Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 12
12 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Jóhann Halldórsson, forsvarsmaður félaganna S8 og S10, segir kaup síðarnefnda félags- ins á lóðinni suður af húsi Íslenskr- ar erfðagreiningar þegar vera orðinn hlut með því að samkomu- lag um viðskiptin var samþykkt í borgarráði. Jóhann vísar til að í samkomu- laginu um viðskiptin sé fyrirvari af hálfu Reykjavíkurborgar um samþykki framkvæmda- og eigna- ráðs og borgaráðs. Borgarráð hefur þegar sam- þykkt söluna til S10 en umræðu um málið var frestað þegar stað- festa átti kaup félagsins á lóðinni fyrir 260 milljónir króna á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Kristbjörg Stephensen borgar- lögmaður segir það misskilning að ekki þurfi staðfestingu borgar- stjórnar. Samkvæmt sveitar- stjórnarlögum megi heimila borgar ráði fullnaðarákvörðun í málum sem varða ekki verulega fjárhagslega hagsmuni. En þá megi ekki vera ágreiningur um þau mál innan borgarráðs. „Vegna þess að í þessi tilviki var eitt mót- atkvæði skortir lagaskilyrði til þess að fyrir liggi fullnaðar- ákvörðun borgarráðs,“ útskýrir Kristbjörg. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu telja forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar lóðina umræddu tilheyra þeirra fyrirtæki og hafa boðað að sett verði fram lögbannskrafa selji borgin lóðina til annarra. Í bréfi lögmanns S8 og S10 til borgarráðs er tilkalli Íslenskrar erfðagreiningar til lóðar- innar á hinn bóginn harðlega mót- mælt. Stækkun lóðarinnar á Sturlu- götu 8 sé „órofa bundin“ fast eign inni á Sturlugötu 8 sem sé eign S8. Kristbjörg segir deilu Íslenskrar erfðagreiningar og eigenda S8 og S10 ekki skipta borgina máli enda eigi hvorugt réttindi á lóðinni. Hins vegar hafi verið talið rökrétt fyrir borgina að selja viðbótarlóð- ina til S8/S10 sem þegar eigi bygg- ingu Íslenskrar erfðagreiningar og vilji byggja við það hús. Lóðin sé tiltölulega lítil og leyfi ekki mikið byggingarmagn. „Þannig að lóðin er ekki 260 milljóna króna virði ein og sér. En ef hún er notuð til að stækka lóð- ina við hliðina er hægt að byggja meira,“ segir borgarlögmaður. gar@frettabladid.is Segir lóðasölu ekki þurfa í borgarstjórn Forsvarsmaður S10 telur kaup félagsins á lóðinni á Sturlugötu 10 staðfesta með samþykki borgarráðs. Ekki þurfi staðfestingu borgarstjórnar. Þetta er mis- skilningur að sögn borgarlögmanns. ÍSLENSK ERFÐAGREINING Líftæknifyrirtækið seldi hús sitt og deilir nú við leigusalann S8 ehf. um lóðaréttindi við hlið hússins. R V U N IQ U E 0 4 0 8 0 5 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. ÍSRAEL, AP Haldið var upp á sex- tugsafmæli Ísraels með pompi og prakt í gær. Íbúar gyðingaríkisins fögnuðu stórafmælinu með flug- eldasýningum, sýniflugi orrustu- þotna og greinilegu stolti, en við það blandaðist óvissa um framtíð- ina og efasemdir um horfur á friði við Palestínumenn. Sex áratugum eftir að gyðinga- ríkið reis úr upplausn og helför síð- ari heimsstyrjaldar á það enn við mikil vandamál að stríða. Ríkið býr við stöðuga ógn utan frá en 41 árs herseta Ísraela á svæðum Palest- ínumanna hefur kallað á ítrekaða fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Þrátt fyrir þetta er Ísrael virkt lýð- ræðissamfélag og hefur staðið undir því meginfyrirheiti að vera gyðingum hvaðanæva úr heimin- um skjól. Sjálfstæðisdagurinn er „fögnuður yfir því gerlega“, sagði ísraelski rithöfundurinn Yossi Hal- evi. „Það þýðir að taka drauminn út úr heimi þess sem óskandi væri og færa hann inn í heim hins raun- verulega, og það felur óhjákvæmi- lega í sér viss vonbirgði.“ Á Vesturbakkanum og Gaza gengust Palestínumenn fyrir úti- fundum til að minna umheiminn á að stofnun Ísraelsríkis hefði kallað yfir þá mikla ógæfu, sem þeir kalla „nakba“. Hundruð þúsunda Palestínu araba hröktust frá heim- ilum sínum í stríðinu sem háð var árið 1948 um stofnun Ísraels. Um 4,5 milljónir Palestínumanna búa nú í flóttamannabúðum. - aa BRENNA FÁNA Heittrúargyðingar brenna fána Ísraels og hrópa „Síonistar eru ekki gyðingar“. NORDICPHOTOS/AFP Haldið upp á sextugsafmæli Ísraels með pompi og prakt: Stolt og óvissa á stórafmæli ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi sór í gær embættiseið sem forsætis- ráðherra 62. ríkisstjórnar ítalska lýðveldisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þetta var í þriðja sinn sem Berlusconi tók við forsætisráð- herradómi. Hann fór áður fyrir Ítalíustjórn á árunum 1994-1995 og 2001-2006. Sú síðari var ein örfárra ríkisstjórna frá stríðs- lokum sem sat út heilt kjörtíma- bil. Berlusconi kynnti ráðherra- lista sinn í fyrradag. Atkvæða- greiðsla um staðfestingu nýju ríkisstjórnarinnar fer fram á nýkjörnu þingi í næstu viku, en hún er formsatriði þar sem flokkarnir að baki stjórninni hafa öruggan meirihluta í báðum þingdeildum. - aa Stjórnarskiptin á Ítalíu: Berlusconi sver embættiseið ÆFIR SIG Í MINNISMERKI Þessi þýski hljóðfæraleikari æfði sig af kappi nú í vikunni í miðju minnismerki um hel- förina sem stendur í miðborg Berlínar. Í dag blæs hann í franska hornið sitt með stórri hljómsveit þegar haldið verður upp á að þrjú ár eru liðin frá því minnismerkið var afhjúpað. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI On Waves ehf., dóttur- fyrirtæki Símans, sér öllum skipaflota skemmtiferðaskipa- fyrirtækisins MSC Cruises fyrir GSM-farsímaþjónustu. Samkomu- lag, sem kynnt var í vikunni, nær í fyrstu til tíu skemmtiferðaskipa, að því er fram kemur í tilkynningu On-Waves. Við þetta stækkar markaðssvæði On-Waves úr um 55 þúsund farþegum og áhöfnum í um 88 þúsund. On Waves annast talsamband, SMS-þjónustu og gagnaflutninga um borð í skipun- um, auk þess að bjóða fyrirfram greidd símakort, móttöku sjón- varpsefnis og aðra þjónustu. - óká On Waves, félag Símans: Með símaþjón- ustu á hafi úti Samtök bönnuð Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur ákveðið að banna tvenn samtök sem hann segir safna í sínar raðir afneiturum helfararinnar gegn gyðingum. Sagði hann starfsemi samtakanna brjóta í bága við stjórnar- skrána. Að draga helförina í efa er refsivert samkvæmt þýskum lögum. ÞÝSKALAND Siv Jensen endurkjörin Hin 38 ára gamla Siv Jensen var ein- róma endurkjörin formaður Framfara- flokksins í Noregi á landsfundi flokks- ins. Hún tók við formennsku af Carl I. Hagen fyrir tveimur árum. Flokkurinn er nú næststærsti flokkur Noregs. NOREGUR MÁLÞING „Þýðingar, túlkun og íslensk málstefna í hnattvæðing- unni“ er heitið á málþingi sem haldið verður í dag, föstudag. Íslensk málnefnd í samvinnu við Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands stendur fyrir málþinginu, sem haldið verður í stofu 101 í Odda milli klukkan 14 og 17. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar þingið og fyrirlesarar eru Gauti Kristmannsson, Sabine Leskopf, Kristján Árnason, Rúnar Helgi Vignisson og Halldór Guðmunds- son. Fundarstjóri er Haraldur Bernharðsson málfræðingur. - kg Íslensk málnefnd: Málþing um málstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.