Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 23

Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 5 Loftræsting knúin sólarorku getur verið góð lausn fyrir sumarbústaðinn. „Þetta hefur reynst mjög vel og það skemmir ekki fyrir að þetta er alveg umhverfisvænt,“ segir Guð- mundur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Esjugrundar ehf., sem hefur til sölu sólarknúin hita- og loftræstikerfi frá danska fram- leiðandanum Solarventi. Um er að ræða hitakassa sem festir eru á húsveggi. Þegar sólin skín hitnar loftið í kassanum og vifta sem knúin er sólarrafhlöðu fer í gang og blæs lofti inn í húsið. Loftið í húsinu endurnýjast svo raki og ólykt hverfur. Á sama tíma gefur kerfið góða viðbót til upphitunar enda getur blásturinn verið allt að 30 gráðu heitur. Kerfið starfar óháð öðrum hitakerfum og fer sjálfkrafa í gang fyrir tilstilli sólarinnar. „Þetta hentar sérstaklega vel þar sem ekki er hitaveita til upp- hitunar, til dæmis í sumarbústöð- um. Í húsum sem standa auð mynd- ast oft raki og fúkkalykt en kerfi af þessu tagi kemur í veg fyrir það,“ segir Guðmundur og útskýrir að með því að nota loftræstingu og hitakerfi af þessu tagi megi stór- lækka rafmagnseikninginn. Guðmundur segir að sólarleysið á Íslandi komi alls ekki í veg fyrir að búnaðurinn virki. „Það þarf í raun bara smá glætu til þess að búnaðurinn fari í gang en auðvitað eru afköstin meiri eftir því sem sólin skín meira,“ segir Guðmund- ur og bætir því við að best sé að koma búnaðinum fyrir mót suðri þar sem sólar nýtur lengst. Kerfin fást í ýmsum stærðum og gerðum og þau stærstu ráða við 140 fermetra rými. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www. esjugrund.is thorgunnur@frettabladid.is Umhverfisvæn loftræsting Kassarnir láta lítið yfir sér en það stórmunar um þá þegar rafmagnsreikningurinn er skoðaður. Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ...alla daga Fí to n/ SÍ A Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.