Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 5 Loftræsting knúin sólarorku getur verið góð lausn fyrir sumarbústaðinn. „Þetta hefur reynst mjög vel og það skemmir ekki fyrir að þetta er alveg umhverfisvænt,“ segir Guð- mundur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Esjugrundar ehf., sem hefur til sölu sólarknúin hita- og loftræstikerfi frá danska fram- leiðandanum Solarventi. Um er að ræða hitakassa sem festir eru á húsveggi. Þegar sólin skín hitnar loftið í kassanum og vifta sem knúin er sólarrafhlöðu fer í gang og blæs lofti inn í húsið. Loftið í húsinu endurnýjast svo raki og ólykt hverfur. Á sama tíma gefur kerfið góða viðbót til upphitunar enda getur blásturinn verið allt að 30 gráðu heitur. Kerfið starfar óháð öðrum hitakerfum og fer sjálfkrafa í gang fyrir tilstilli sólarinnar. „Þetta hentar sérstaklega vel þar sem ekki er hitaveita til upp- hitunar, til dæmis í sumarbústöð- um. Í húsum sem standa auð mynd- ast oft raki og fúkkalykt en kerfi af þessu tagi kemur í veg fyrir það,“ segir Guðmundur og útskýrir að með því að nota loftræstingu og hitakerfi af þessu tagi megi stór- lækka rafmagnseikninginn. Guðmundur segir að sólarleysið á Íslandi komi alls ekki í veg fyrir að búnaðurinn virki. „Það þarf í raun bara smá glætu til þess að búnaðurinn fari í gang en auðvitað eru afköstin meiri eftir því sem sólin skín meira,“ segir Guðmund- ur og bætir því við að best sé að koma búnaðinum fyrir mót suðri þar sem sólar nýtur lengst. Kerfin fást í ýmsum stærðum og gerðum og þau stærstu ráða við 140 fermetra rými. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www. esjugrund.is thorgunnur@frettabladid.is Umhverfisvæn loftræsting Kassarnir láta lítið yfir sér en það stórmunar um þá þegar rafmagnsreikningurinn er skoðaður. Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ...alla daga Fí to n/ SÍ A Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.