 • FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 HÁROLÍA FRÁ ORIGINS nærir og bætir og veitir hárinu vítamín og fyllingu. Þessa olíu er hægt að nota til þess að fríska upp á skemmt og þurrt hár. ANDLITSKREM FRÁ ORIGINS er krem sem er stút- fullt af andoxunarefnum. Það fyrir- byggir vökvatap og sefar rós- roða og mýkir húðina. Það er unnið úr lífrænum nellikum, lavender og ylang ylang. Hvern dreymir ekki um að líta sem best út og vera úthvíldur í erli hversdagsins? Til eru margar leiðir til þess en ein þeirra er að búa til heilsulindarstemningu í baðherberginu heima hjá sér. Gott er að framkvæma þessa að- gerð að kvöldi svo maður sofi of- urvel um nóttina. Byrjaðu á að kveikja á ilmkerti eða reykelsi. Svo skaltu skrúbba líkamann upp úr líkamsskrúbbinu úr bað- og líkams línunni frá Pier. Best er að skrúbba líkamann meðan húðin er enn þá þurr. Nuddaðu öll þurru svæðin vel, kálfa, olnboga og hæla. Svo skaltu skola þig með volgu vatni. Þegar þú ert búin(n) að skola af þér skrúbbið skaltu bera á þig líkams leir en hann er sérlega næringargóður fyrir húð- ina. Því næst skaltu skola hann af og láta renna í baðkarið. Til að fullkomna baðferðina er snið- ugt að setja baðsalt úr Dauða- hafinu út í ásamt nokkrum drop- um af Dauðahafsvatni. Það hefur áhrif á blóðstreymi til húðar og má nota daglega í baðið. Þegar þú ert búin(n) að liggja í baðinu í dá- góðan tíma skaltu bera á þig Body Butter og nudda því vel inn í húð- ina. Eftir þessa meðferð verður þú eins og bjartasta vorsólin og munt skína af ferskleika. martamaria@365.is Endurnýjaðu líkama og sál heima hjá þér Breyttu bað- herberginu í ekta heilsu lind 1. Dauðahafsvatnið frá Pier má nota á marga vegu. Gott er að setja nokkra dropa út í baðvatnið. Einnig má setja einn dropa á tannburstann til að fá hvítari tennur en gæta þarf þess að skyrpa því út um leið og burstun lýkur. Líka má nudda því á milli tánna til að forðast sveppasýkingar eða setja dropa út í sjampóið til að næra hárið. Einnig má nota það til að sótthreinsa bólur. 2. Leirmaski frá Pier er notaður sem fegrunarmeðferð fyrir húðina. Það er best að bera hann á húðina og láta hann þorna í fimm mínútur áður en hann er skolað- ur af en hann hreinsar eiturefni úr líkamanum og áferð húðarinnar verður gló- andi. 3. Body Scrub er borið á þurra húð og nuddað vel inn í húðina svo virknin verði sem mest. 4. Baðsalt úr Dauðahafinu er sett út í baðið til að fá fullkomna slökun. 5. Body Butter frá Pier mýkir húðina að baðferð lokinni. 6. Reykelsi frá Pier fullkomna stemninguna. 1 2 3 4 5 6 Thermal Plankton myndaðist fyrir um það bil þremur millj- örðum ára og er talið vera eitt af fyrstu ummerkj- um um uppsprettu lífs á jörðinni. Thermal Plankt- on er mild örflóra sem þrífst í fjallalindum sem eru auðugar af stein- efnum. Fyrir fimmtíu árum, þegar líffræð- ingar Bio therm fengu fyrst áhuga á Thermal Plankton, uppgötvuðu þeir tengsl milli virkni efnisins og áhrifa þess á húðina. Í kjölfarið bjuggu þeir til fyrstu húð- snyrtilínuna sem innihélt Thermal Plankton. Núna hafa líffræðingar Bio- therm uppgötvað að þetta virka innihalds- efni getur örvað nátt- úrulegar varnir húð- arinnar gegn utanað- komandi áreiti. Það vinnur til dæmis gegn öldrun, gefur húð- inni aukinn ljóma og unglegra yfirbragð. Thermal Plankton er í öllum vörum frá Biotherm, bara í mis- miklu magni. Hægt er að kaupa hreint Thermal Plankton til að bera á húðina. martamaria@365.is Undraefnið Thermal Plankton ...nema að láta sorg og sút vetrarins falla í gleymskunnar dá. Líttu á árs- tíðaskipti sem stóru kaflaskiptin í lífi þínu. Eyddu öllu því sem minnir á von- brigði vetrarins og taktu á móti sumr- inu með sól í hjarta. ...nema að missa þig í sumarfatnaðinum. Nú er tíminn til að kaupa sér ópraktísk sumar- föt áður en við horf- umst í augu við blá- kaldan veruleikann, þ.e. rigningu og súld upp á hvern einasta dag í sumar. Haltu í von- ina, hamstraðu stutta blómakjóla og keyptu upp lagerinn af opnum banda- skóm. Í versta falli ertu vel birg þegar þú loks lætur af því að fara í siglinguna í Karíbahafinu. ...nema að leyfa smáborgaranum í hjarta þínu að blómstra nú þegar vorar. Grillið á pallinn, sólhúsgögnin með til- heyrandi blómamunstri, gúmmísund- laug í garðinn fyrir krakkana og tramp- ólín á veröndina. Hvað þarf meira? ...nema að taka hjólið fram úr geymslunni og leggja bílnum í viku. Hver veit nema að þú eigir fyrir sólarlandaferð í enda mán- aðarins. ...nema að njóta þess að vera í sundi án þess að trylltir, loðnir túristar liggi klesstir við þig í heita pottinum og tali tungum sín á milli. Eitt er víst að það fer hver að verða síðastur. þú kemst ekki í gegnum vikuna …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.