Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 74
42 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FH 2. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 2. sæti í A-deild 2006 1. sæti í A-deild 2005 1. sæti í A-deild 2004 1. sæti í A-deild 2003 2. sæti í A-deild 2002 6. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 2 4 0TOMMY NIELSEN DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON JÓNAS GRANI GARÐARSSON > LYKILMAÐURINN Tryggvi Guðmundsson er hreinlega eins og gott rauðvín og virðist bara verða betri með aldrinum. Er enn á fullu gasi og á nóg eftir. Tryggvi skorar ekki bara mörk heldur leggur hann upp flest mörk FH-liðsins. Er einnig gríðarlega drífandi leikmaður sem leggur sig alltaf 120 prósent fram. Verður örugglega áfram enn af betri leikmönnum deildarinnar. > X-FAKTORINN Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir virðast ekki geta hætt í fótbolta og ætla að taka slaginn aftur í sumar. Tveir af hæfileikaríkari knattspyrnumönnum þjóðarinnar frá upphafi og töfrar þeirra gætu gefið FH-liðinu mikið. Það verður verulega áhugavert að fylgjast með FH-liðinu í sumar. Eftir að liðið varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð var því velt af stalli af Völsurum í fyrrasumar. Í kjölfarið hætti Ólafur Jóhannesson með liðið og nýliðinn Heimir Guðjónsson fær það verð- uga verkefni að halda FH-ingum í toppbar- áttunni. Heimir er búinn að vera lengi í Hafnar- firðinum, fyrst sem fyrirliði liðsins og síðan sem aðstoðarmaður Ólafs, og veit því nákvæmlega að hverju hann gengur og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá FH. Nokkrar breytingar hafa orðið á FH-lið- inu í vetur. Sverrir Garðarsson fór til Sví- þjóðar, Auðunn Helgason fór í Fram, Allan Dyring í Árbæinn, Ólafur Páll Snorrason til Fjölnis og svo lagði Sigurvin Ólafsson skóna á hilluna. Í staðinn hefur Heimir endurheimt Jónas Grana Garðarsson frá Fram en hann var markakóngur Landsbankadeildarinnar í fyrra. Höskuldur Eiríksson kom frá Víkingi og Leiknismaðurinn efnilegi, Halldór Krist- inn Halldórsson, reynir sig með FH-ingum í sumar. Gamla brýnið Gunnar Sigurðsson dró svo hanskana niður úr hillunni og mun veita Daða Lárussyni keppni. Verkefni Heimis er verðugt en erfitt. Það eru gerðar miklar kröfur í Hafnarfirðinum og hann þekkir það manna best. Það getur reynst erfitt að taka stökkið í aðalþjálfarastólinn en Fréttablaðið telur Heimi valda því og spáir því FH öðru sæti. Verðugt verkefni fyrir Heimi KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma hefja leik í úrslitakeppninni á sunnudaginn þegar þeir mæta Tis- ettanta Cantu í átta liða úrslitun- um. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón Arnór spilar í úrslitakeppn- inni á Ítalíu, hann hefur komist í undanúrslitin tvisvar en nú segist hann vera orðinn hungraður að fá tækifærið til að spila um titilinn. „Það er alltaf skemmtilegt að spila í úrslitakeppni þar sem stemningin er mikil,“ segir Jón Arnór en andstæðingurinn er Tis- ettanta Cantu sem endaði í 7. sæti deildarinnar. Skemmtilegra á útivöllum „Þeir eru með rosalega sterkan heimavöll og svakalega áhorfend- ur. Það eru mikil læti og þetta er frekar lítið íþróttahús þannig að það skapast alveg svakaleg stemmning,“ segir Jón. „Mér finnst rosalega skemmti- legt að spila við svona aðstæður og oft finnst mér bara skemmti- legra að spila á útivöllunum en heima,“ segir Jón Arnór, sem var sem dæmi með 13 stig og 60 pró- senta þriggja stiga nýtingu í úti- leiknum gegn Cantú í vetur. Í vetur hefur Jón Arnór skorað 10,7 stig í leik á útivelli en 6,4 stig í leik á heimavelli. Lottomatica endaði í 2. sæti í vetur en var engu að síður sextán stigum á eftir toppliði Montepaschi Siena. „Á papp- írnum er búist við að við mætum Siena í úrslitunum en þetta verður erfitt enda geta allir unnið alla í þessu, sem hefur sýnt sig í ár. Við höfum verið að æfa á fullu og höfum fengið góðan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir úrslita- keppnina. Við verðum að passa okkur að hugsa ekki bara um Siena og úrslitin því við þurfum náttúru- lega að komast í gegnum þessar fyrstu tvær umferðir fyrir það,” segir Jón Arnór. Jón Arnór hefur glímt við meiðsli í vetur. „Við höfum verið óheppnir með meiðsli í ár. Þetta er búið að vera mikið basl og það er því alveg ótrúlegt hvað okkur tókst að komast langt bæði í Evr- ópu og í ítölsku deildinni miðað við allt,“ segir Jón sem er kominn á fullt á ný eftir sín meiðsli. Orðinn góður af meiðslunum „Ég er nokkuð góður en hef kannski ekki verið alveg samur eftir þessi meiðsli. Ég hef ekki spilað eins vel og ég gerði áður. Þar hafði líka eitthvað að segja að það komu nýir leikmenn og leik- skipulagið hefur aðeins breyst. Ég kominn í hörku form núna og er alveg heill og tilbúinn í úrslita- keppnina,“ segir Jón Arnór. Jón Arnór hefur stórt hlutverk hjá Roma og þá ekki síst varnar- lega. „Það þarf að hafa einhvern til þess að deila boltanum, spila vörn og setja jafnvægi í sókn og vörn. Ég er í því hlutverki. Það koma síðan leikir þar sem ég er að hitta vel og fæ þá meira hlutverk í sókninni. Ég er ekkert að láta töl- fræðina stressa mig. Ég veit hvenær ég á góða leiki og hve- nær ég á ekki góða leiki og það hefur ekk- ert með töl- fræðina að segja,“ segir Jón og hann er ánægður með vetur- inn. „Þetta er klárlega besta tímabil- ið mitt á Ítalíu. Ég var alveg í ofsa- lega góðu formi og var að spila mjög vel fyrir meiðslin,“ segir Jón Arnór. Varnarleikurinn er aðall liðsins, sem sést ekki síst á því að tólf lið í deildinni skoruðu meira í leik í vetur en Roma en liðið náði engu að síður öðru sætinu. Miklu stærra hlutverk í ár Jón Arnór hefur ekki verið í byrj- unarliðinu nema í 7 af 27 leikjum í vetur en hann setur það ekkert fyrir sig. „Ég er bara þessi sjötti maður í liðinu og þjálfarinn hefur talað við mig um það. Hann vill að ég komi með kraft inn af bekknum og ef við byrjum illa þá er ég fljótur að koma inn á. Hann hefur sett mikla pressu á mig að koma inn með mikla orku varnarlega og gíra menn upp. Ég veit alveg hvert mitt hlutverk í liðinu er, sem er rosalega gott. Ég hef miklu stærra hlutverk í ár.“ Fram undan er spennandi úrslitakeppni og Jón Arnór hefur trú á að Roma geti farið alla leið. „Við erum með mjög gott lið og höfum sýnt það í ár þegar við höfum verið að vinna öll bestu liðin í Evrópu léttilega. Við eigum alveg bullandi möguleika og maður er ekkert smá hungraður að ná í titil. Ég er ofsalega ángæð- ur með þetta tímabil og það myndi toppa það að ná titli,“ segir Jón Arnór að lokum. ooj@frettabladid.is Vill toppa flott tímabil með titli Þriðja árið í röð er Jón Arnór Stefánsson að fara að spila í úrslitakeppni ítalska körfuboltans, þar sem saman koma frábær lið og brjálaðir stuðningsmenn sem gera allt til þess að hafa áhrif á andstæðingana. BESTA TÍMABILIÐ Jón Arnór Stefánsson hefur aldrei spilað betur en í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. SKÍÐI Dagný Linda Kristjánsdótt- ir, fremsta skíðakona Íslands um árabil, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna og hætta æfing- um og keppni en hún hefur glímt við erfið meiðsli í hægri fótlegg í vetur og þarf að fara í aðgerð. „Ég var ekki viss um að þessi aðgerð myndi skila bata þannig að ég ákvað að þetta væri komið nóg,“ segir Dagný Linda, sem hefur verið í sambandi við tvo lækna á Íslandi og fór síðan að hitta þann þriðja í Svíþjóð. „Við ræddum þetta fram og til baka og síðan er ég búin að hugsa málið í nokkra daga,“ segir Dagný, sem segir veturinn hafa verið ónýtan. „Ég hef nánast ekkert verið á skíðum í vetur þótt ég hafi verið að æfa og keppa því ég var alltaf að drepast í fætinum. Þessi vetur fór algjörlega í vaskinn,“ segir Dagný Linda. „Ég er með mjög ánægð með minn feril og ég er alveg sátt við þessa ákvörðun þó að hún hafi verið erfið. Það er pínulítið svekk- elsi að ná ekki að klára fram að Ólympíuleikum eins og markmið- ið var en það er engin eftirsjá,“ segir Dagný Linda, sem alls tók þátt í 316 alþjóðlegum mótum í þrettán þjóðlöndum. Árangurinn hefur líka verið góður en hún hefur verið í einu af fimm efstu sætunum á 87 alþjóð- legum mótum, þar af 35 sinnum í fyrsta sæti og 17 sinnum í 2. sæti. En hver er stærsta stundin? „Ætli það sé ekki Ólympíuleik- arnir í Tórínó 2006. Ég náði góðum árangri eftir að hafa verið nýbyrj- uð á skíðum aftur. Ég var búin að vera sex mánuði á skíðum eftir tuttugu mánaða meiðsli og náði óvænt góðum árangri,“ segir Dagný Linda, sem einnig tók þátt í leikunum í Salt Lake City árið 2002. Dagný Linda vann sína síðustu titla á Skíðamóti Íslands á dögun- um en alls hefur hún unnið átján Íslandsmeistaratitla á skíðum. „Það var mjög gaman að geta varið þessa titla frá því í fyrra og hitt í fyrra. Ég var samt að drep- ast allan tímann en ég var ánægð með að hafa látið mig hafa það, sérstaklega núna eftir að maður hefur tekið þess ákvörðun,“ segir Dagný Linda. Katrín systir henn- ar var tvisvar með henni á verð- launapalli á Skíðamótinu, þar af urðu þær tvær efstar í svigi. „Hún er enn ung og á langt eftir. Hún er að standa sig frá- bærlega og ég hef fulla trú á að hún feti í mín fótspor og lengra,” segir Dagný um systur sína, sem er á leið í sama skíðaskóla í Nor- egi og hún fór á sínum tíma. - óój Fremsta skíðakona Íslands um árabil, Dagný Linda Kristjánsdóttir, er hætt vegna erfiðra meiðsla: Ég er með mjög ánægð með minn feril FRÁBÆR FERILL Dagný Linda Kristjánsdóttir komst á pall á 64 alþjóðlegum mótum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fyrirliðar allra liða í Landsbankadeild karla og kvenna skrifuðu undir yfirlýsingu í gær undir yfirskriftinni fótbolti án fordóma. Þar heita fyrirliðar deildarinn- ar að sýna gott fordæmi í leikjum sumarsins með því að koma fram af heiðarleika, níða ekki andstæð- inga niður og koma í veg fyrir fordóma og dónaskap. Fyrirlið- arnir skora í leiðinni á áhorfend- ur að gera slíkt hið sama. - hbg Samtök knattspyrnumanna: Án fordóma SAMEINAÐIR Leikmenn úr Landsbanka- deildinni 2008 FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI HSÍ veitti í gær verðlaun fyrir bestu frammistöðu í lokahluta N1-deildanna. Haukamaðurinn Arnar Pétursson og Stjörnustúlkan Alina Petrache voru valdir bestu leikmennirnir meðal annars. - hbg N1-deildirnar: Arnar og Alina valin best BEST Arnar og Alina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN N1-DEILDIRNAR Verðlaun fyrir umferðir 22-28 í N1- deild karla: Besti leikmaðurinn: Arnar Pétursson Besti þjálfarinn: Aron Kristjánsson Besta umgjörð: Haukar Besta dómarapar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Úrvalslið umferðanna: Markvörður: Egidijus Petkevicius, HK Lína: Arnar Pétursson, Haukar v. horn: Freyr Brynjarsson, Haukar v. skytta: Gunnar B.Viktorsson, Haukar Miðjumaður: Andri Stefan, Haukar h. skytta: Rúnar Kárason, Fram h. horn: Ragnar Hjaltested, HK Verðlaun fyrir umferðir 19-27 í N1- deild kvenna: Besti leikmaðurinn: Alina Petrache Besti þjálfarinn: Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson og Ragnar Hermannsson, Stjarnan Besta umgjörð: Fram Úrvalslið umferðanna: Markv.: Kristina Matuzeviciute, Fram Lína: Pavla Nevarilova, Fram v. horn: Dagný Skúladóttir, Valur v. skytta: Alina Petrache, Stjarnan Miðjumaður: Eva Barna, Valur h. skytta: Birgit Engl, Stjarnan h. horn: Sólveig Kjærnested, Stjarnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.