Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 29 Bítlarnir fullunnu allar sínar plöt- ur á sjö ára tímabili. Það tók þau Geoff Barrow, Adrian Utley og Beth Gibbons sem skipa Bristol- sveitina Portishead hins vegar ell- efu ár að gera Third... Portishead sló í gegn með plötunni Dummy árið 1994 og fylgdi henni eftir með plötunni Portishead þremur árum síðar. Nú er þriðja platan loksins komin. Yfirleitt veit það ekkert sérstaklega á gott að sveitir séu svona lengi að koma frá sér plötu, virðist það oft vera ávísun á and- leysi og vandræðagang. Það er þess vegna sérstaklega ánægjulegt að komast að því að Third er mjög vel heppnuð, eiginlega alveg frá- bær. Sveitinni hefur tekist að gera plötu sem er mjög ólík fyrri plöt- unum, en samt er Portishead- stemningin þarna ennþá. Söngur og textar Beth Gibbons setja sterk- an svip á útkomuna eins og áður, en tónlistin er harðari og hrárri, og líka fjölbreyttari. Eins og á fyrri plötunum er gríðarlega mikil áhersla lögð á að ná réttu stemn- ingunni. Hljómurinn og útsetning- arnar, sem eru þaulúthugsaðar niður í minnstu smáatriði, búa til galdurinn. Third er sérstaklega heilsteypt verk. Svínvirkar frá upphafi til enda. Trausti Júlíusson Galdurinn enn til staðar eftir 11 ára bið TÓNLIST Third Portishead ★★★★ Third var ellefu ár í smíðum, en hún er biðarinnar virði. Harðari og hrárri Portishead, en Portishead-galdurinn er enn til staðar. Hljómsveitin Infernó 5 heldur útgáfutónleika á Barnum á fimmtudag til að fagna sinni fyrstu plötu í rúman áratug, Fávitaein- veldi. Aðrir sem koma fram verða Gjöll, Product 8, Digital Madness og Klive, sem mun kynna efni af sinni fyrstu sólóplötu, Sweaty Psalm. Sérstakur gestur verður Kokkur Kirkjan Kvæsir sem mun kynna plötusafnið sitt fyrir gestum kvöldsins. Tónleikarnir verða haldnir á öllum hæðum Barsins með aðstoð nútíma margmiðlunar- tækni. Viðburðurinn er samstarfs- verkefni Nýju samvinnuhreyfing- arinnar og Triangle Productions. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá á síðunni myspace.com/ electronicethics. Fyrsta platan í áratug DIGITAL MADNESS Hljómsveitin Digital Madness kemur fram á tónleikunum í kvöld. Kjötborg, heimildarmynd um bræðurna Gunnar og Kristján sem reka kjör- búðina á Ásvallagötu, fékk áhorfendaverðlaun heim- ildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg. 35 íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar um helgina fyrir vestan. Þetta er í annað sinn sem Skjald- borg er haldin, en heiðursgestur hátíðarinnar var hinn 82 ára gamli Albert Maysles, guðfaðir heimildarmynda. Aðstandendur myndanna mættu velflestir á hátíðina, báru saman bækur sínar og skemmtu sér konunglega. Einnig voru sýnd verk í vinnslu og Ásgrímur Sverr- isson, ritstjóri vefsíðunnar logs. is, ræddi við leikstjóra þeirra verka. Patreksfirðingar tóku vel í þessa innrás kvikmyndagerða- fólks og opnuðu hús sín fyrir gest- unum. Kvenfélagið eldaði plokk- fisk í félagsheimilinu og í nýja sjóræningjasafninu var haldin grillveisla. Hátíðin endaði á sveitaballi og limbókeppni, DJ Platurn frá Oakland í Kaliforníu þeytti skífur en systir hans Ragn- hildur Magnúsdóttir frumsýndi mynd um bróður sinn á hátíðinni. Kjötborg best á Skjaldborg STÓRLEIKARI Á VESTFJÖRÐUM Brian Cox, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í kvik- myndinni The Good Heart eftir Dag Kára, mætti á hátíðina og leist vel á þá grósku sem er í íslenskri heimildarmyndagerð. Hér er hann ásamt ferðamálafulltrúanum Soffíu Gústafsdóttur. STUTT BROT Friðrik Þór Friðriksson sýndi stutt brot úr heimildarmynd sinni, Sólskinsdrengur, á heimildarmynda- hátíðinni. Hér er hann ásamt Hafsteini Gunnari Sigurðssyni, einum af skipu- leggjendum hátíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.